Grái herinn grípur til vopna!

Hægan hægan, vopnin eru ekki byssur, sverð né spjót. Vopn Gráa hersins er mikið betra, það er orðið og beittir pennar sem setja orðin á blað eða birta á netinu.

Í Gráa hernum er fólk úr öllum flokkum og því teljast þessi hápólitisku samtök vera ópólitisk, en öll barátta fyrir mannréttindum og bættum kjörum er stjórnmálabarátta hvað sem hver segir.
Engin áform eru hjá Gráa hernum að stofna stjórnmálaflokk en minnt er á að hér á landi eru hátt í 40.000 atkvæði innan raða aldraðra og eflaust mikið fleiri ef velunnarar, ættingjar og vinir ljá okkur lið.

Í gær (9. Apríl 2016) var haldin stofnfundur Gráa hersins í húsakynnum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágenni (FEB) að Stangarhyl 4. Á fundinum var fullt út úr dyrum og langt í frá að allir fengju stóla til að tylla sér á.
Á fundinum var kynnt stefnuyfirlýsin Gráa hersins sem fólk getur kynnt sér hér: https://www.facebook.com/graiherinn/posts/1525786771059498?fref=nf
einnig voru fluttar nokkrar stuttar ræður og kom meðal annars fram mikil gagnrýni á að talað sé um fólk á eftirlaunum sem lífeyrisþega eins og við séum að þiggja einhverja ölmusu af hendi ríkisins. Staðreyndin er nefnilega sú að eldri borgarar eru búnir að leggja í sjóði ríkisins og lífeyrissjóða verkalýðsfélaganna á langri starfsæfi og fá nú sín elli eða eftirlaun greidd úr þessum sjóðum.
Einnig var talað um mikla og óeigingjarna elju Björgvins Guðmundssonar við að vekja athygli að vanda aldraðra og fékk hann dynjandi lofaklapp frá öllum viðstöddum, færslur hans má sjá nær daglega á Facebook og blogginu hans sem má finna hér: http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/entry/2170140/?fb=1

Það er líka skammarlegt hvernig stjórnvöld hafa árum saman forsmáð afa sína og ömmur, pabba og mömmur og má þar nefna skjaldborgina frægu sem átti að slá upp heimilunum til varnar en var svo reist utan um banka og fjármálakerfið. Ekki skulum við heldur gleyma loforðum núverandi stjórnarflokka um bætt kjör og afnám skerðinga Trygginarstofnunar ríkisins (bréfið hans Bjarna Ben), afnámi verðtrygginga og þak á okurvexti lánastofnana sem Framsókn lofaði.
Það virðist vera sama hvaða flokkur er við völd að það er engu líkara en það sé sérstök vinna lögð í það að halda öldruðum við hungurmörk. Svo ef einhver reynir að afla sér smá aukatekna til að eiga kannski fyrir leikhúsferð eða afmælisgjöf handa barnabarni þá er byrjað á að skattleggja sporsluna í botn og á eftir kemur hið opinbera og skerðir eftirlaunagreiðslur og tekur af fríðindi eins og td. lægri fasteignagjöld þannig maður er í raun ver settur en þó maður hefði bara haldið sig heima og sparað ferðagjöld og annan kostnað sem hlýst af því að sækja vinnu.

Eins og sjá má er full ástæða fyrir eldriborgara og ástvini þeirra að ganga til liðs við Gráa herinn og efla hann til dáða í þeirri baráttu sem framundan er. Rétt er að geta þess að allir félagsmenn FEB eru sjálfkrafa í Gráa hernum en hver sem er á landinu getur skráð sig í liðið sér að kostnaðarlausu með því að fara inn á netsíðu hjá FEB ( http://feb.is/grai-herinn/ ).

Munið að við eldri borgarar landsins hvar í flokki sem við stöndum getum verið gríðarlega mikið afl ef við stöndum saman og beitum okkur í ræðu, riti OG við kjörkassana!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það virkar ekkert nema að kynningar  frá stjórnendum hersina í sjónvarpi.

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2016 kl. 05:15

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

leiðr. hersins.

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2016 kl. 05:16

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Við verðum engu að síður gráir fyrir járnum.And the poet lifts his pen while the soldier sheaths his  sword     smile

Jósef Smári Ásmundsson, 10.4.2016 kl. 06:02

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Til hamingju með samtökin og gangi ykkur vel í baráttunni.

Guðbjörn Jónsson, 10.4.2016 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband