Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Ekki borið út á þetta heimilisfang.

Hveragerði er afskekkt byggð og afskift.

Nú kemur Fréttablaðið og Fréttatíminn ekki til okkar lengur svo að mín ætlaði að panta áskrift að Mogganum, en mbl.is segir að ekki sé borið út í okkar heimilisfang.


Ætli sjallarnir í Hveragerði séu sáttir við að fá ekki málgagnið inn um lúguna?
Við erum nýflutt í þessa afskekktu byggð sem Hveragerði virðist vera og líst svosem vel á plássið.
Mér hefur verið tjáð að hér sé eitt höfuðvígi Sjallanna á suðurlandi, þó víðar verði leitað.
Það ætti að vera töluvert léttara fyrir okkur sem er umhugað um jöfnuð og bræðralag að finna glufur í virkinu fyrst Sjallarnir fá ekki línuna inn um lúguna hjá sér, það hefur nefnilega sýnt sig oft og einatt að þeir geta ekki hugsað sjálfstætt, þó þeir kenni sig við orðið.


Bloggari 'tekinn af lífi'

Vinsælum bloggara, Lofti Altice Þorsteinssyni hefur verið meinaður aðgangur að Moggablogginu.


AlticeLoftur hefur verið ötull talsmaður sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar gegn atlögu ESB-sinna að fullveldi þjóðarinnar. Hann hefur einnig barist hart gegn Icesave kúguninni.
Loftur er rökfastur maður og hefur með samböndum sínum hér og erlendis safnað ógrynni gagna til stuðnings málstað samherja sinna og birt hér á blogginu öllum þjóðhollum mönnum til aflestrar.
Eitthvað hafa stjórnendur moggabloggsins haft horn í síðu Lofts fyrir skoðanir sínar og notuðu ómerkilega átyllu til að úthýsa honum og skoðunum hans héðan.

Hér hefur átt sér stað ógeðsleg aðför að málfrelsi og skoðanafrelsi allra sem vilja tjá sig á þessu bloggsvæði.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband