Neytendasamtökin taki sig til og reikni út hver er lágmarksframfærslukostnaður íslendings, á Íslandi.

Greinargerð:Vek athygli á að lágmarksframfærslan hér á landi er ekki reiknuð og er ekki til. Hin svo kölluðu viðmið  sem notast er við, af hinum ýmsu opinberu stofnunum*, eiga ekkert skylt við raunveruleikan og ættu ekki að vera notuð í siðmenntuðu þjóðfélagi. Þessi viðmið eru að framleiða fátæktina.

 Krafan er að lágmarksframfærsla verði reiknuð og verði þannig að fólk geti lifað mannsæmandi lífi.

 Spyrji maður eftir þessum útreikningi hjá opinberum stofnunum eða jafnvel hjá Neytendasamtökunum sjálfum er viðkvæðið að ekki sé sátt um málið.Er ekki komið að því að Neytendasamtökin höggvi á þennan hnút og taki málið í sínar hendur?

 Á hinum norðurlöndunum er útgefin svokölluð lágmarksframfærsla og samtökunum ætti ekki að vera erfitt að fá uppgefna þá staðla sem þar eru notaðir við útreikningana og aðlaga að okkar lífsháttum. Síðan eiga samtökin, með sína reynslu af neyslumynstri þjóðarinnar, ekki að vera í neinum vandræðum með að reikna út hver er LÁGMARKSFRAMFÆRSLA Á EINSTAKLING OG / EÐA HJÓN eftir skatta og sundurliðað miðað við lágmarksþarfir á húsnæði, fæði, afþreyingu, samgöngur og svo framvegis.

 Það getur vel farið svo að samtökin verði fyrir barðinu á einhverjum stjórnmála eða embættismanni verði þetta gert, en eru Neytendasamtökin ekki einmitt hugsuð til að vernda okkur og hjálpa í baráttunni við hina ýmsu og oft annarlegu hagsmuni sem neytendur þurfa að glíma við.

  Tillögumaður: Ísleifur Gíslason, Kt: 140846-3419

   

*

Útlendingastofnun: Lágmarksframfærsla einstaklings er 125.540 kr. á mánuði en 200.864 fyrir hjón

Vinnumálastofnun: um það bil 150.000 á mánuði (fyrir skatt)

Atvinnuleysisbætur að frádregnum skatti og lífeyrissjóði 137.104

Örorkubætur til einstaklings eftir skatt u.þ.b. 157.000

Ellilífeyrir til einstaklings eftir skatt u.þ.b. 150.000

Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til einstaklings eftir skatt 123.019

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fyrir löngu búið að reikna út að algjör lágmarksframfærsla er í kringum 80 þúsund á mánuði. Ekkert sældarlíf, en nóg samt ef maður býr frítt og fær frítt að éta.

Hoppandi (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 19:33

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frábær tillaga Ísleifur.

Hoppandi, hvar og hvenær var þetta reiknað, og á hvaða verðlagi? Hversu raunhæfa mynd gefur þessi tala af heildarframfærslukostnaði? Ég hefði haldið að fæði og húsnæði teldist til framfærslu, burtséð frá því hvort maður greiðir kostnaðinn við það sjálfur.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.9.2010 kl. 23:18

3 identicon

Heill og sæll Ísleifur; æfinlega - sem og gestir þínir, aðrir !

Skynsamleg tillaga; hverri vel mætti eftir fylgja, að nokkru.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 16:56

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Isleifur. Þetta er frábært hjá þér. Nú er bara að þrýsta á neytendasamtökin

Hoppandi! Þetta er hoppandi vitlaus tala, og hoppar ekki upp fyrir framfærslu á hundi!

Eyjólfur G Svavarsson, 8.10.2010 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband