Færsluflokkur: Bloggar

Ein leið til að spara

Með forritinu frá NetTelephone getur þú hringt um allan heim með fullkomnum gæðum eða sent SMS í farsíma hvar í heimi sem er.

Sjá Nánar á http://www.netsimtal.is/


NetTelephone.com er meðal annarra í eigu nokkurra íslendinga þannig að kannski skolar einhverjum dollurum hér á land.


Erlendu lánin og líeyrissjóðirnir

Ríkisstjórnin virðist hafa gleypt við væli stjórnenda lífeyrssjóðanna og annarra lánastofnana um að ekki megi skerða kjör þeirra. En sama ríkistjórn daufheyrist við neyðarkalli þeirra sem sjá lán sin vaxa sér og eignum sínum yfir höfuð, þeir tala um að leigja okkur eignir okkar aftur þegar þeir hafa hjálpað þessum stofnunum sem eru NB. í eigu okkar, almennings i landinu, við að taka þær af okkur.

Það verður fróðlegt að sjá upplitið á þessum lánastofnunum þegar þær eignast verðlausar húseignir og við sem áður héldum okkur eiga þær förum af landi brott en sættum okkur ekki við að þurfa að leigja hjá lánadrottnum sem engu vægja.

Ætli það væri ekki nær fyrir stjórnvöld sem hafa með aðgerðaleysi sínu skuldsett alla þjóðina að verja einhverju af betlifénu frá IMF og svokölluðum vinaþjóðum til að frysta eða afnema með öllu verðtryggingu lána frá 1. september eða fyrr og gefa 'aumingja' lánastofnununum eitthvað af fyrrnefndu betlifé til að bæta þeim skaðann þannig að þær geti haldið áfram að lána hinum ýmsu eignarhaldsfélögum aura til að kaupa fyrirtæki sem hafa náð að fá sínar skuldir afskrifaðar af sömu lánastofnunum.


mbl.is Verðtryggingin verði fryst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að gefa þessum peningastofnum frítt spil til að taka af okkur húsaskjólið?

Hvaða gagn á það að gera okkur þessum venjulegu skuldurum sem erum með íbúðirnar veðsettar fyrir íbúðarlánum og ef til vill 1 eða 2 öðrum lánum í þágu barna okkar vegna námslána og þess háttar, að fresta verðbótum um x langan tíma.
Hvað svo? Eftir að fresturinn rennur út hefur eignin lækkað í verði um helming eða meira á meðan lansupphæðin tvöfldast á 2 til 6 árum í óðaverðbólgunni.
Eru bankarnir og lífeyrisjóðirnir eitthvað bættari með að geta þá leyst til sín verðlausar og yfirveðsettar eignir okkar?
Það á að vera krafa frá öllum launþegum og samtökum launþega að verðbætur verði afnumdar með öllu afturvirkt til 1. sepember 2008, þar til efnahagslífið á landinu hefur jafnað sig á hruninu og verðbólga hefur komist niður fyrir hið margumtalaða verðbólgumarkmið hins ónýta seðlabanka okkar.
Maður heyrir forkólfa ASÍ og annarra sem telja sig eiga lífeyrissjóðina og aðra peningastofnanir væla um að ekki megi skerða þeirra afkomu.
Ég spyr!
Hverjir eiga aurana sem þeir hanga á, eru það ekki við, þegnar í þessu landi, sem höfum lagt peningna til af okkar vinnu í árabil?

Sjá líka: http://mariakr.blog.is/blog/mariakr/


Var Árni kannski sá eini?

Var Árni Matt kannski sá eini í ríkisstjórninni sem skildi Davíð eins og við flest hinna. Hann hefur þá náttúrulega komið því á framfæri við Darling með sínum alkunna hroka.
mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur ríkistjórnin afbrygðileg skilningarvit.

Ég hlustaði með athygli á Davíð Oddson í fyrradag og gat ekki skilið orð hans öðruvísi en að hann (seðlabankinn) myndu sjá til þess að Ísland og íslensku bankarnir myndu lifa áfram á kostnað erlendra fyritækja í eigu bankanna, þar með talið inneignir í þeim bönkum sem íslensku bankarnir höfðu eignað sér erlendis.

Norræna húsið og heynaskertir

Ég fó í Norræna húsið á menningarnótt til að heyra um 'Torg í borg' þar sem dóttir mín var ein af panel gestum. Því miður fór það svo að umræðan fór að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá mér þar sem ég er alvarlega heyrnarskertur og ekki virðist vera gert ráð fyrir svoleiðis gestum í ráðstefnusal.

Mér finnst þetta frekar lélegt í svo merkilegu húsi sem Norræna húsið ku vera og þetta á að vera vandræðalaust að lagfæra með því að tengja hljóðnema í kerfi sem skilar svokallaðri T bylgju út í hátalarana þar sem þeir sem eru með heyrnartæki geta stillt þau til að taka við þessari útsendingu og breyta í heyranleg hljóð fyrir viðkomandi. Svona kerfi er t.d. í flestum kirkjum hér á höfuðborgarsvæðinu og öðrum samkomustöðum.

Ég fékk þó staðfest það álit mitt að ekki eru nein torg í Reykjavík nema ef vera skildi Austurvöllur.


Dagverðarneskirkja í óhirðu

Ég var á ferð um Fellsströnd með Arndísi konunni minni síðustu helgi og var bent á að renna niður Dagverðarnes því það væri sérstakt yfir að líta og að við hefðum máske gaman af að skoða kirkjuna þar.

Mikið rétt, nesið og fuglalífið var gaman að skoða eins og margt annað á þessum slóðum. En ósköp fannst mér þjóðkirkja flestra íslendinga setja niður þegar kom að kirkjunni litlu og garðinum við hana. Kirkjan sjálf í niðurníðslu (sjá myndir), einfalt gler meira og minna laust í gluggum, trékrossinn á mæninum að grotna i sundur og garðurinn í algjörri niðurníðslu utan eitt leiði sem eitthvað virðist vera hugsað um af aðstandendum hinna látnu.

Mér skilst að enn sé stöku sinnum messað í þessari litlu kirkju og að hún og garðurinn teljist helg, en á bágt með að skilja hvers vegna þetta ríka þjóðkirkjubákn getur ekki tekið ögn af sjóðum sínum til að sína þessum gamla sögustað dálitla virðingu.IG011111IG011112


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband