Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Stjórnarskráin okkar er í sjálfu sér ágætis plagg svo langt sem hún nær en stærsti gallinn við hana að mínu mati er að ENGIN VIÐURLÖG ERU VIÐ STJÓRNARSKRÁRBROTUM enda er hún ítrekað brotin af öllum geirum hins fjórskipta valds sem er Forsetavald, Löggjafavald, Framkvæmdavald og Dómsvald.
Brot á 10. grein: (10. gr. Forsetinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frumrit. Geymir Alþingi annað, en þjóðskjalasafnið hitt.)
Samkvæmt þessu ætti forseti ALDREI að samþykkja lög sem brjóta ákvæði stjórnarskrár.
Brot á 47. grein: (47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna
1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild.)
Samkvæmt þessu ætti Alþingismaður ALDREI að bera fram eða standa að samþykkt frumvarps sem brýtur gegn ákvæðum stjórnarskrár.
Brot á 48. grein: (48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.)
Þarna hefur ítrekað sannast að alþingismenn hlýða frekar flokksaga eða áherslum þeirra sem hafa hjálpað þeim að ná kjöri en samvisku sinni og betri vitund.
Brot á 61. grein: (61. gr. Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra, nema þegar svo stendur á, að verið er að koma nýrri skipun á dómstólana. [Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum.]1))
Þarna verður oft misbrestur á og það gleymist eða er hundsað að Stjórnarskrá Lýðveldisins er ÆÐRI örðum lögum.
Brot á 72. grein: (72. gr. [Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.]1))
Þarna er sífellt brotið brotið gegn almenningi í þágu lánastofnanna og Almannatrygginga Ríkisins. Dómendur og ríkisvaldið hundsa stjórnarskrárvarinn rétt borgaranna.
Brot á 76. grein: (76. gr. [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.]1))
Á Íslandi er stunduð blygðunarlaus fátækravæðing sem bitnar af miklum þunga á láglaunafólki og börnum þess. Bitnar af miklum þunga á eftirlaunafólki og öryrkjum sem er haldið við hungurmörk af stjórnvöldum sem vísvitandi kjósa að brjóta á mannréttindum borgaranna.
Listi þessi er ekki tæmandi enda SÁ SEM ÞETTA SKRIFAR EKKI LÖGLÆRÐUR eins og ýmsir þeirra eru sem velja að brjóta á fólki.
Stjórnmál og samfélag | 27.7.2016 | 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hægan hægan, vopnin eru ekki byssur, sverð né spjót. Vopn Gráa hersins er mikið betra, það er orðið og beittir pennar sem setja orðin á blað eða birta á netinu.
Í Gráa hernum er fólk úr öllum flokkum og því teljast þessi hápólitisku samtök vera ópólitisk, en öll barátta fyrir mannréttindum og bættum kjörum er stjórnmálabarátta hvað sem hver segir.
Engin áform eru hjá Gráa hernum að stofna stjórnmálaflokk en minnt er á að hér á landi eru hátt í 40.000 atkvæði innan raða aldraðra og eflaust mikið fleiri ef velunnarar, ættingjar og vinir ljá okkur lið.
Í gær (9. Apríl 2016) var haldin stofnfundur Gráa hersins í húsakynnum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágenni (FEB) að Stangarhyl 4. Á fundinum var fullt út úr dyrum og langt í frá að allir fengju stóla til að tylla sér á.
Á fundinum var kynnt stefnuyfirlýsin Gráa hersins sem fólk getur kynnt sér hér: https://www.facebook.com/graiherinn/posts/1525786771059498?fref=nf
einnig voru fluttar nokkrar stuttar ræður og kom meðal annars fram mikil gagnrýni á að talað sé um fólk á eftirlaunum sem lífeyrisþega eins og við séum að þiggja einhverja ölmusu af hendi ríkisins. Staðreyndin er nefnilega sú að eldri borgarar eru búnir að leggja í sjóði ríkisins og lífeyrissjóða verkalýðsfélaganna á langri starfsæfi og fá nú sín elli eða eftirlaun greidd úr þessum sjóðum.
Einnig var talað um mikla og óeigingjarna elju Björgvins Guðmundssonar við að vekja athygli að vanda aldraðra og fékk hann dynjandi lofaklapp frá öllum viðstöddum, færslur hans má sjá nær daglega á Facebook og blogginu hans sem má finna hér: http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/entry/2170140/?fb=1
Það er líka skammarlegt hvernig stjórnvöld hafa árum saman forsmáð afa sína og ömmur, pabba og mömmur og má þar nefna skjaldborgina frægu sem átti að slá upp heimilunum til varnar en var svo reist utan um banka og fjármálakerfið. Ekki skulum við heldur gleyma loforðum núverandi stjórnarflokka um bætt kjör og afnám skerðinga Trygginarstofnunar ríkisins (bréfið hans Bjarna Ben), afnámi verðtrygginga og þak á okurvexti lánastofnana sem Framsókn lofaði.
Það virðist vera sama hvaða flokkur er við völd að það er engu líkara en það sé sérstök vinna lögð í það að halda öldruðum við hungurmörk. Svo ef einhver reynir að afla sér smá aukatekna til að eiga kannski fyrir leikhúsferð eða afmælisgjöf handa barnabarni þá er byrjað á að skattleggja sporsluna í botn og á eftir kemur hið opinbera og skerðir eftirlaunagreiðslur og tekur af fríðindi eins og td. lægri fasteignagjöld þannig maður er í raun ver settur en þó maður hefði bara haldið sig heima og sparað ferðagjöld og annan kostnað sem hlýst af því að sækja vinnu.
Eins og sjá má er full ástæða fyrir eldriborgara og ástvini þeirra að ganga til liðs við Gráa herinn og efla hann til dáða í þeirri baráttu sem framundan er. Rétt er að geta þess að allir félagsmenn FEB eru sjálfkrafa í Gráa hernum en hver sem er á landinu getur skráð sig í liðið sér að kostnaðarlausu með því að fara inn á netsíðu hjá FEB ( http://feb.is/grai-herinn/ ).
Munið að við eldri borgarar landsins hvar í flokki sem við stöndum getum verið gríðarlega mikið afl ef við stöndum saman og beitum okkur í ræðu, riti OG við kjörkassana!
Stjórnmál og samfélag | 10.4.2016 | 00:38 (breytt kl. 00:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrirsögn á forsíðu maíheftis National Geographic Magazine: þetta barn mun lifa í 120 ár..
Sé þetta rétt spá sem gilda muni fyrir börn okkar hér í hinum vestræna heimi þá er það á hreinu að lífeyrissjóðir eins og þeir sem við borgum í hér eru algjörlega vanbúnir að standa við skuldbindingar sínar.
Þjóðfélag okkar mun heldur ekki eiga neina möguleika á að ala önn fyrir þorra fólks í 50 ár, það er frá sjötugu til æviloka.
Eitthvað verður að gera einhverju að breyta!
Hættum að ljúga að sjálfum okkur hvað við búum við fínt kerfi og lokum lífeyrissjóðunum, þjóðnýtum þá og setjum eignir þeirra í sameiginlegan sjóð almannatrygginga.
Látum ekki forsprakka verkalýðshreyfingarinnar sísla lengur með okkar fé á okkar kostnað enda hefur það sýnt sig að þeir eru ófærir um það þó að þeir séu á ofurlaunum við og mati kannski helst eiginn krók.
http://s.ngm.com/2013/05/table-of-contents/may-2013-ngm-cover-360-placeholder.jpg
http://ngm.nationalgeographic.com/2013/05/longevity/hall-text
Stjórnmál og samfélag | 16.5.2013 | 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í helgarpistli sínum 18-20 mars líkir Jónas Haraldsson ástandinu hér við hamfarirnar við Japan, Haíti og New Orleans.
Ástandið hér er þó af mannavöldum og óvíst hve margir hafa látið líf sitt vegna þess. það er þó nokkuð víst að einhver líf hafa glatast undir aurskriðu atvinnuleysis, verðbólgu og stökkbreyttra lána.
Stærsti munurinn á þessum manngerðu hamförum hér á landi og þeim sem hafa orðið af völdum náttúrunnar úti í heimi er að stjórnvöld þar gera það sem í þeirra valdi stendur til að bæta ástand þegna sinna og fá jafnvel til þess aðstoð annarra þjóða þar með talið okkar ágætu þjóð.
En gagnvart hinum manngerðu hamförunum hér sem sífellt kaffæra fleiri fyrirtæki, fjölskyldur og einstaklinga ríkir algjört sinnuleysi stjórnvalda sem virðast ekki sjá neinn vanda nema hjá góðvinum sínum bönkunum og öðrum fjármagnseigendum.
Stjórnmál og samfélag | 26.3.2011 | 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óheimilt er að semja um eða ákveða lægri útborguð laun eða bætur en sem nemur lágmarksframfærslu.
Lágmarksframfærsla skal vera reiknuð út samkvæmt viðurkenndum stöðlum þar sem tekið er tillit til kostnaðar við fæði, klæði, húsnæði, lyfja, veikinda, afþreyingar, samgangna, vaxta/verðbóta og annars í almennum neysluvenjum Íslendinga.
Bót vill bætt samfélag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.10.2010 | 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hver getur lifað MANNSÆMANDI LÍFI á þessum launum og borgað fyrir húsnæði, fæði, samgöngur, afþreyingu, lyf og svo framvegis ??
Efling: Byrjunarlaun 157.752 á mánuði fyrir skatta og gjöld
VR: Byrjunarlaun 162.450 á mánuði fyrir skatta og gjöld
Útlendingastofnun: Lágmarksframfærsla einstaklings er 125.540 kr. á mánuði en 200.864 fyrir hjón
Vinnumálastofnun: um það bil 1...50.000 á mánuði (fyrir skatt)
Atvinnuleysisbætur að frádregnum skatti og lífeyrissjóði 137.104
Örorkubætur til einstaklings eftir skatt u.þ.b. 157.000
Ellilífeyrir til einstaklings eftir skatt u.þ.b. 150.000
Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til einstaklings eftir skatt 123.019
---------
Ég birti hér örfá svör nafnlaust:
Svar 1: Að vísu get ég lifað á slíkum launum, en efast reyndar að margir fleiri geti það. Ég skulda um 40 milljónir í húsnæðislán sem ég hætti að borga fyrir ári síðan. Ég vék einhliða lánasamningum til hliðar þar sem bankarnir vildu láta mig borga u.þ.b. 20 milljónir til viðbótar. Ég byrja aftur að borga þegar þjófarnir hafa leiðrétt lánin.
Svo kaupi ég mjög sjaldan mat, enda hægt að finna nóg af heilum og góðum mat í ruslagámum stórmarkaðanna. Þá lifi ég þröngt og leigi út hluta af mínu húsnæði. Lyf nota ég ekki og mun ekki nota. Almennt eru útgjöld mín fremur lág. Þessi lífstíll þykir e.t.v. ekki mannsæmandi, en ég hef vanist honum og er sáttur. Passið bara að Pétur Blöndal frétti ekki af þessu!
Svar 2: ég lifi á 20 þúsund á mánuði þegar búið er að draga af mér það sem þarf að borga...ég var gerður gjaldþrota 20 ára af hrunflokks lögmönnum á ísafirði annar er kominn suður og er orðinn hæstaréttarlögmaður bara pólitísk spilling.. að lögmenn geti tekið og eingast fé annarra með því að gera þá gjaldþrota svo safnar þetta vöxtum
Svar 3: Það hafa flestir sína (sorgarsögu) að segja ég kýs að segja ekki mína hér en samt Nei þetta er að ganga illa upp. Og/en þeir sem skammta okkur þessi kjör eru í á öðrum klassa/launum sem hverjir borga?
Svar 4: Ísleifur það getur enginn lifað af svona launum, vonleysi, þreyta og uppgjöf er í fólki. Umönnunar og fólk í heilbrigðisgeiranum vinnur undir öryggismörkum ekki er kallað út fólk ef veikindi eru heldur er endalaust unnið við hrikaleg vinnuálag. Þetta er fólkið t.d hjá Eflingu sem er með þessi laun...það er fólkið sem vinnur á bak við tjöldin á Hjúkrunarstofnunum
Svar 5 ég: Staðreyndin er að það má ekki rugga bátnum sem ASÍ situr í og Vilhjálmur Egilsson stýrir fyrir hönd SA.
------------
Ég sjálfur: Bót Aðgerðahópur um BÆTT samfélag vinnur að því að laga kjör bótaþega og láglaunafólks.
Kíkið inn hjá Bót og smellið á 'Like' takkann efst á síðunni.
http://www.facebook.com/?ref=home#!/group.php?gid=120279531356843&ref=ts
Stjórnmál og samfélag | 26.9.2010 | 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Krafan er að lágmarksframfærsla verði reiknuð og verði þannig að fólk geti lifað mannsæmandi lífi.
Spyrji maður eftir þessum útreikningi hjá opinberum stofnunum eða jafnvel hjá Neytendasamtökunum sjálfum er viðkvæðið að ekki sé sátt um málið.Er ekki komið að því að Neytendasamtökin höggvi á þennan hnút og taki málið í sínar hendur?
Á hinum norðurlöndunum er útgefin svokölluð lágmarksframfærsla og samtökunum ætti ekki að vera erfitt að fá uppgefna þá staðla sem þar eru notaðir við útreikningana og aðlaga að okkar lífsháttum. Síðan eiga samtökin, með sína reynslu af neyslumynstri þjóðarinnar, ekki að vera í neinum vandræðum með að reikna út hver er LÁGMARKSFRAMFÆRSLA Á EINSTAKLING OG / EÐA HJÓN eftir skatta og sundurliðað miðað við lágmarksþarfir á húsnæði, fæði, afþreyingu, samgöngur og svo framvegis.
Það getur vel farið svo að samtökin verði fyrir barðinu á einhverjum stjórnmála eða embættismanni verði þetta gert, en eru Neytendasamtökin ekki einmitt hugsuð til að vernda okkur og hjálpa í baráttunni við hina ýmsu og oft annarlegu hagsmuni sem neytendur þurfa að glíma við.
Tillögumaður: Ísleifur Gíslason, Kt: 140846-3419
*
Útlendingastofnun: Lágmarksframfærsla einstaklings er 125.540 kr. á mánuði en 200.864 fyrir hjón
Vinnumálastofnun: um það bil 150.000 á mánuði (fyrir skatt)
Atvinnuleysisbætur að frádregnum skatti og lífeyrissjóði 137.104
Örorkubætur til einstaklings eftir skatt u.þ.b. 157.000
Ellilífeyrir til einstaklings eftir skatt u.þ.b. 150.000
Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til einstaklings eftir skatt 123.019
Stjórnmál og samfélag | 24.9.2010 | 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég sótti þennan bækling em er hér neðst í þessari færslu á heimasíðu ESB (http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/key_documents/2007/understanding_enlargement_102007_en.pdf)
og breytti í MS-Word skjal. (PDF skjalið er viðhengi)
Ég biðst afsökunar á því að efnisyfirlit og blaðsíðutal hefur ruglast en þetta ætti samt að skiljast.
Með því að fara á þessa síðu: http://ec.europa.eu/enlargement/er hægt að finna frekari upplýsingar og þá ætti líka að verða ljóst hverjum heilvita manni að Ísland fær engar sérstakar ívilnanir varðandi fiskimið eða annað nema þá í mjög skamman tíma. Í þessu sambandi er ég sérstaklega að benda á 'The chapters of the Acquis' http://ec.europa.eu/enlargement/archives/enlargement_process/future_prospects/negotiations/eu10_bulgaria_romania/chapters/index_en.htmÞar segir ma.; "...And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable..." Einnig hér: http://ec.europa.eu/enlargement/glossary/terms/acquis_en.htm
Munð að fyrir eitt eilífðar smáblóm sem ætlar að lifa í þúsund ár er þriggja til sjö ára undanþága aðeins augnablik í tilverunni.
NEI við ESB - NEI við Icesave - BURT með IMF
________________________________________
During half a century, the European Union has pursued ever-deeper integration while taking in new members. Most of the time, the two processes took place in parallel. As a consequence, todays EU, with 27 Member States and a population of close to 500 million people, is much safer, more prosperous, stronger and more influential than the original European Economic Community of 50 years ago, with its 6 members and population of less than 200 million.
A growing membership has been part of the development of European integration right from the start. The debate about enlargement is as old as the EU itself. Every time the EU accepts new members, it changes. Thinking about what we might become forces us to think about what we are now, and what we want to be in the future.
The 2004 /2007 enlargement to countries from Central and Eastern Europe and the Mediterranean has proven a great success for the EU, although it has been used as a scapegoat for all sorts of social and economic problems in Europe. Actually, this last round of enlargement has expanded the area of peace, stability and democracy on our continent,and strengthened the European economy by enlarging markets, creating new business opportunities and bringing fast-growing economies into the single market. Now the EU is the worlds largest economic zone. The wider internal market and new economic opportunities have increased Europeans prosperity and competitiveness.
The democratically elected governments of the EU Member States, coming together in the European Council, have agreed that future enlargements will concern the countries already working towards EU membership -Croatia, the former Yugoslav Republic of Macedonia, Albania, Bosnia and Herzegovina, Montenegro, Serbia including Kosovo (under UN Security Council Resolution 1244) and Turkey. Membership will only happen when each one of them meets the necessary requirements. A gradual and carefully managed enlargement process creates a win-win situation for all countries concerned.
The purpose of this brochure is to explain, in a clear and concise way, what the EUs enlargement policy is about and how it is put into practice. It aims to give the reader an overview of how the EU has grown since its creation, where it stands today after having undergone its most important round of enlargement in 2004/2007, and what the perspective of accepting new members in the future is. Above all, this publication intends to respond to frequently asked questions like, Who decides? and How does an aspirant become a Member State?
I hope that reading this brochure will be both informative and easy, and that it will provide answers to your questions about EU enlargement.
Olli Rehn Member of the European Commission responsible for enlargement
A great deal of additional information on the European Union is available on the Internet. It can be accessed through the Europa server (http://europa.eu/). Information about the enlargement of the European Union can be found on the web site of the Directorate General for Enlargement (http://ec.europa.eu/enlargement/). Cataloguing data can be found at the end of this publication. ISBN 978-92-79-06636-8 European Commission, Directorate General for Enlargement, 2007 © European Communities 2007 Reproduction is authorised provided the source is acknowledged. Printed in Belgium
2
From 6 to 27 Member States ........................................................ 4
Who can join? ..............................................................6
Who decides? .........................................................8
The enlargement process at work: meeting the requirements ..................................... 9
Helping candidates preparing for membership ........................................................ 14
The future .......................................................... 16
Article 6 (1) of the Treaty of the European Union The Union is founded on the principles of liberty, democracy, respect for human rights and fundamental freedoms, and the rule of law, principles which are common to the Member States. Article 49 of the Treaty of the European Union Any European State which respects the principles set out in Article 6(1)may apply to become a member of the Union.
6
8
requirements
The chapters of the Acquis
1.1. Free movement of goods
Once the EU agrees a common position on each chapter of the acquis, and once the candidate accepts the EUs common position, negotiations on that chapter are closed but only provisionally. EU accession negotiations operate on the principle that nothing is agreed until everything is agreed, so definitive closure of chapters occurs only at the end of the entire negotiating process.
Reporting and monitoring
Monitoring continues until accession. This makes it possible to give additional guidance as countries assume the responsibilities of membership, and also guarantees to the current Member States that new entrants meet the conditions for accession.
Turkey 2006 Progress Report,
Chapter 25, Science and
Research
Turkeys research policy resulted in significant-
ly increased budgets for research and develop-
ment: nearly fivefold compared to 2002 levels.
New universities have been opened in 15 cities.
Improvements were also achieved in Turkeys sci-
ence and research capacities including its grad-
ually more successful participation in FP6 [the
6th Framework Programme]. Turkeys success
rate under FP6 improved and is now about 17%.
However, it is below the EU averages of about
20%. In terms of funding, Turkey was mostly
successful in obtaining small projects. However,
EU funding is not achieving its potential.
