Ég er sáttur við ákvörðun forseta Íslands.

Ég er sáttur við ákvörðun forseta Íslands.
Nú ríður á fyrir Ísendinga að sameinast um að fella þetta Icesave frumvarp, komi til þjóðaratkvæðagreiðslu, og skapa okkur þannig sterka stöðu til frekari samninga við Breska og Hollenska viðmælendur okkar þannig að hægt verði að standa við skuldbindingar þjóðarinnar án þess að stefna fullveldi þjóðarinnar, auðlindum hennar og framtíð barna okkar í þá hættu að vera um ókomna framtíð þrælar Evrópskra nýlenduvelda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég tek undir þessa færslu Ísleifur og vil bæta við, að nú er mikilvægt að nota komandi vikur vel til að kynna málstað þjóðarinnar erlendis. Ekki er hægt að vænta þess að Icesave-stjórnin sinni þeirri skyldu og því verðu almenningur að vinna verkið.

Til hamingju með daginn !

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.1.2010 kl. 14:02

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gleðlilegt ár Ísleifur Gíslason.

Júlíus Björnsson, 5.1.2010 kl. 14:05

3 Smámynd: Elle_

Og ég tek undir pistilinn, Ísleifur.  Við verðum að vinna verkið og vonandi fáum við stuðning stjórnarandstöðunnar líka.   Gleðilegan dag og ár og til hamingju með forsetann sem studdi lýðræðið. 

Elle_, 5.1.2010 kl. 15:51

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég er þér hjartanlega sammála Ísleifur..... Gleðileg ár.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 5.1.2010 kl. 17:31

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég tek ekki undir þetta hjá þér Ísleifur minn.  Það fer um mig hrollur, kuldahrollur sver það...............  sé ekki ljósan punkt í þessu bulli hjá stóreignabóndanum.

Ía Jóhannsdóttir, 6.1.2010 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband