Í dag keypti ég bakka af stafafuru til að setja niður við Höfðabakka. Það mun vonandi smám saman hjálpa til við að fanga svifryk og minnka umferðarnið.
Ég er orðinn stein hissa á sinnuleysi borgaryfirvalda gagnvart hverfinu mínu. Uppivaðandi sóðaskapur hjá fyrirtækjum á höfðanum ofan við hverfið þar sem framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar og Vaka eru mestu sóðarnir, draslið fýkur frá framkvæmdasviði þegar vind hreyfir að einhverju ráði og þeir hjá Vöku hafa einhver tíma hent ónýtum vélapörtum yfir forljóta girðinguna þar sem draslið virðis eiga að liggja til eilífðarnóns.
Björgun er enn fyrir vestan hverfið með sína drullumengun og hávaða. Í fyrra byrjaði Björgun á að ýta upp hárri mön sem á hugsanlega að bjarga einhverju fyrir hverfið ef þeir sjá þá einhvern tíma sóma sinn í að klára fyrirbærið og rækta þar upp gras og trjágróður. Þangað til hún er kláruð er mön þessi bara enn eitt augnasárið sem feykir sandi og drullu yfir hverfið.
Umhverfismál | 20.5.2009 | 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við sem styðjum Samtök Fullveldissinna erum að vonum ánægð með það skref sem hefur verið tekið til að koma málefnum okkar á framfæri.
Ég skora á alla íslendinga að styðja þetta nýja stjórnmálaafl og berjast gegn því að landráðamenn selji þjóðina í ánauð Brüsselveldissins og ESB.
Sjá frétt í Sunnlendingi.is http://sunnlendingur.is/frettir/news_details/852
Stjórnmál og samfélag | 15.5.2009 | 16:02 (breytt kl. 16:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eru sossarnir búnir að semja um sölu fullveldis okkar til Brüssel.
Eigum við kannski að fá að kjósa um málið þar til 'rétt' niðurstaða fæst og við missum fullveldi okkar um alla framtíð.
Ef þjóðin gengur ESB á hönd verður nefnilega ekki aftur snúið og alþingismenn íslendinga geta bara farið heim til sín enda lög lands og þjóðar þá saminn í Brüssel.
Ný ríkisstjórn um næstu helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.5.2009 | 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eru vandræði heimilanna gleymast í þessu ESB kjaftæði.
ESB er SKRÍMSLI sem ber að varast og setja út af dagskrá.
Stjórnmál og samfélag | 27.4.2009 | 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Augljóst er eftir úrslit kosninganna í gær að ESB sinnar eru ráðandi afl á alþingi Íslendinga.
Allir sem eru uggandi um fullveldi þjóðarinnar þurfa nú að sameina krafta sína til að vinna gegn því að farið verð í aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Fari svo að þjóðinni verði boðið að sækja um aðild verður að vera klárt að aukinn meirihluta þurfi til að hægt verði að afsala sjálfstæði þjóðarinnar til Brüssel. Þetta myndi þýða að amk. 2/3 greiddra atkvæða yrðu að vera fylgjandi aðild til að af því geti orðið.
Ég skora á alla fullveldissinna, hvar í flokki sem þeir standa, til að sameinast í baráttunni fyrir áframhaldandi sjálfstæði þjóðarinnar og gegn því að vera sett undir skrifræði Brüsselveldissins.
Þarf skýrar línur um ESB aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.4.2009 | 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvers konar lýðræði er þetta sem við þurfum að búa við? Er mitt atkvæði eitthvað lélegra en þeirra sem búa úti á landsbyggðinni?
Hvers vegna geta ný framboð (eins og td. L -listi fullveldissinna) varla átt nokkurn möguleika á að bjóða fram, hvað þá að koma fólki á þing vegna ÓRÉTTLÁTRA KOSNINGALAGA?
Er ekki kominn tími til að stjórnarskráin og lög varðandi kosningar verði færð í betra horf í takt við kröfur fólksins?
Tvöfaldur munur á atkvæðavægi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.4.2009 | 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gleðilegt sumar allir þeir sem þetta lesa.
Á laugardaginn mætum við í kjörklefana og segjum okkar hug.
Að skila auðu er trúlega ávísun á vinstri stjórn V og S = ESB.
Notið atkvæðið ykkar og kjósið RÉTT !!
Stjórnmál og samfélag | 23.4.2009 | 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta kemur allt, fólk er smám saman að átta sig á ruglinu varðandi aðild að ESB.
Sjá: http://www.heimssyn.is/frettir/nr/387/ ---- batnandi fólki er best að lifa.
Áfram fullveldissinnar !
Stjórnmál og samfélag | 13.4.2009 | 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það virðist enginn geta tekið ábyrgð á hugsanlegri mútuþægni Sjálfstæðisflokksins og annarra af stærri flokkunum, nema sá sem hefur engu að tapa.
Geir Haarde hefur breitt bak, þrátt fyrir veikindin, gangi honum allt í haginn.
Hinir stóru flokkarnir B og S eru í sömu súpunni og D listinn og fá ekki mitt atkvæði.
VG er ekki treystandi gagnvart ESB og fá ekki mitt atkvæði
Ég skora á alla að landsmenn að sniðganga B, D, S, og V lista í komandi kosningum.
Stóru flokkarnir eru líka þeir sem hafa búið svo um hnútana að L -listi fullveldissinna hafði ekki tök á að bjóða fram í komandi kosningum vegna ólýðræðislegra laga og reglna í kosningalögum.
Kjósið Frjálslynda eða skilið auðu, þetta eru einu valkostirnir í vorkosningunum.
Stjórnmál og samfélag | 10.4.2009 | 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vegna búsetu minnar í Bryggjuhverfinu í Reykjavík hef ég áhyggjur af sóðaskap fyrirtækja umhverfis þetta annars ágæta hverfi.
Það fyrirtæki sem ætti kannski að vera til fyrirmyndar í snyrtimennsku er Þjónustumiðstöðin Stórhöfða 9 sem er á vegum Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar. En því er nú aldeilis ekki þannig varið, á meðan önnur fyrirtæki á hlíðarbrúninni ofan hverfis og jafnvel Björgun ehf. hafa sýnt einhverja tilburði við að laga til í kring um sig hefur sóðaskapurinn frá Framkvæmda- og eignasviði borgarinnar aukist ef eitthvað er. Drasli, sem síðan fellur eða fýkur niður hlíðina, er staflað á hlíðarbrúnina og ekki hirt um að hirða það upp aftur. Þetta er illþolanlegt fyrir okkur sem þurfum að hafa sóðaskapinn fyrir augunum.
Reykjavíkurborg hefur ekki haft manndóm til að gera þarna nokkrar umbætur þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar af hálfu Bryggjuráðsins og meðlima þess (sjá: http://www.bryggjuhverfi.net og http://www.bryggjuhverfi.net/hryllingsmyndir/ )
Í dag tók ég meðfylgjandi mynd út af stofusvölunum hjá mér þar sem má ef vel er að gáð markastafla á hlíðarbrúninni, eitt mark ofan í brekkunni, umferðarkeilur og annað rusl, ættað beint frá Framkvæmda- og eignasviði borgarinnar.
Stjórnmál og samfélag | 5.4.2009 | 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)