Ekki borið út á þetta heimilisfang.

Hveragerði er afskekkt byggð og afskift.

Nú kemur Fréttablaðið og Fréttatíminn ekki til okkar lengur svo að mín ætlaði að panta áskrift að Mogganum, en mbl.is segir að ekki sé borið út í okkar heimilisfang.


Ætli sjallarnir í Hveragerði séu sáttir við að fá ekki málgagnið inn um lúguna?
Við erum nýflutt í þessa afskekktu byggð sem Hveragerði virðist vera og líst svosem vel á plássið.
Mér hefur verið tjáð að hér sé eitt höfuðvígi Sjallanna á suðurlandi, þó víðar verði leitað.
Það ætti að vera töluvert léttara fyrir okkur sem er umhugað um jöfnuð og bræðralag að finna glufur í virkinu fyrst Sjallarnir fá ekki línuna inn um lúguna hjá sér, það hefur nefnilega sýnt sig oft og einatt að þeir geta ekki hugsað sjálfstætt, þó þeir kenni sig við orðið.


ENGIN VIÐURLÖG ERU VIÐ STJÓRNARSKRÁRBROTUM

Stjórnarskráin okkar er í sjálfu sér ágætis plagg svo langt sem hún nær en stærsti gallinn við hana að mínu mati er að ENGIN VIÐURLÖG ERU VIÐ STJÓRNARSKRÁRBROTUM enda er hún ítrekað brotin af öllum geirum hins fjórskipta valds sem er Forsetavald, Löggjafavald, Framkvæmdavald og Dómsvald.

Brot á 10. grein: (10. gr. Forsetinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frumrit. Geymir Alþingi annað, en þjóðskjalasafnið hitt.)
Samkvæmt þessu ætti forseti ALDREI að samþykkja lög sem brjóta ákvæði stjórnarskrár.

Brot á 47. grein: (47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna …1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild.)
Samkvæmt þessu ætti Alþingismaður ALDREI að bera fram eða standa að samþykkt frumvarps sem brýtur gegn ákvæðum stjórnarskrár.

Brot á 48. grein: (48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.)
Þarna hefur ítrekað sannast að alþingismenn hlýða frekar flokksaga eða áherslum þeirra sem hafa hjálpað þeim að ná kjöri en samvisku sinni og betri vitund.

Brot á 61. grein: (61. gr. Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra, nema þegar svo stendur á, að verið er að koma nýrri skipun á dómstólana. [Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum.]1))
Þarna verður oft misbrestur á og það gleymist eða er hundsað að Stjórnarskrá Lýðveldisins er ÆÐRI örðum lögum.

Brot á 72. grein: (72. gr. [Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
 Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.]1))
Þarna er sífellt brotið brotið gegn almenningi í þágu lánastofnanna og Almannatrygginga Ríkisins. Dómendur og ríkisvaldið hundsa stjórnarskrárvarinn rétt borgaranna.

Brot á 76. grein:  (76. gr. [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
 Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
 Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.]1))
Á Íslandi er stunduð blygðunarlaus fátækravæðing sem bitnar af miklum þunga á láglaunafólki og börnum þess. Bitnar af miklum þunga á eftirlaunafólki og öryrkjum sem er haldið við hungurmörk af stjórnvöldum sem vísvitandi kjósa að brjóta á mannréttindum borgaranna.

Listi þessi er ekki tæmandi enda SÁ SEM ÞETTA SKRIFAR EKKI LÖGLÆRÐUR eins og ýmsir þeirra eru sem velja að brjóta á fólki.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Grái herinn grípur til vopna!

Hægan hægan, vopnin eru ekki byssur, sverð né spjót. Vopn Gráa hersins er mikið betra, það er orðið og beittir pennar sem setja orðin á blað eða birta á netinu.

Í Gráa hernum er fólk úr öllum flokkum og því teljast þessi hápólitisku samtök vera ópólitisk, en öll barátta fyrir mannréttindum og bættum kjörum er stjórnmálabarátta hvað sem hver segir.
Engin áform eru hjá Gráa hernum að stofna stjórnmálaflokk en minnt er á að hér á landi eru hátt í 40.000 atkvæði innan raða aldraðra og eflaust mikið fleiri ef velunnarar, ættingjar og vinir ljá okkur lið.

Í gær (9. Apríl 2016) var haldin stofnfundur Gráa hersins í húsakynnum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágenni (FEB) að Stangarhyl 4. Á fundinum var fullt út úr dyrum og langt í frá að allir fengju stóla til að tylla sér á.
Á fundinum var kynnt stefnuyfirlýsin Gráa hersins sem fólk getur kynnt sér hér: https://www.facebook.com/graiherinn/posts/1525786771059498?fref=nf
einnig voru fluttar nokkrar stuttar ræður og kom meðal annars fram mikil gagnrýni á að talað sé um fólk á eftirlaunum sem lífeyrisþega eins og við séum að þiggja einhverja ölmusu af hendi ríkisins. Staðreyndin er nefnilega sú að eldri borgarar eru búnir að leggja í sjóði ríkisins og lífeyrissjóða verkalýðsfélaganna á langri starfsæfi og fá nú sín elli eða eftirlaun greidd úr þessum sjóðum.
Einnig var talað um mikla og óeigingjarna elju Björgvins Guðmundssonar við að vekja athygli að vanda aldraðra og fékk hann dynjandi lofaklapp frá öllum viðstöddum, færslur hans má sjá nær daglega á Facebook og blogginu hans sem má finna hér: http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/entry/2170140/?fb=1

Það er líka skammarlegt hvernig stjórnvöld hafa árum saman forsmáð afa sína og ömmur, pabba og mömmur og má þar nefna skjaldborgina frægu sem átti að slá upp heimilunum til varnar en var svo reist utan um banka og fjármálakerfið. Ekki skulum við heldur gleyma loforðum núverandi stjórnarflokka um bætt kjör og afnám skerðinga Trygginarstofnunar ríkisins (bréfið hans Bjarna Ben), afnámi verðtrygginga og þak á okurvexti lánastofnana sem Framsókn lofaði.
Það virðist vera sama hvaða flokkur er við völd að það er engu líkara en það sé sérstök vinna lögð í það að halda öldruðum við hungurmörk. Svo ef einhver reynir að afla sér smá aukatekna til að eiga kannski fyrir leikhúsferð eða afmælisgjöf handa barnabarni þá er byrjað á að skattleggja sporsluna í botn og á eftir kemur hið opinbera og skerðir eftirlaunagreiðslur og tekur af fríðindi eins og td. lægri fasteignagjöld þannig maður er í raun ver settur en þó maður hefði bara haldið sig heima og sparað ferðagjöld og annan kostnað sem hlýst af því að sækja vinnu.

Eins og sjá má er full ástæða fyrir eldriborgara og ástvini þeirra að ganga til liðs við Gráa herinn og efla hann til dáða í þeirri baráttu sem framundan er. Rétt er að geta þess að allir félagsmenn FEB eru sjálfkrafa í Gráa hernum en hver sem er á landinu getur skráð sig í liðið sér að kostnaðarlausu með því að fara inn á netsíðu hjá FEB ( http://feb.is/grai-herinn/ ).

Munið að við eldri borgarar landsins hvar í flokki sem við stöndum getum verið gríðarlega mikið afl ef við stöndum saman og beitum okkur í ræðu, riti OG við kjörkassana!


Ekki þjóðhagslega hagkvæmt!

Ekki þjóðhagslega hagkvæmt!

Þegar ég var fimmtugur fór ég á heilsugæsluna og bað um að fá almennilega allsherjar skoðun á líkamsástandi mínu en heilsugæslulæknirinn sagði mér að það væri ekki hægt, engin læknir eða stofnun tæki slíkt að sér.
Á meðan læknirinn mældi hjá mér blóðþrýstinginn spurði ég hvers vegna ekki væri framkvæmdar svona skoðanir hér á landi og svarið sem ég fékk var að það væri ekki ‚þjóðhagslega hagkvæmt‘ ég sagði að mér þætti þetta undarlegt þar sem ég ætti venslafólk í BNA sem væri boðað samkvæmt fyrirmælum tryggingasala í svona skoðanir á ákveðnum fresti sem miðaðist við aldur þeirra.
Upp úr þessar uppákomu pantaði ég tíma í ristilspeglun hjá merkum meltingarfræðingi og hef farið í slíka skoðum nokkrum sinnum þar sem einhverjir meinlausir separ voru fjarlægðir til þess að koma í veg fyrir að þeir yllu meinsemdum seinna meir.
Nú um daginn var haft samband við mig og mér boðið að koma í speglun og þáði ég það en í þetta sinn fannst mér eins og skoðunin væri hálf flaustursleg enda ekki skoðaður allur ristillin eins og ég hafði vanist.
Eftir skoðunina og dálitla bið á biðstofu kallaði læknirinn mig í viðtal og sagði mér að allt virtist vera í góðu lagi hjá mér.
Svo kom rúsínan í pylsuendanum: „þú ert orðin 68 ára er það ekki“ játti ég því. „Einmitt það, við munum þá ekki trufla þig aftur“ sagði læknirinn.
Já það er greinilega ekki þjóðhagslega hagkvæmt að eyða peningum og tíma í að fylgjast með líkama afdankaðra gamalmenna.
Ég verð þó að bæta því hér við að fyrir skömmu þurfti að fjarlægja hjá mér skjaldkirtilinn vegna krabbameins og krabbameinslæknirinn sem hefur haft mig til meðferðar virðist ekki hafa slegið slöku við að fylgjast með því að aðgerðin hafi heppnast og að lyfin sem eiga að taka við af skjaldkirtlinum sú að virka rétt.

Ég hef nú samt þann illa grun að það sé ekki ‚þjóðhagslega hagkvæmt‘ að eyða og miklu púðri í að púkka upp á fólk sem dottið er út af vinnumarkaði fyrir einhverjar sakir eins og aldurs.


þetta barn mun lifa í 120 ár

Fyrirsögn á forsíðu maíheftis National Geographic Magazine: þetta barn mun lifa í 120 ár..
may-2013-ngm-cover-360-placeholder Sé þetta rétt spá sem gilda muni fyrir börn okkar hér í hinum vestræna heimi þá er það á hreinu að lífeyrissjóðir eins og þeir sem við borgum í hér eru algjörlega vanbúnir að standa við skuldbindingar sínar.

Þjóðfélag okkar mun heldur ekki eiga neina möguleika á að ala önn fyrir þorra fólks í 50 ár, það er frá sjötugu til æviloka.

Eitthvað verður að gera einhverju að breyta!

Hættum að ljúga að sjálfum okkur hvað við búum við fínt kerfi og lokum lífeyrissjóðunum, þjóðnýtum þá og setjum eignir þeirra í sameiginlegan sjóð almannatrygginga.

Látum ekki forsprakka verkalýðshreyfingarinnar sísla lengur með okkar fé á okkar kostnað enda hefur það sýnt sig að þeir eru ófærir um það þó að þeir séu á ofurlaunum við og mati kannski helst eiginn krók.

http://s.ngm.com/2013/05/table-of-contents/may-2013-ngm-cover-360-placeholder.jpg

http://ngm.nationalgeographic.com/2013/05/longevity/hall-text

 


ÓNÓ

Þetta minnir mig á ónó fuglinn sem var illa fleygur.

En nafn sitt dró hann af því að hann var óvenju pungsíður og illa fleygur, eins og áður sagði, og í hvert sinn sem hann flaug yfir gaddavírsgirðingu söng hann hástöfum ÓNÓ-ÓNÓ-ÓNÓ.


mbl.is Stærsti haförn sem sést hefur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamfaraflóð

Í helgarpistli sínum 18-20 mars líkir Jónas Haraldsson ástandinu hér við hamfarirnar við Japan, Haíti og New Orleans.
Ástandið hér er þó af mannavöldum og óvíst hve margir hafa látið líf sitt vegna þess. það er þó nokkuð víst að einhver líf hafa glatast undir aurskriðu atvinnuleysis, verðbólgu og stökkbreyttra lána.


Stærsti munurinn á þessum manngerðu hamförum hér á landi og þeim sem hafa orðið af völdum náttúrunnar úti í heimi er að stjórnvöld þar gera það sem í þeirra valdi stendur til að bæta ástand þegna sinna og fá jafnvel til þess aðstoð annarra þjóða þar með talið okkar ágætu þjóð.
En gagnvart hinum manngerðu hamförunum hér sem sífellt kaffæra fleiri fyrirtæki, fjölskyldur og einstaklinga ríkir algjört sinnuleysi stjórnvalda sem virðast ekki sjá neinn vanda nema hjá góðvinum sínum bönkunum og öðrum fjármagnseigendum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Mannréttindakafli stjórnarskrár Íslands: (ný grein)

Á Íslandi skal engin þurfa að lifa undir fátæktarmörkum.
Óheimilt er að semja um eða ákveða lægri útborguð laun eða bætur en sem nemur lágmarksframfærslu.
Lágmarksframfærsla skal vera reiknuð út samkvæmt viðurkenndum stöðlum þar sem tekið er tillit til kostnaðar við fæði, klæði, húsnæði, lyfja, veikinda, afþreyingar, samgangna, vaxta/verðbóta og annars í almennum neysluvenjum Íslendinga.
mbl.is Bót vill bætt samfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurt á Fésbók: Hver getur lifað MANNSÆMANDI LÍFI

Hver getur lifað MANNSÆMANDI LÍFI á þessum launum og borgað fyrir húsnæði, fæði, samgöngur, afþreyingu, lyf og svo framvegis ??

Efling: Byrjunarlaun 157.752 á mánuði fyrir skatta og gjöld
VR: Byrjunarlaun 162.450 á mánuði fyrir skatta og gjöld
Útlendingastofnun: Lágmarksframfærsla einstaklings er 125.540 kr. á mánuði en 200.864 fyrir hjón
Vinnumálastofnun: um það bil 1...50.000 á mánuði (fyrir skatt)
Atvinnuleysisbætur að frádregnum skatti og lífeyrissjóði 137.104
Örorkubætur til einstaklings eftir skatt u.þ.b. 157.000
Ellilífeyrir til einstaklings eftir skatt u.þ.b. 150.000
Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til einstaklings eftir skatt 123.019
---------
Ég birti hér örfá svör nafnlaust:

Svar 1: Að vísu get ég lifað á slíkum launum, en efast reyndar að margir fleiri geti það. Ég skulda um 40 milljónir í húsnæðislán sem ég hætti að borga fyrir ári síðan. Ég vék einhliða lánasamningum til hliðar þar sem bankarnir vildu láta mig borga u.þ.b. 20 milljónir til viðbótar. Ég byrja aftur að borga þegar þjófarnir hafa leiðrétt lánin.
Svo kaupi ég mjög sjaldan mat, enda hægt að finna nóg af heilum og góðum mat í ruslagámum stórmarkaðanna. Þá lifi ég þröngt og leigi út hluta af mínu húsnæði. Lyf nota ég ekki og mun ekki nota. Almennt eru útgjöld mín fremur lág. Þessi lífstíll þykir e.t.v. ekki mannsæmandi, en ég hef vanist honum og er sáttur. Passið bara að Pétur Blöndal frétti ekki af þessu!

Svar 2: ég lifi á 20 þúsund á mánuði þegar búið er að draga af mér það sem þarf að borga...ég var gerður gjaldþrota 20 ára af hrunflokks lögmönnum á ísafirði annar er kominn suður og er orðinn hæstaréttarlögmaður bara pólitísk spilling.. að lögmenn geti tekið og eingast fé annarra með því að gera þá gjaldþrota svo safnar þetta vöxtum

Svar 3: Það hafa flestir sína (sorgarsögu) að segja ég kýs að segja ekki mína hér en samt Nei þetta er að ganga illa upp. Og/en þeir sem skammta okkur þessi kjör eru í á öðrum klassa/launum sem hverjir borga?

Svar 4: Ísleifur það getur enginn lifað af svona launum, vonleysi, þreyta og uppgjöf er í fólki. Umönnunar og fólk í heilbrigðisgeiranum vinnur undir öryggismörkum ekki er kallað út fólk ef veikindi eru heldur er endalaust unnið við hrikaleg vinnuálag. Þetta er fólkið t.d hjá Eflingu sem er með þessi laun...það er fólkið sem vinnur á bak við tjöldin á Hjúkrunarstofnunum

Svar 5 ég: Staðreyndin er að það má ekki rugga bátnum sem ASÍ situr í og Vilhjálmur Egilsson stýrir fyrir hönd SA.
------------
Ég sjálfur: Bót Aðgerðahópur um BÆTT samfélag vinnur að því að laga kjör bótaþega og láglaunafólks.
Kíkið inn hjá Bót og smellið á 'Like' takkann efst á síðunni.

http://www.facebook.com/?ref=home#!/group.php?gid=120279531356843&ref=ts


Neytendasamtökin taki sig til og reikni út hver er lágmarksframfærslukostnaður íslendings, á Íslandi.

Greinargerð:Vek athygli á að lágmarksframfærslan hér á landi er ekki reiknuð og er ekki til. Hin svo kölluðu viðmið  sem notast er við, af hinum ýmsu opinberu stofnunum*, eiga ekkert skylt við raunveruleikan og ættu ekki að vera notuð í siðmenntuðu þjóðfélagi. Þessi viðmið eru að framleiða fátæktina.

 Krafan er að lágmarksframfærsla verði reiknuð og verði þannig að fólk geti lifað mannsæmandi lífi.

 Spyrji maður eftir þessum útreikningi hjá opinberum stofnunum eða jafnvel hjá Neytendasamtökunum sjálfum er viðkvæðið að ekki sé sátt um málið.Er ekki komið að því að Neytendasamtökin höggvi á þennan hnút og taki málið í sínar hendur?

 Á hinum norðurlöndunum er útgefin svokölluð lágmarksframfærsla og samtökunum ætti ekki að vera erfitt að fá uppgefna þá staðla sem þar eru notaðir við útreikningana og aðlaga að okkar lífsháttum. Síðan eiga samtökin, með sína reynslu af neyslumynstri þjóðarinnar, ekki að vera í neinum vandræðum með að reikna út hver er LÁGMARKSFRAMFÆRSLA Á EINSTAKLING OG / EÐA HJÓN eftir skatta og sundurliðað miðað við lágmarksþarfir á húsnæði, fæði, afþreyingu, samgöngur og svo framvegis.

 Það getur vel farið svo að samtökin verði fyrir barðinu á einhverjum stjórnmála eða embættismanni verði þetta gert, en eru Neytendasamtökin ekki einmitt hugsuð til að vernda okkur og hjálpa í baráttunni við hina ýmsu og oft annarlegu hagsmuni sem neytendur þurfa að glíma við.

  Tillögumaður: Ísleifur Gíslason, Kt: 140846-3419

   

*

Útlendingastofnun: Lágmarksframfærsla einstaklings er 125.540 kr. á mánuði en 200.864 fyrir hjón

Vinnumálastofnun: um það bil 150.000 á mánuði (fyrir skatt)

Atvinnuleysisbætur að frádregnum skatti og lífeyrissjóði 137.104

Örorkubætur til einstaklings eftir skatt u.þ.b. 157.000

Ellilífeyrir til einstaklings eftir skatt u.þ.b. 150.000

Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til einstaklings eftir skatt 123.019

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband