Við munum halda baráttu okkar fyrir fullveldinu og öðrum stefnumálum áfram þó ekki verði það úr þingsæti að þessu sinni.
Góðir pistlar hjá Jóni Vali um óréttlæti kosningalaga og hálstak flokksræðisins á réttlætinu:
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/
Stjórnmál og samfélag | 5.4.2009 | 02:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég sé fram á að þurfa að skila auðu í kosningunum í vor.
Mér hugnast ekki VG vegna skattastefnu vinstri manna og treysti því ekki að þeir semji ekki við ESB.
Samfylkingin og Borgaraflokkurinn er of hallir undir ESB
Frjálslyndir hafa ekki rekið af sér rasista stimpilinn.
Sjálfstæðisflokkurinn á sök á efnahagshruninu ásamt Framsókn og Samfylkingu.
Ég vona að þeir sem hafa stutt L -lista fullveldissinna muni gera það áfram því það kemur dagur eftir þennan dag og baráttan heldur áfram, fullveldi þjóðarinnar er enn í hættu.
Stjórnmál og samfélag | 3.4.2009 | 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
L -listi fullveldissinna er alfarið á móti ESB aðild eins og áður hefur komið fram í málflutningi okkar sem styðjum L -listann.
Hitt er svo annað mál að við erum ekki á móti lýðræðinu, þannig ef svo illa kynni að fara að farið verði út í aðildarviðræður viljum við að kosið sé um málið og að aukinn meirihluta atkvæða þurfi til að kasta sjálfræði þjóðarinnar fyrir róða. það þarf að búa svo um hnútana að 2/3 atkvæða eða helst 3/4 samþykki aðild til að fullveldinu verði fleygt til Brüssel.
Það hefur sýnt sig hjá öðrum þjóðum að ESB sinnar heimta að kosið sé aftur og aftur þar til þeir hafa náð sínum markmiðum fram.
X-L á móti ESB aðild
Stjórnmál og samfélag | 30.3.2009 | 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samfylking og ýmsir innan raða íhaldsins vilja aðild að ESB og upptöku Evru og halda það vera einhverja töfralausn.
Það þarf enginn að velkjast í vafa um að það tekur sennilega 4 til 5 ár að komast inn í ESB og að síðan þarf að leggja hart að þjóðinni næstu 3 - 5 árin þar á eftir til að fá leyfi Brüssel stjórnarinnar til að taka Evruna upp sem gjaldmiðil.
Allt þetta að því gefnu að ESB og Evran verði ennþá til að átta til tíu árum liðnum.
Ef við þurfum hvort er eð að berjast næstu árin, ætli það sé ekki raunhæfari stefna að halda í krónugreyið, leyfa henni að rokka svolítið með þeim kostum og göllum sem því fylgir.
Nota þessi ár frekar til að efla nýsköpun í atvinnulífinu.
Selja eitthvað af ódýrri orku til Íslensks iðnaðar, garðyrkjubænda og sprotafyrirtækja i stað úreltra álvera.
Kannski nota eitthvað af álinu, sem nú fæst tiltölulega ódýrt, og framleiða eitthvað nýtilegt úr því, í stað þess að flytja úr landi þar sem megnið af málminum er notað í framleiðslu á einnota drykkjarumbúðum. (Þetta með álið og flugvélaiðnaðinn er að verða gömul þjóðsaga).
Munið X-L lista fullveldissinna í komandi kosningum
Evran er ekki töfralausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.3.2009 | 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Faðir minn Gísli Guðmundur Ísleifsson hrl. lést í gærmorgunn að Kumbaravogi. Hann var að verða 83 ára.
Þeir sem muna þorskastríðin muna kannski eftir pabba en hann fékk oft það vanþakkláta hlutverk að verja Bretana sem náðist að taka í landhelgi.
Bloggar | 14.3.2009 | 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eru þessir viðskipta og sölumenn ekki með öllum mjalla?
Vita þeir ekki að það er til heimur utan ESB?
Er EES ekki nóg fyrir þá til að geta gert viðskipti við Evrópu?
Hvað með Kína og löndin í suðaustur Asíu, Ameríku frá Alaska og suður undir Tiera del Fuego, er ekki hægt að skipta við þessar þjóðir án milligöngu ESB? eða hvað??
Vilja halda í átt að Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.3.2009 | 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta er ekki rétt! L listinn vill samskipti við sem flest þjóðlönd, ekki bara ESB eða þau sem eru í náðinni hjá þeim í Brüssel.
http://l-listinn.blog.is/blog/l-listinn/entry/826066/
L listinn fagnar því hve Ísland hefur nú orðið á að skipa fjölþjóðlegu samfélagi, að hér geti í sátt og samlyndi rúmast fólk af öllum mögulegum kynþáttum, trúarbrögðum og kynheigð.
Við styðjum Félag Anti-Rasista og ÍFA - ìsland fyrir alla sem hvort tveggja má lesa um á Facebook
L listinn er fyrir alla Íslendinga hvert svo sem ætterni þeirra er og vonast til að sem flestir sjái sér hag í að styðja okkur til dáða.
Þeir sem hafa áhuga á að vinna með L-listanum er bent á að senda tölvupóst á frjalstframbod@gmail.com
er fyrir alla!
Bloggar | 11.3.2009 | 23:11 (breytt kl. 23:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú hefur bloggsíða L-listanns verið opnuð. Til að byrja með höfum við sett inn nokkrar greinar og færslur stuðningsfólks okkar. Hægt er að lesa nánar um listan með því að smella á um L-listann eða smámyndina af merki listans.
Slóðin er: http://l-listinn.blog.is/blog/l-listinn/
Bloggar | 11.3.2009 | 02:09 (breytt kl. 02:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
L -listinn er lokkandi
Með lausnir fyrr alla
Skýst á Alþing skokkandi
Spáný lög að malla
Bloggar | 11.3.2009 | 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fundi stuðningshóps L -listans á Súfistanum í kvöld var góður andi og sammælst um að koma jákvætt að hlutunum, finna lausnir og vinna þeim fylgi.
Ekki stóðst undirritaður þó mátið að tala um þvílík firra það væri hjá sumu fólki sem héldi því fram að ESB gæti einhverju bjargað um ástandið hér á landi.
1. Það tæki trúlega 3 til 4 ár að umsókn yrði samþykkt.
2. Eftir inngöngu í sambandið mætti líklega bíða annan eins tíma eftir að komast á Evru-spenann.
Sem sagt ESB bjargar engu enda Evran trúlega líka á leið í vaskinn.
Við L -listafólk munum leita lausna fyrir alla í nýju lýðræði sátta og samstöðu.
listinn vill lausnir fyrir alla!
Bloggar | 10.3.2009 | 01:01 (breytt kl. 12:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)