Hver vill töfralausn?

Samfylking og ýmsir innan raða íhaldsins vilja aðild að ESB og upptöku Evru og halda það vera einhverja töfralausn.

Það þarf enginn að velkjast í vafa um að það tekur sennilega 4 til 5 ár að komast inn í ESB og að síðan þarf að leggja hart að þjóðinni næstu 3 - 5 árin þar á eftir til að fá leyfi Brüssel stjórnarinnar til að taka Evruna upp sem gjaldmiðil.

Allt þetta að því gefnu að ESB og Evran verði ennþá til að átta til tíu árum liðnum.

Ef við þurfum hvort er eð að berjast næstu árin, ætli það sé ekki raunhæfari stefna að halda í krónugreyið, leyfa henni að rokka svolítið með þeim kostum og göllum sem því fylgir.

Nota þessi ár frekar til að efla nýsköpun í atvinnulífinu.

Selja eitthvað af ódýrri orku til Íslensks iðnaðar, garðyrkjubænda og sprotafyrirtækja i stað úreltra álvera.

Kannski nota eitthvað af álinu, sem nú fæst tiltölulega ódýrt, og framleiða eitthvað nýtilegt úr því, í stað þess að flytja úr landi þar sem megnið af málminum er notað í framleiðslu á einnota drykkjarumbúðum. (Þetta með álið og flugvélaiðnaðinn er að verða gömul þjóðsaga).

 Munið X-L lista fullveldissinna í komandi kosningum


mbl.is Evran er ekki töfralausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn Ísleifur minn og innilega til hamingju með frúna.  Stærðarinnar knús til ykkar og eigið góðan og skemmtilegan dag.

Kveðja héðan frá Stjörnusteini.

Ía Jóhannsdóttir, 27.3.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband