Spurt á Fésbók: Hver getur lifað MANNSÆMANDI LÍFI

Hver getur lifað MANNSÆMANDI LÍFI á þessum launum og borgað fyrir húsnæði, fæði, samgöngur, afþreyingu, lyf og svo framvegis ??

Efling: Byrjunarlaun 157.752 á mánuði fyrir skatta og gjöld
VR: Byrjunarlaun 162.450 á mánuði fyrir skatta og gjöld
Útlendingastofnun: Lágmarksframfærsla einstaklings er 125.540 kr. á mánuði en 200.864 fyrir hjón
Vinnumálastofnun: um það bil 1...50.000 á mánuði (fyrir skatt)
Atvinnuleysisbætur að frádregnum skatti og lífeyrissjóði 137.104
Örorkubætur til einstaklings eftir skatt u.þ.b. 157.000
Ellilífeyrir til einstaklings eftir skatt u.þ.b. 150.000
Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til einstaklings eftir skatt 123.019
---------
Ég birti hér örfá svör nafnlaust:

Svar 1: Að vísu get ég lifað á slíkum launum, en efast reyndar að margir fleiri geti það. Ég skulda um 40 milljónir í húsnæðislán sem ég hætti að borga fyrir ári síðan. Ég vék einhliða lánasamningum til hliðar þar sem bankarnir vildu láta mig borga u.þ.b. 20 milljónir til viðbótar. Ég byrja aftur að borga þegar þjófarnir hafa leiðrétt lánin.
Svo kaupi ég mjög sjaldan mat, enda hægt að finna nóg af heilum og góðum mat í ruslagámum stórmarkaðanna. Þá lifi ég þröngt og leigi út hluta af mínu húsnæði. Lyf nota ég ekki og mun ekki nota. Almennt eru útgjöld mín fremur lág. Þessi lífstíll þykir e.t.v. ekki mannsæmandi, en ég hef vanist honum og er sáttur. Passið bara að Pétur Blöndal frétti ekki af þessu!

Svar 2: ég lifi á 20 þúsund á mánuði þegar búið er að draga af mér það sem þarf að borga...ég var gerður gjaldþrota 20 ára af hrunflokks lögmönnum á ísafirði annar er kominn suður og er orðinn hæstaréttarlögmaður bara pólitísk spilling.. að lögmenn geti tekið og eingast fé annarra með því að gera þá gjaldþrota svo safnar þetta vöxtum

Svar 3: Það hafa flestir sína (sorgarsögu) að segja ég kýs að segja ekki mína hér en samt Nei þetta er að ganga illa upp. Og/en þeir sem skammta okkur þessi kjör eru í á öðrum klassa/launum sem hverjir borga?

Svar 4: Ísleifur það getur enginn lifað af svona launum, vonleysi, þreyta og uppgjöf er í fólki. Umönnunar og fólk í heilbrigðisgeiranum vinnur undir öryggismörkum ekki er kallað út fólk ef veikindi eru heldur er endalaust unnið við hrikaleg vinnuálag. Þetta er fólkið t.d hjá Eflingu sem er með þessi laun...það er fólkið sem vinnur á bak við tjöldin á Hjúkrunarstofnunum

Svar 5 ég: Staðreyndin er að það má ekki rugga bátnum sem ASÍ situr í og Vilhjálmur Egilsson stýrir fyrir hönd SA.
------------
Ég sjálfur: Bót Aðgerðahópur um BÆTT samfélag vinnur að því að laga kjör bótaþega og láglaunafólks.
Kíkið inn hjá Bót og smellið á 'Like' takkann efst á síðunni.

http://www.facebook.com/?ref=home#!/group.php?gid=120279531356843&ref=ts


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband