Ætlar þessi vinstristjórn að drepa niður allt framtak og sjálfsbjargarviðleitni landsmanna?
Úr frétt MBL:
"Nú hefur þegar átt sér stað veruleg aðlögun hjá heimilum og fyrirtækjum sem sést best á verulegum samdrætti í einkaneyslu, hruni í fjárfestingu einkaaðila, auknum gjaldþrotum fyrirtækja og lækkandi launum á almennum vinnumarkaði. Hið opinbera verður að taka þátt með sama hætti."
Já þeir ætla að taka á þessu með sama hætti, sem sagt setja fleiri fyrirtæki í þrot með skatttöku og hávöxtum.
Taka fyrir alla einkaneyslu almennings með sama hætti, með ofurskatttöku og ofurvöxtum á öll lán.
Ef einhver atvinnurekstur verður enn til á landinu, nái þetta fram að ganga, ja þá verð ég hissa.
Kannski fáum við bara öll vinnu hjá skattmann við að kreista lífið hvert úr öðru.
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave - NEI við AGS
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Skattastefnu stjórnvalda harðlega mótmælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Kjaramál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | 1.10.2009 | 20:39 (breytt kl. 20:43) | Facebook
Athugasemdir
Það gengur bara vel hjá Steingrími. Að ári tekur hann upp titilinn: Castro norðursins !
Loftur Altice Þorsteinsson, 1.10.2009 kl. 21:08
Við viljum auðvitað burt með .þessa vinstri villu strax ekki bíða meira skipsbrot en orðið er,að ári of seint/ Kveðja /Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 1.10.2009 kl. 21:26
"Kannski fáum við bara öll vinnu hjá skattmann við að kreista lífið hvert úr öðru."
Já, hví ekki, mun verða eina vinnutækifærið.
Elle_, 1.10.2009 kl. 21:47
Heill og sæll; Ísleifur - sem og, þið önnur, hér á síðu !
Það er alveg ljóst; að með núverandi stjórnarfari, mun byggð eyðast, smám saman, hér á landi, nema,...... borgríkið Reykjavík, fengi að tóra um sinn, með styrkja ölmusu ESB, álpuðust Íslendingar þar inn, á annað borð.
Loftur og Halli gamli !
Hygg; að þið skylduð ekki gera ykkur, neinar vonir, um endurkomu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokka, að landstjórninni. Þeir eru búnir; að valda nógu miklu tjóni - þó svo; kratar og Kommúnistar drösluðust frá, hið fyrsta, sem fyllsta þörf er á.
Utanþingsstjórn; er eina veika vonin, úr þessu, sýnist mér, gott fólk.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, og áður /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 01:17
Á þetta vinstra lið að vera til frambúðar.?.... mig hryllir við.
Ég horfði á Steingrím J. í Kastljósinu í gærkvöldi og setti bara puttana í krossog bað alla heilaga vætti að bjarga Íslensku þjóðinni. Ekki þetta vinstra liðí framlínuna og til að taka ákvarðanir, þjóðstjórn strax áður en þau gera meiri vitleysur á okkar kostnað.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 2.10.2009 kl. 07:40
Sóldís enga þjóðstjórn! Málið er að það er verið að ýja að því sem Davíð stakk upp á fyrir ári með Þjóðstjórn. Ég skil ekki alveg tilganginn með því. Væru Sjálfstæðismenn tilbúnir að taka þátt í þjóðstjórn allra flokka þegar að þessi stjórn fellur? Eða er þetta ekki bara blekking og þeim langar í stjórn með Framsókn?
Hinsvegar eftir það sem á hefur gengið finnst mér að næst ætti að leggja valkosti fyrir þjóðina:
Utanþingsstjórn,
á móti
Þjóðsstjórn
Mér finnst það sjálfsagt eftir það sem á undan er gengið í þjóðfélaginu!
Hinsvegar yrði Utanþingsstjórn að vera tilbúin að berjast fyrir almenning og þá með einhver raunveruleg atriði um þjóðfélagslegar úrbætur!
Guðni Karl Harðarson, 2.10.2009 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.