Mætum öll á Austurvöll 20. júní:
Mótmælafundur á Austurvelli 20. júní kl. 15:00.
Breiðfylking gegn ástandinu í þjóðfélaginu, ICESAVE-samningnum og aðgerðarleysi í málefnum heimilanna.
http://www.raddirfolksins.org/
Kjaramál | 18.6.2009 | 16:52 (breytt kl. 18:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftirfarandi kom fram í fréttum RÚV varðandi IceSlave samningana við Holland og reikna mætti með því að svipað væri upp á teningnum varðandi samskonar samning við Breta:
"að í samningnum sé ákvæði um að rísi ágreiningur um samninginn eða túlkun hans skuli úr honum leyst fyrir enskum dómsstólum. Þó geti Hollendingar farið fram á að málsókn verði höfðuð fyrir öðrum dómstólum.
Þá sé ákvæði um það, að standi Íslendingar ekki við samninginn geti Hollendingar gengið að eigum ríkissins, þó að því marki sem stjórnarskrá leyfir."
Ég hef áður bloggað um að IceSlave samningarnir myndu gefa ESB með BRETA í forystu tækifæri til að taka auðlyndir okkar eignarnámi og er það nú staðfest.
Ekkert mun verða heilagt þegar Evrópa leggur land vort undir sig og tekur brauðið úr munni komandi kynslóða. Hér liggur allt undir, orkan, fiskimiðin, landbúnaðurinn og sjálft ræktarlandið sem ásamt orkunni verður sífellt dýrmætara í hungruðum og orkufrekum heimi.
Ég á svo sem ekki von á að börnin okkar verði höggvin eins og Heródes ku hafa látið gera í Gyðingalandi forðum en mér kemur í hug setning sem ég las fyrir stuttu í góðri bók.
Matt: 2,18
Rödd heyrðist í Rama, harmakvein, beiskur grátur.
Mæður munu gráta börnin sín, landlaus og hungruð.
Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.6.2009 | 20:20 (breytt 18.6.2009 kl. 13:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Á þeim degi sem við íslendingar minnumst þjóðhetju okkar Jóns Sigurðssonar og fyrir framan styttu hans talaði Jóka kerling út um bæði munnvikin og sagði sitt með hvoru.
Um sjálfstæðisbaráttuna sagði Jóka kerling "Sú barátta heldur áfram og segja má að í dag." út um hitt munnvikið hvatti hún íslendinga til að samþykkja afsal sjálfstæðisins til Brüssel og ESB ásamt því að þjóðin samþykkti IceSlave samningana og yrði þar með á valdi ESB um ókomin ár!
Áfram Ísland-Ekkert ESB-Nei við samninum um IceSlave.
Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.6.2009 | 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ekki leikur neinn vafi á því í mínum huga hvað vakir fyrir Bretum og ESB með þessum nauðungarsamningum sem St. Jóka og skalla-Grímur hafa gengist undir fyrir hönd þjóðarinnar er til þess fallinn koma þjóðinni í algert þrot og ekki verði aðrir kostir eftir en að bjóða auðlindir okkar upp í skuld.
Þannig fær ESB Orkuveituna, fiskistofnana, Drekasvæðið og Landbúnaðinn fyrir lítið auk aðgangs að norðuríshafinu.
Ríkisstjórnin hefur tekið þjóðina í bólinu og boðið ESB að gamna sér að vild.
Hækkar um 37 milljarða árlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.6.2009 | 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það er alveg stórmerkilegt að við íslendingar aukum stuðning við ríkisstjórn sem vinnur leynt og ljóst í því að auka álögur á hinn almenna borgara með því meðal annars að hækka verð á vísitöluvörum og þjónustu.
Svo vinnur þessi sama stjórn hörðum höndum við að selja sjálfstæði þjóðarinnar til þriðja ríkis vrópubandalagssins.
Fussum-svei.
Stuðningur við stjórnina eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.6.2009 | 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Vonandi tekst að svæfa þetta ESB mál svefninum langa.
Þingsályktunartillaga Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er hér neðar, tekin af vef Alþingis:http://www.althingi.is/altext/137/s/pdf/0054.pdf
· Hvergi í þessu plaggi þeirra Sigmundar og Bjarna sést minnst á orkumál, að orkuauðlyndir verði eign þjóðarinnar til að nýta að eign geðþótta. En gæti það ekki verið orkan sem þeim í Brüssel fýsir mest að komast yfir.
1. Varðandi aðkomu þjóðarinnar að málinu er krafa Samtaka Fullveldissinna sú að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla.
2. Sú fyrri um hvort yfirleitt skuli sækja um ESB um aðild, þar mætti einfaldur meirihluti ráða.
3. Ef til þess kæmi og samningur lægi fyrir, þyrfti síðan að láta þjóðina kjósa um hvort hún samþykkti að láta fullveldið af hendi á grunvelli þess samnings og að 2/3 greiddra atkvæða yrðu að vera samþykk aðild til að hann tæki gildi.
· Það hlýtur að þurfa breytingu á stjórnarskrá og ný lög um þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að þjóðin hafi tækifæri til að tjá sig um þetta afdrifaríka mál.
________________________________________________________________
137. löggjafarþing 2009.Prentað upp. Þskj. 54 54. mál.Fyrirsögn.Tillaga til þingsályktunar
um undirbúning mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.
Flm.: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Árni Johnsen,
Ásbjörn Óttarsson, Birgir Ármannsson, Birkir Jón Jónsson,
Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir,
Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Steingrímsson,
Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson,
Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal,
Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson,
Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir.
Alþingi ályktar að fela utanríkismálanefnd Alþingis að undirbúa mögulega umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Nefndinni er falið eftirfarandi hlutverk:
1. Að setja saman greinargerð um mikilvægustu hagsmuni Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
2. Að vinna vegvísi að mögulegri aðildarumsókn sem taki til umfjöllunar öll álitamál varðandi upphaf aðildarviðræðna og hvernig að þeim skuli staðið, auk þess að fjalla um nauðsynlegar ráðstafanir í tengslum við staðfestingu mögulegs aðildarsamnings.
Nefndin ljúki framangreindum verkefnum sem allra fyrst og eigi síðar en 31. ágúst 2009. Greinargerð.
Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Tillagan er lögð fram á grundvelli samkomulags stjórnarflokkanna þess efnis að Alþingi skuli ákveða hvort lögð skuli fram aðildarumsókn, en um það er ekki eining í ríkisstjórn Íslands.
Flutningsmenn telja að með vönduðum málatilbúnaði megi stuðla að víðtækari sátt um málið í þjóðfélaginu en ríkisstjórn Íslands hefur lagt grunn að.
Að mati flutningsmanna vantar mikið upp á að lagður hafi verið fullnægjandi grundvöllur að aðildarumsókn á þessu stigi. Með þingsályktunartillögu þessari er lagt til að utanríkismálanefnd verði falið það hlutverk að tryggja að meginhagsmunir Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið hafi fengið fullnægjandi faglega umfjöllun áður en ákvörðun um aðildarumsókn er tekin.
Nauðsynlegt er, að mati flutningsmanna, að áður en afstaða er tekin til aðildarumsóknar verði að vera ákveðið með hvaða hætti viðræðum verður hrint af stað, hvernig þær fara fram og loks hvernig staðið verði að staðfestingu mögulegs samnings.
Við framangreinda vinnu má m.a. byggja á skýrslu nefndar um þróun Evrópumála sem lauk störfum í apríl 2009, en starfstími nefndarinnar varð styttri en til stóð vegna Alþingiskosninga. Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka auk hagsmunaaðila en í lokaorðum skýrslunnar, sem út kom í apríl 2009, segir m.a.:
,,Samhljómur er [
] meðal nefndarmanna um að nauðsynlegt sé að halda áfram umræðum um kosti og galla Evrópusambandsaðildar fyrir íslenskt samfélag á opinn og lýðræðislegan hátt.
Nefndin telur [
] að næsta ríkisstjórn ætti að leitast við að tryggja áframhaldandi umræðu um efni og málsmeðferð tengdum aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Með vísan til framanritaðs er ljóst að víðtæk samstaða var um það í nefnd um þróun Evrópumála að enn ætti eftir að vinna þó nokkra undirbúningsvinnu áður en aðildarumsókn yrði lögð fram.
Í niðurstöðum nefndarinnar skal gera grein fyrir mikilvægustu hagsmunum Íslands og helstu áhrifum aðildar fyrir íslenskt samfélag í víðu samhengi. Jafnframt að taka afstöðu til þess hvort það umboð sem Alþingi mögulega veitir til aðildarviðræðna skuli skilyrt með einhverjum hætti.
Í þessari vinnu skal m.a. huga sérstaklega að fullveldi þjóðarinnar, sjávarútvegshagsmunum, m.a. réttindum innan fiskveiðilögsögu Íslands og hlutdeildar í flökkustofnum ásamt áhrifum á fiskveiðistjórnun. Jafnframt skal huga að fæðuöryggi þjóðarinnar og sérstöðu íslensks landbúnaðar, stöðu íslenskrar þjóðmenningar og þjóðtungu og einhliða úrsagnarrétti þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. Þá verði fjallað um gerð stöðugleikasamnings við Evrópska seðlabankann til að tryggja stöðugt gengi krónunnar.
Vítækt samráð skal haft við hagsmunaaðila vegna þessarar vinnu.
Vegvísir vegna mögulegrar aðildarumsóknar skal fjalla um alla þá þætti sem taka þarf tillit til í tengslum við aðildarumsókn, svo sem:
- Aðkomu þjóðarinnar að aðildarumsókn og staðfestingu aðildarsamnings.
- Hvernig skipa skuli viðræðunefnd Íslands við Evrópusambandið.
- Með hvaða hætti eftirliti Alþingis og upplýsingagjöf til þess skuli háttað á meðan mögulegar aðildarviðræður standa.
- Hvernig staðið skuli að opinberum stuðningi við kynningu á niðurstöðum viðræðna við Evrópusambandið.
- Hvaða stjórnarskrárbreytingar séu nauðsynlegar í tengslum við inngöngu í Evrópusambandið og hvenær þær skuli gerðar.
- Áætlaðan kostnað vegna aðildarumsóknar.
- Þegar niðurstaða utanríkismálanefndar liggur fyrir er gert ráð fyrir að Alþingi ákveði næstu skref, þ.e. hvort gengið skuli til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða eftir atvikum hvort ákvörðun þar um skuli borin undir þjóðina í atkvæðagreiðslu.
Stjórnmál og samfélag | 28.5.2009 | 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Samtök fullveldissinna krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu
Fundur Samtaka fullveldissinna haldinn í Reykjavík 25. maí beinir því til Alþingis og ríkisstjórnar að þjóðin fái að taka afstöðu til aðildarumsóknar að ESB í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Samtök fullveldissinna telja að fyrirliggjandi þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn feli í sér svo afgerandi stefnubreytingu frá gildandi Stjórnarskrá lýðveldisins að ekki sé fært að stjórnvöld stígi slíkt skref án þess að þjóðin komi með beinum hætti að þeirri ákvörðun.
Þá vara Samtök fullveldissinna við þeim fyrirætlunum að senda sitjandi utanríkisráðherra á fund ESB með fjöregg og fullveldi þjóðar í farteskinu.
