Færsluflokkur: Bloggar
Hver getur lifað MANNSÆMANDI LÍFI á þessum launum og borgað fyrir húsnæði, fæði, samgöngur, afþreyingu, lyf og svo framvegis ??
Efling: Byrjunarlaun 157.752 á mánuði fyrir skatta og gjöld
VR: Byrjunarlaun 162.450 á mánuði fyrir skatta og gjöld
Útlendingastofnun: Lágmarksframfærsla einstaklings er 125.540 kr. á mánuði en 200.864 fyrir hjón
Vinnumálastofnun: um það bil 1...50.000 á mánuði (fyrir skatt)
Atvinnuleysisbætur að frádregnum skatti og lífeyrissjóði 137.104
Örorkubætur til einstaklings eftir skatt u.þ.b. 157.000
Ellilífeyrir til einstaklings eftir skatt u.þ.b. 150.000
Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til einstaklings eftir skatt 123.019
---------
Ég birti hér örfá svör nafnlaust:
Svar 1: Að vísu get ég lifað á slíkum launum, en efast reyndar að margir fleiri geti það. Ég skulda um 40 milljónir í húsnæðislán sem ég hætti að borga fyrir ári síðan. Ég vék einhliða lánasamningum til hliðar þar sem bankarnir vildu láta mig borga u.þ.b. 20 milljónir til viðbótar. Ég byrja aftur að borga þegar þjófarnir hafa leiðrétt lánin.
Svo kaupi ég mjög sjaldan mat, enda hægt að finna nóg af heilum og góðum mat í ruslagámum stórmarkaðanna. Þá lifi ég þröngt og leigi út hluta af mínu húsnæði. Lyf nota ég ekki og mun ekki nota. Almennt eru útgjöld mín fremur lág. Þessi lífstíll þykir e.t.v. ekki mannsæmandi, en ég hef vanist honum og er sáttur. Passið bara að Pétur Blöndal frétti ekki af þessu!
Svar 2: ég lifi á 20 þúsund á mánuði þegar búið er að draga af mér það sem þarf að borga...ég var gerður gjaldþrota 20 ára af hrunflokks lögmönnum á ísafirði annar er kominn suður og er orðinn hæstaréttarlögmaður bara pólitísk spilling.. að lögmenn geti tekið og eingast fé annarra með því að gera þá gjaldþrota svo safnar þetta vöxtum
Svar 3: Það hafa flestir sína (sorgarsögu) að segja ég kýs að segja ekki mína hér en samt Nei þetta er að ganga illa upp. Og/en þeir sem skammta okkur þessi kjör eru í á öðrum klassa/launum sem hverjir borga?
Svar 4: Ísleifur það getur enginn lifað af svona launum, vonleysi, þreyta og uppgjöf er í fólki. Umönnunar og fólk í heilbrigðisgeiranum vinnur undir öryggismörkum ekki er kallað út fólk ef veikindi eru heldur er endalaust unnið við hrikaleg vinnuálag. Þetta er fólkið t.d hjá Eflingu sem er með þessi laun...það er fólkið sem vinnur á bak við tjöldin á Hjúkrunarstofnunum
Svar 5 ég: Staðreyndin er að það má ekki rugga bátnum sem ASÍ situr í og Vilhjálmur Egilsson stýrir fyrir hönd SA.
------------
Ég sjálfur: Bót Aðgerðahópur um BÆTT samfélag vinnur að því að laga kjör bótaþega og láglaunafólks.
Kíkið inn hjá Bót og smellið á 'Like' takkann efst á síðunni.
http://www.facebook.com/?ref=home#!/group.php?gid=120279531356843&ref=ts
Bloggar | 26.9.2010 | 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Krafan er að lágmarksframfærsla verði reiknuð og verði þannig að fólk geti lifað mannsæmandi lífi.
Spyrji maður eftir þessum útreikningi hjá opinberum stofnunum eða jafnvel hjá Neytendasamtökunum sjálfum er viðkvæðið að ekki sé sátt um málið.Er ekki komið að því að Neytendasamtökin höggvi á þennan hnút og taki málið í sínar hendur?
Á hinum norðurlöndunum er útgefin svokölluð lágmarksframfærsla og samtökunum ætti ekki að vera erfitt að fá uppgefna þá staðla sem þar eru notaðir við útreikningana og aðlaga að okkar lífsháttum. Síðan eiga samtökin, með sína reynslu af neyslumynstri þjóðarinnar, ekki að vera í neinum vandræðum með að reikna út hver er LÁGMARKSFRAMFÆRSLA Á EINSTAKLING OG / EÐA HJÓN eftir skatta og sundurliðað miðað við lágmarksþarfir á húsnæði, fæði, afþreyingu, samgöngur og svo framvegis.
Það getur vel farið svo að samtökin verði fyrir barðinu á einhverjum stjórnmála eða embættismanni verði þetta gert, en eru Neytendasamtökin ekki einmitt hugsuð til að vernda okkur og hjálpa í baráttunni við hina ýmsu og oft annarlegu hagsmuni sem neytendur þurfa að glíma við.
Tillögumaður: Ísleifur Gíslason, Kt: 140846-3419
*
Útlendingastofnun: Lágmarksframfærsla einstaklings er 125.540 kr. á mánuði en 200.864 fyrir hjón
Vinnumálastofnun: um það bil 150.000 á mánuði (fyrir skatt)
Atvinnuleysisbætur að frádregnum skatti og lífeyrissjóði 137.104
Örorkubætur til einstaklings eftir skatt u.þ.b. 157.000
Ellilífeyrir til einstaklings eftir skatt u.þ.b. 150.000
Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til einstaklings eftir skatt 123.019
Bloggar | 24.9.2010 | 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vinsælum bloggara, Lofti Altice Þorsteinssyni hefur verið meinaður aðgangur að Moggablogginu.
Loftur hefur verið ötull talsmaður sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar gegn atlögu ESB-sinna að fullveldi þjóðarinnar. Hann hefur einnig barist hart gegn Icesave kúguninni.
Loftur er rökfastur maður og hefur með samböndum sínum hér og erlendis safnað ógrynni gagna til stuðnings málstað samherja sinna og birt hér á blogginu öllum þjóðhollum mönnum til aflestrar.
Eitthvað hafa stjórnendur moggabloggsins haft horn í síðu Lofts fyrir skoðanir sínar og notuðu ómerkilega átyllu til að úthýsa honum og skoðunum hans héðan.
Hér hefur átt sér stað ógeðsleg aðför að málfrelsi og skoðanafrelsi allra sem vilja tjá sig á þessu bloggsvæði.
Bloggar | 26.8.2010 | 01:18 (breytt 31.8.2010 kl. 18:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (76)
Ný frétt:
Andres Zoran Ivanovic: "MIKILVÆGAR FRÉTTIR. Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir var rétt áðan handtekin fyrir utan Stjórnaráðinu. Ástæðan var að hún gaf mávum að borða. Lögreglumennirnir voru ekki grófir, alla vega ekki fyrir framan myndavélina. Meira að segja þurftu þeir tveir bílar ein fyrir Helgu og Econoline fyrir hjólið hennar."
Andres Zoran Ivanovic: " Helga var að hringja. Hún verður ákærð og er henni sleppt núna. Hún er á leiðinni til Stjórnaráð aftur að gefa mávunum. Vinsamlegast dreifið þetta og komið svo þangað. bara best sem strax."
Bloggar | 10.8.2010 | 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í kvöld sat ég fund undir fundarstjórin Gústafs Skúlasonar. Þar voru tveir Breskir séntilmenn, Donald A. Martin og Anthony John Miller, og báðu þeir íslendinga afsökunnar á setningu hryðjuverkalaganna og lýstu um leið von sinni að við myndum alfarið hafna aild að ESB eins og við höfnuðu Icesave samningnum. Þeir sögðu okkur að 75% af lögum þeirra og reglugerðum væru nú samin í Brussel en að hjá vruríkjunum væri það 80-90%.
Þeir kynntu líka merkilega áætlun sem stefnir að því að hefta heimildir bankanna til að búa til peninga úr engu. Peninga sem þeir síðan lána okkur og sökkva okkur smám saman í skuldafen sem við eigum enga möguleika að losna úr.
Við í Samtökum fullveldissinna munum skoða þessa áætlun vel með það í huga að nýta hana þjóðinni til framdráttar.
Þetta verður þungur róður í miklum mótbyr frá fjórflokknum og bönkunum sem þar stjórna.
Við þurfum ykkar stuðning!
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave - NEI við AGS
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Bloggar | 19.5.2010 | 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 13.2.2010 | 23:10 (breytt 14.2.2010 kl. 00:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
NEI við ESB - NEI við Icesave - NEI við AGS
http://www.fullvalda.is
Nítján kindur heimtar af Tálkna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.10.2009 | 18:03 (breytt kl. 20:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vegna hinnar hörmulegu niðurstöðu sem varð í kosningum Íra um Lissabonsáttmálann vil ég benda áhugasömum lesendum á þá fyrirstöðu sem enn er á því að sáttmálinn taki gildi:
Sýnið hug ykkar og stuðning:
Support Vaclav Klaus! Stop the Lisbon Treaty! á Facebook.
og undirskriftalisti til stuðnings forsetanum: Sign the petition in support of Vaclav Klaus!
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave - NEI við AGS
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Aukinn þrýstingur á Tékklandsforseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.10.2009 | 19:04 (breytt 5.10.2009 kl. 01:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samfylking og ýmsir innan raða íhaldsins vilja aðild að ESB og upptöku Evru og halda það vera einhverja töfralausn.
Það þarf enginn að velkjast í vafa um að það tekur sennilega 4 til 5 ár að komast inn í ESB og að síðan þarf að leggja hart að þjóðinni næstu 3 - 5 árin þar á eftir til að fá leyfi Brüssel stjórnarinnar til að taka Evruna upp sem gjaldmiðil.
Allt þetta að því gefnu að ESB og Evran verði ennþá til að átta til tíu árum liðnum.
Ef við þurfum hvort er eð að berjast næstu árin, ætli það sé ekki raunhæfari stefna að halda í krónugreyið, leyfa henni að rokka svolítið með þeim kostum og göllum sem því fylgir.
Nota þessi ár frekar til að efla nýsköpun í atvinnulífinu.
Selja eitthvað af ódýrri orku til Íslensks iðnaðar, garðyrkjubænda og sprotafyrirtækja i stað úreltra álvera.
Kannski nota eitthvað af álinu, sem nú fæst tiltölulega ódýrt, og framleiða eitthvað nýtilegt úr því, í stað þess að flytja úr landi þar sem megnið af málminum er notað í framleiðslu á einnota drykkjarumbúðum. (Þetta með álið og flugvélaiðnaðinn er að verða gömul þjóðsaga).
Munið X-L lista fullveldissinna í komandi kosningum
Evran er ekki töfralausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.3.2009 | 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Faðir minn Gísli Guðmundur Ísleifsson hrl. lést í gærmorgunn að Kumbaravogi. Hann var að verða 83 ára.
Þeir sem muna þorskastríðin muna kannski eftir pabba en hann fékk oft það vanþakkláta hlutverk að verja Bretana sem náðist að taka í landhelgi.
Bloggar | 14.3.2009 | 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)