Taking into account actions that Turkey has tak-
en with respect to mobility of researchers, sci-
ence and society and 3% of GDP for Science
and Technology Action Plan measures, Turkey
is already well integrated into the European
Research Area.
A candidate countrys progress towards the EU depends on how well it implements reforms needed to fulfil the accession criteria. The EU provides support to the countries in their preparations for EU accession.
The candidate countries formal links to the EU may be established in different agreements. For example, Turkeys formal links with the EU are enshrined in an agreement first signed in 1963 (the Ankara Agreement), repeatedly updated since then, and in a Customs Union agreed in 1995. For the countries of the Western Balkans, a special process was established in 2000, called the Stabilization and Association Process (SAP). The SAP pursues three aims, namely stabilization and a swift transition to a market economy, the promotion of regional cooperation and the prospect of EU accession. It helps the countries of the region to build their capacity to adopt and implement European standards. In the framework of the SAP, the Union offers the countries of the Western Balkans trade concessions, contractual relations and economic and financial assistance. Since 1991, the EU has provided some 12 billion in assistance to the Western Balkans, some of the highest per capita assistance in the world. Candidate countries often need to carry out significant reforms to ensure that EU rules are not only adopted, but properly implemented too. They may have to set up new bodies, such as an independent competition authority, or a food-standards agency. Or they may need to restructure existing institutions: de-militarizing the police, upgrading environmental and nuclear-safety watchdogs, or giving prosecutors more autonomy in combating corruption. These reforms usually imply major investments in know-how and funds. The EU offers a wide range of complementary programmes and mechanisms to provide finance and technical assistance in carrying out these reforms. Aware of the challenges that reforms can present to citizens in candidate countries, the EU also promotes strategies to boost public understanding of the accession process, including dialogue between the EU countries and candidate countries at the level of civil society: trade unions, consumer associations and other non governmental organizations. An important aspect of the EUs assistance is strengthening institutional capacity, or institution building, by developing the structures or training the staff responsible for applying EU rules in the candidate country. Advice on implementing the acquis is often provided via Twinning arrangements, in which experts are seconded from EU Member States, or through short-termworkshops. Preparing countries for membership can also mean helping them to upgrade their infrastructure: building solid-waste disposal plants or improving transport networks. Candidate countries are allowed to participate in EU programmes, for example in the areas of public health or research, and may also receive grants and loans from international financial institutions. This experience allows candidate countries to learn how to handle the kind of funding they will be entitled to after accession, also helping to familiarize them with EU policies and instruments. The EU has created a new financing instrument to fund its assistance to countries on their way to membership, including a range of incentives and conditions to ensure the best use of EU money. This single Instrument for Pre-Accession Assistance (IPA), in force since 1 January 2007, is a simplification of the EUs previous wide range of support programmes, like Phare, CARDS or SAPARD. In particular, IPA will help strengthen democratic institutions and the rule of law, reform public administration, carry out economic reforms, promote respect for human as well as minority rights and gender equality, support the development of civil society and advance regional co-operation, and contribute to sustainable development and poverty reduction. For candidate countries, the additional objective is the adoption and implementation of the full requirements for membership. IPA will provide a total of 11,468 million at current prices over 20072013, with precise allocations decided year by year.
Former Yugoslav Republic of Macedonia Indicative Financial Framework for the Instrument for Pre-Accession Assistance until 2010 ( million, current prices) | ||||
2007 | 2008 | 2009 | 2010 | |
Turkey | 497.2 | 538.7 | 566.4 | 653.7 |
Croatia | 138.5 | 146.0 | 151.2 | 154.2 |
Former Yugoslav Republic of Macedonia | 58.5 | 70.2 | 81.8 | 92.3 |
Serbia | 186.7 | 190.9 | 194.8 | 198.7 |
Montenegro | 31.4 | 32.6 | 33.3 | 34.0 |
Kosovo | 68.3 | 64.7 | 66.1 | 67.3 |
Bosnia and Herzegovina | 62.1 | 74.8 | 89.1 | 106.0 |
Albania | 61.0 | 70.7 | 81.2 | 93.2 |
Total | 1260.2 | 1383.3 | 1480.4 | 1621.7 |
The future
Future enlargements will concern the countries of south-eastern Europe. It is in the best interest of all of Europe to promote democratic transformation in the Western Balkan countries and Turkey and to consolidate stability. In December 2006, the European Council renewed its consensus on enlargement. The EU has taken the concerns of its citizens about the pace of enlargement seriously. Enlargement policy is based on consolidation. This means that the EU honors existing commitments towards countries already in the process, but is cautious about assuming any new commitments. Rigorous conditionality is applied to all candidate and potential candidate countries. Their possible dates of accession depend on their progress with political and economic reforms as well as compliance with the EU body of laws. Each country will be judged on its own merits.
16 For enlargement to be a success, it is essential to secure the support of citizens both in the EU Member States and in the candidate and potential candidate countries. It is important to better communicate the successes and challenges of enlargement, in order to gain public support and make growing together a common project. The accession of Bulgaria and Romania in January 2007 completed the EUs fifth round of enlargement, which began in 2004 and increased the number of EU Member States from 15 to 27. There is no similar big enlargement wave ahead in the foreseeable future. The EU should continue to grow at a pace to be determined by its own citizens and the progress of candidate countries in fulfilling the requirements. The European Unions nature is dynamic. Much has been achieved in recent years, and the journey continues. The Union is committed to keeping the negotiations on track. In the process of integrating new members, together we will work towards increasing prosperity and security while enhancing solidarity.
Both the EU and the countries involved stand to benefit from the transforming power of the process leading to accession.
The History of the Process
1957 Belgium, France, Germany, Italy, Luxembourg and the Netherlands sign the Treaty of Rome and establish the European Economic Community (EEC).
1963 Ankara Agreement signed with Turkey.
1973 Denmark, Ireland and the United Kingdom join the EC.
1981 Greece joins the EC.
1986 Spain and Portugal join the EC.
1987 Turkey applies to join the EC.
1990 Following reunification of Germany, integration of the former German Democratic Republic.
1993 Copenhagen European Council agrees the accession criteria.
1995 Austria, Finland and Sweden join the EU.
Customs Union with Turkey.
1999 Helsinki European Council confirms Turkey as a candidate country.
2000 The Zagreb summit confirms full commitment to the Stabilisation and Association Process by countries in the Western Balkans.
2003 Croatia applies to join the EU.
The Thessaloniki summit reaffirms the EUs commitment to eventual integration into the Union of the countries of the Western Balkans.
2004 Cyprus, the Czech Republic, Estonia, Hungary, Latvia, Lithuania, Malta, Poland, Slovakia and Slovenia join the EU.
The former Yugoslav Republic of Macedonia applies to join the EU.
2005 Opening of accession negotiations with Turkey and Croatia.
Screening starts for Turkey and Croatia.
2006 Opening and provisional closure of the first chapter of negotiations with Croatia and Turkey.
2007 January: Bulgaria and Romania become EU Member States.
You will find more information on enlargement on the website of the Directorate General for Enlargement of the European Commission. http://ec.europa.eu/enlargement/
NI78-07-352-EN-C
Stjórnmál og samfélag | 29.8.2010 | 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig stendur á því að bóta og lífeyrisþegar standa ekki saman og mynda þannig sterkt afl gegn niðurskurði og skattheimtu stjórnvalda.
Gera aldraðir, svo dæmi sé tekið, sér grein fyrir því hvað þeir gætu myndað kröftugt afl stæðu þeir saman ásamt öðrum bóta og lífeyrisþegum og ynnu sem einn í stað þess að pukrast hver í sínu horni og skaða jafnvel hagsmuni hvers annars.
Skattmann og kompaní mættu þá fara að vara sig
LÁGMARKSFRAMFÆRSLA og fátækt á Íslandi, verður fundarefni á BORGARAFUNDI hjá BÓT - Ráðhúsi Reykjavíkur 8. sept. 2010 - kl. 20:00! BÓTVERJAR !!!
Bót, FaceBook hópur: http://www.facebook.com/isleifur.gislason?v=wall&story_fbid=142597465777247&ref=notif¬if_t=share_comment#!/group.php?gid=120279531356843&ref=mf
Stjórnmál og samfélag | 27.8.2010 | 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)