Greinargerð
Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur hafa allir á einhverjum tímapunkti haldið fram þeirri stefnu að bera ætti mögulega aðildarumsókn undir þjóðaratkvæði áður en ráðist yrði í að leggja aðildarumsókn fram. Þá hefur Borgarahreyfingin á stefnuskrá sinni að auka beint og milliliðalaust lýðræði.
Jafnfram er ljóst að um árabil hafa þeir sem harðastir eru gegn aðild að ESB barist gegn því að setja málið á dagskrá með þjóðaratkvæði um aðildarumsókn. Það réttlætir ekki að tillaga um aðildarumsókn skuli nú lögð fram án aðkomu þjóðarinnar.
Í því öngþveiti sem nú ríkir í íslenskum stjórnmálum hafa nokkrir af áköfustu ESB talsmönnum þjóðarinnar sætt því færi að halda fram nauðsyn þess að leggja aðildarumsókn fram í flýti en jafnvel þó leggja ætti umsókn fram á þessu ári er vel tími til að leyfa þjóðinni að segja hér álit sitt í almennri atkvæðagreiðslu. Raunar er vafamál að slík atkvæðagreiðsla taki lengri tíma en það annars tekur Alþingi að afgreiða þingsályktun um aðildarumsókn.
Þau rök að ekki gefist hér tími til að efna loforð um beint lýðræði í þessu veigamikla máli halda því ekki við nánari skoðun. Þá hafa komið fram þau rök að ekki liggi fyrir nægilegar upplýsingar til að þjóðin geti tekið afstöðu en slík rök hlytu þá jafnt að eiga við um atkvæðagreiðslu þá sem framundan er á hinu háttvirta Alþingi. Staðreyndir málsins eru að enginn getur greitt atkvæði með aðildarumsókn nema hjá hinum sama sé nokkur vilji til að Ísland renni saman við ESB og fyrir slíkri atkvæðagreiðslu liggja nægilegar upplýsingar.
Engin nauðsyn er að gefa kosningum um aðildarumsókn langan frest kosningabaráttu enda ekkert mál hlotið viðlíka umfjöllun á liðnum árum.
Miklu skiptir í þessu sambandi að umsókn um aðild að ESB gengur þvert gegn meginreglum og stefnu Stjórnarskrár lýðveldisins. Því er mikilvægt að Alþingi stígi ekki slíkt skref án þess að hafa annað tveggja breytt Stjórnarskránni með lögformlegum hætti eða hafi tryggan meirihluta landsmanna að baki sér áður en farið er í aðildarviðræður.
Stjórn Samtaka fullveldissinna.
Stjórnmál og samfélag | 26.5.2009 | 18:47 (breytt kl. 18:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég skora á alla alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa að segja nei við Tillögu til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu
Ég er ekki viss um að menn geri sér fyllilega grein fyrir því hvað er í húfi fyrir þjóðina ef við verðum neydd inn í ESB.
Hvað er í húfi?
· Umráðin yfir fiskveiðiheimildum í lögsögu Íslands.
· Rekstur sjálfbærs landbúnaðar á Íslandi.
· Umráðin yfir orkuauðlindum Íslands í landi og á sjó.
· Ég tel síðast en ekki síst FULLVELDI þjóðarinnar og er þó margt ótalið.
Af þessum atriðum hefur minnst verið talað um orkuna.
Verið getur að það sé einmitt orkan okkar sem ESB girnist mest. Gefum að nú finnist olía á Drekasvæðinu, ætli vopnfirðingar yrðu ánægðir með að olían væri flutt beint til Amsterdam án viðkomu hér á landi, samkvæmt skipunum frá Brüssel?
Ætli þeir sem þó hafa atvinnu af orkufrekum iðnaði yrðu hrifnir af því að ESB legði sæstreng til landsins svo þeir gætu mjólkað til sín rafmagnið og sett þennan iðnað og þjóðina í orkusvelti vegna síaukinnar orkunotkunar meginlandsins?
Þetta eru raunverulegar hættur sem engum skildi gleymast.
Samtök Fullveldissinna munu ekki samþykkja að sótt verði um aðild að ESB.
Hér er þetta vonda plagg sem aldrei hefði átt að sjá dagsins ljós og engir munu samþykkja utan þeir sem ættu að teljast útlægir landráðamenn: (Ég lita það brúnt af því það er skítalykt af því)
þingskjal 38 (38. mál)Tillaga til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. (Lögð fyrir Alþingi á 137. löggjafarþingi 2009.)Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.Tillaga um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er lögð fram til þess að íslenska þjóðin fái tækifæri til að hafna eða samþykkja samning um aðild að sambandinu þegar hann liggur fyrir.Umsókn að ESB jafngildir þannig ekki aðild enda er það íslensku þjóðarinnar að komast að endanlegri niðurstöðu hvað hana varðar. Jafnframt verði lagt fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál sem ríkisstjórn eða Alþingi ákveða að leggja fyrir þjóðina.Víðtækt samráð verður haft við hagsmunaaðila um samningsmarkmið fyrir viðræðurnar á ýmsum sviðum, svo sem sjávarútvegs-, landbúnaðar- og byggðamála, á sviði almannaþjónustu, umhverfis- og jafnréttismála og gjaldmiðilsmála, og leitast við að ná sem breiðastri samstöðu um umræðugrundvöll viðræðnanna. Skoðað verður hvort unnt sé að ná fram samstarfi í gjaldmiðilsmálum samhliða viðræðum um hugsanlega aðild til að styðja við gengi krónunnar. Áhersla er lögð á opið og gagnsætt ferli og reglubundna upplýsingagjöf til almennings og hagsmunaaðila.Fagleg viðræðunefnd við ESB verður skipuð af ríkisstjórn Íslands. Henni til fulltingis verður breiður samráðshópur fulltrúa hagsmunaaðila sem nefndin leitar ráðgjafar hjá, og upplýsir jafnóðum um framvindu viðræðna. Ísland sem Evrópuþjóð vill leggja sitt af mörkum við uppbyggingu lýðræðislegrar Evrópu sem grundvallast á félagslegu réttlæti, jafnrétti og virðingu fyrir manngildi og umhverfi. Hlutverk Evrópu er að vera hornsteinn mannréttinda í heiminum og ýta undir stöðugleika, sjálfbæra þróun, réttlæti og velmegun um allan heim.Málsaðilar áskilja sér rétt til að mæla með eða leggjast gegn samningnum þegar hann liggur fyrir enda eru settir margvíslegir fyrirvarar við hugsanlegan stuðning við málið.Meðal grundvallarhagsmuna Íslands eru:
- Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra.
- Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.
- Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis.
- Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum.
- Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.
- Að ná fram hagstæðu og vaxtarhvetjandi samkeppnis- og starfsumhverfi fyrir atvinnulíf á Íslandi um leið og sérstöðu vegna sérstakra aðstæðna er gætt.
Stjórnmál og samfélag | 26.5.2009 | 01:26 (breytt 29.5.2009 kl. 02:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sýnum samstöðu með heimilunum og mætum öll á Austurvöll kl. 15:00 í dag. Ríkistjórnin hefur úrræðin en vill ekki nota þau.
SAMSTÖÐUFUNDUR HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA ( sjá nánar um ræðumenn ofl. hér: http://www.heimilin.is )
Stjórnmál og samfélag | 23.5.2009 | 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er ég búinn að stinga niður 40 skógarplöntum við Höfðabakka, líklega hafa einhverjir litið undrandi á kallinn vera að skakklappast þarna við veginn.
Nú er bara að vona að Alvaldur leyfi þessu að lifa en það verður varla að fullu ljóst fyrr en næsta vor.
Já, nú er bara að bíða og vona það besta
Umhverfismál | 21.5.2009 | 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)