Ef marka má grein á Eyjan.is þá íhuga Jóka og skalla-Grímsi að setja bráðabirgðalög um ríkisábyrgðina vegna Icesave.
Sjá eyjan.is: "Icesave: Heggur ríkisstjórnin á hnútinn með bráðabirgðalögum?"
Er hægt að leggjast lægra en að lítilsvirða lýð og þingræði Íslendinga til þess að þóknast þúsundára nýlenduveldi ESB sem hefur nú sagt skilið við vélbyssur Adolfs heitins en beitir í þess stað efnahagslegum kúgunum til að knésetja minni máttar og innlima undir sína stjórn.
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag | 19.9.2009 | 01:04 (breytt kl. 23:16) | Facebook
Athugasemdir
Slík aðferð, væri augljóslega olía á eld þann sem brennur nú í þjóðfélaginu, þ.e. eldur vantrausts á sjálfums stjórnmálunum.
Bíð ekki í það, ef þessari aðferð verður beitt.
Vorkenni þeim næstum því, því þau vita ekki hvað þau væru að kalla yfir sig.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.9.2009 kl. 01:47
Losum okkur við þessa stjórn.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.9.2009 kl. 09:31
Já þessi aðferð væri til þess eins að kalla yfir sig almenning og þá endar þetta ekki nema á einn veg!
Það er spurningin hvernig við losum okkur við þetta lið? Kannski losa þau sig sjálf með sínum aðgerðum. Bæði í þessum málum og málum heimilanna?!
Og fleirum málum. Andstæðan væri orðin svo sterk að þau geta ekki annað en hætt?
Guðni Karl Harðarson, 19.9.2009 kl. 11:08
Bráðabirgðalög vegna ícesave yrðu olía á eld. Icesaveflokkarnir og þessi
ÖMURLEGA vinstristjórn yrði þá hrakinn frá völdum af ábyrgum þjóðlegum
öflum með stuðningi þorra þjóðarinnar.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.9.2009 kl. 12:35
Ég er sammála þeim sem að ofan rita; að setja bráðabrigðalög myndi mögulega gera allt brjálað í þjóðfélaginu.
Axel Þór Kolbeinsson, 19.9.2009 kl. 12:38
Sammála þér, Ísleifur, og megninu af því sem hér hefur verið sagt.
Þessi ríkisstjórn hefur varðað sína leið með lygum og svikum, og það er ekki á það bætandi!
Nú á að nota tækifærð og frelsa þjóðina undan ísklafanum.
Verðum við ekki að fara að mæta á Stjórnarráðstúnið, félagar? Ein góð aksjón með táknrænum mótmælaaðgerðum væri góð byrjun. Eftir hverju er að bíða með stefnuákvörðun og undirbúning? Söfnum saman nöfnum og tengiliðum.
Jón Valur Jensson, 19.9.2009 kl. 20:05
Ég fékk sjokk þegar ég las pistilinn. Já, hvernig losum við okkur við þetta líð?!? Þau svífast einskis og landsmenn ættu að nota tækifærið með ICE-SLAVE uppi í lofti og koma þeim burt núna.
Elle_, 19.9.2009 kl. 21:44
Heill og sæll Ísleifur; sem og, þið önnur hér á síðu !
Framvinda þessa máls; byggist nú einvörðungu á því, að Íslendingar rísi nú upp, sem einn maður - og komi þessum valdhöfum frá, einfaldlega.
Annað; er ekki viðunandi, eigi ekki verr, að fara.
Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 22:05
Skv., Ragnari H. Hall, er dómstólaleið, enn möguleg, sjá frétt Rúv:
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item299571/
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.9.2009 kl. 22:43
Takk fyrir innlitið öll saman.
Jón Valur! þetta er alveg rétt hjá þér að stofna þurfi til mótmæla enn á ný helst meðan á stjórnarfundi stendur og þá fyrir framan Stjórnarráðið.
Ekki veit ég hvernig best er að koma svona mótmælum í gang þannig að einhver mæting verði og ekki séu bara einhverjar fáar hræður að rigna niður á grasbalanum.
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Ísleifur Gíslason, 19.9.2009 kl. 23:11
Heil og sæl öll sömul,
Við þurfum öll að hittast og tala saman. Eins og ég hef svo verið að tala um
Ræðum um hvernig við getum hagað þessu!
Guðni Karl Harðarson, 20.9.2009 kl. 00:53
Rétt hjá þér, Guðni Karl. Þú átt bloggbréf frá mér núna.
Einar Björn, Ragnar Hall fer með alveg rétt mál, og til marks um það fann ég þetta merkilega bréf um okkar sterku lagalegu grundvallarforsendur á Málefnin.com
(http://www.malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t118175.html):
"Ágætu alþingismenn.
Í Icesave lánasamningi Bretlands og Íslands segir m.a.:
„Breski tryggingasjóðurinn hefur greitt út tryggingar til meirihluta innstæðueigenda hjá Landsbankanum í London vegna krafna þeirra á hendur Landsbankanum og Tryggingasjóði innstæðueigenda samkvæmt lögum nr. 98/1999 og í staðinn hafa þessir innstæðueigendur Landsbankans í London framselt breska tryggingasjóðnum þessar kröfur.”
Hér er farið með rangt mál.
(a) Umræddar greiðslur voru að frumkvæði brezka tryggingasjóðsins án heimilda í viðkomandi tilskipun Evrópusambandsins (Directive 94/19/EC) og án samþykkis Tryggingasjóðs innstæðueigenda sem var skylt að fylgja lögboðnu ferli 4. gr. laga nr. 98/1999:
„Viðskiptavinir aðildarfyrirtækis skulu senda sjóðnum kröfur sínar skriflega ásamt þeim gögnum sem sjóðurinn metur nauðsynleg. Sjóðurinn tekur ákvörðun, í samráði við Fjármálaeftirlitið, um lengd þess frests sem viðskiptavinir aðildarfyrirtækis hafa til að gera kröfu á sjóðinn. Fresturinn má þó ekki vera styttri en fimm mánuðir í því tilviki þegar viðskiptavinir aðildarfyrirtækis eiga kröfu á sjóðinn í tengslum við viðskipti með verðbréf en eigi lengri en tveir mánuðir þegar innstæðueigendur eiga kröfu á sjóðinn. Ákvörðun um lengd frests skal auglýst í Lögbirtingablaðinu og dagblöðum.”
(b) Fjármálaeftirlitið gaf út formlegt álit sitt um greiðsluþrot Landsbankans þann 27. október 2008 í samræmi við Directive 94/19/EC að slíkt skyldi gert innan þriggja vikna frá greiðsluþroti (6. október 2008). Innstæðueigendur Landsbankans í London áttu því engar lögformlegar kröfur á Tryggingasjóð innstæðueigenda til að framselja brezka tryggingasjóðnum fyrr en í fyrsta lagi tveimur mánuðum síðar, eða 27. desember 2008.
Lagalegar forsendur fyrir kröfu brezka tryggingasjóðsins á Tryggingasjóð innstæðueigenda vegna ‘framsals’ viðkomandi krafna innstæðueigenda Landsbankans í London eru því ekki til staðar.
Í lánasamningi landanna er lágmarksupphæð innstæðutrygginga samkvæmt Directive 94/19/EC, Є20.887, talin jafngilda £16.873, og endurspeglar það gengisskráningu Seðlabanka Íslands þann 27. október 2008. Brezkir viðsemjendur íslenzku samninganefndarinnar virðast því hafa gert sér far um að hlýða ákvæðum Directive 94/19/EC þar sem því var við komið.
© Skuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta samkvæmt lögum nr. 98/1999 eru skilgreindar í íslenzkum krónum. Samkvæmt 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu er „ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenzkum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi”, segir í athugasemdum við viðkomandi lagafrumvarp.
Í lánasamningi Bretlands og Íslands eru krónuskuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta skilgreindar í sterlingspundum. Það jafngildir því að þær séu bundnar við dagsgengi erlends gjaldmiðils, sem er óheimilt að íslenzkum lögum. Hér er um afdrifaríkt lögbrot að ræða, sbr. 12.4% hækkun höfuðstóls brezka lánsins vegna gengisfalls krónunnar frá 27. október 2008 til 21. ágúst 2009.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur."
Aths. mín (JVJ):
Eins og allir, sem nenna að lesa, hljóta að sjá, er hér um afar mikilvægan texta Gunnars að ræða. Það hlaðast sífellt upp fleiri gögn um lögbrotaferil núverandi stjórnvalda. Mestu skipir þó að nota þær athyglisverðu upplýsingar, sem fram koma í þessu bréfi okkur Íslendingum til varnar.
ÁFRAM ÍSLAND – EKKERT ESB!
ÁFRAM ÍSLAND – EKKERT ICESAVE!
Jón Valur Jensson, 20.9.2009 kl. 01:40
Áhugaverður punktur:
"Í lánasamningi Bretlands og Íslands eru krónuskuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta skilgreindar í sterlingspundum. Það jafngildir því að þær séu bundnar við dagsgengi erlends gjaldmiðils, sem er óheimilt að íslenzkum lögum. Hér er um afdrifaríkt lögbrot að ræða, sbr. 12.4% hækkun höfuðstóls brezka lánsins vegna gengisfalls krónunnar frá 27. október 2008 til 21. ágúst 2009."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.9.2009 kl. 01:55
Rétt hjá þér, Einar Björn, en líka er þetta magnað hjá Gunnari:
(a) Umræddar greiðslur voru að frumkvæði brezka tryggingasjóðsins án heimilda í viðkomandi tilskipun Evrópusambandsins (Directive 94/19/EC) og án samþykkis Tryggingasjóðs innstæðueigenda sem var skylt að fylgja lögboðnu ferli 4. gr. laga nr. 98/1999:
„Viðskiptavinir aðildarfyrirtækis skulu senda sjóðnum kröfur sínar skriflega ásamt þeim gögnum sem sjóðurinn metur nauðsynleg. Sjóðurinn tekur ákvörðun, í samráði við Fjármálaeftirlitið, um lengd þess frests sem viðskiptavinir aðildarfyrirtækis hafa til að gera kröfu á sjóðinn. Fresturinn má þó ekki vera styttri en fimm mánuðir í því tilviki þegar viðskiptavinir aðildarfyrirtækis eiga kröfu á sjóðinn í tengslum við viðskipti með verðbréf en eigi lengri en tveir mánuðir þegar innstæðueigendur eiga kröfu á sjóðinn. Ákvörðun um lengd frests skal auglýst í Lögbirtingablaðinu og dagblöðum.”
(b) Fjármálaeftirlitið gaf út formlegt álit sitt um greiðsluþrot Landsbankans þann 27. október 2008 í samræmi við Directive 94/19/EC að slíkt skyldi gert innan þriggja vikna frá greiðsluþroti (6. október 2008). Innstæðueigendur Landsbankans í London áttu því engar lögformlegar kröfur á Tryggingasjóð innstæðueigenda til að framselja brezka tryggingasjóðnum fyrr en í fyrsta lagi tveimur mánuðum síðar, eða 27. desember 2008.
Lagalegar forsendur fyrir kröfu brezka tryggingasjóðsins á Tryggingasjóð innstæðueigenda vegna ‘framsals’ viðkomandi krafna innstæðueigenda Landsbankans í London eru því ekki til staðar.
Jón Valur Jensson, 20.9.2009 kl. 02:28
Eini hugsanlegi veikleiki Íslands, er ákvörðun um að ábyrgjast innlendar færslur umfram ?20.887 hámarkið.
Því hefur verið haldið fram, að ábyrgjast ekki Icesave inneignir með sama hætti, sé mismunun sbr. jafnræðisreglu ESB og EES.
Þetta er lögfræðilegt álitaefni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.9.2009 kl. 19:05
Miðað við það fáum við skattgreiðendur að borga bæði fyrir ríka Íslendinga og ríka útlendinga. Líka skuldararnir sem þurfa í ofanálag að þola ríkisstudda peningatöku í skuldum þeirra. Það eina heiðarlega í stöðunni væri að gefa innistæður innlendra ríka upp á bátinn og þverneita ICESLAVE. Það gera ekki þeir stjórnmálamenn sem hafa milljónum/milljörðum að tapa. Og heldur ekki þeir sem hafa fengið mútur ellegar eru undir byssuskefti.
ElleE (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.