Er það ekki augljóst að þar sem Bretar og Hollendingar hafa hafnað einum lið fyrirvaranna um ríkisábyrgð vegna Icesave samningsins þá er þessum fyrirvörum hafnað í heild og að semja ber á ný um Icesave skuldbindingar þjóðarinnar.
Ríkisstjórnin hefur ekkert leyfi til að breyta ákvörðunum Alþingis án þess að málið í heild verði tekið til umfjöllunar á þingi. Alþingi ber augljóslega að krefjast þess að Icesave samningur Svavars Gestssonar og félaga verði ógiltur og samið verði upp á nýtt ella fari málið fyrir dómstóla sem skeri úr um ábyrgð þjóðarinnar á gerðum þeirra óráðsíumanna sem hér réðu ríkjum þegar 'Hrunið' varð.
Sjá líka blogg Gests Guðjónssonar um "Furðulega vanþekking forsætis- og fjármálaráðherra á stjórnskipun landsins".
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Icesave rætt í þingnefndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | 18.9.2009 | 12:18 (breytt kl. 14:46) | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega á sama máli. Mér finnst þetta jafn augljóst og 2+2=4 en Heilög Jóhanna og Steingrímur Joð eru greinilega ekki jafn vel gefin og við.
Jóhann Elíasson, 18.9.2009 kl. 12:59
Sæll Ísleifur. Eins ljóst og jörðin er hnöttótt. Og skringilegt að fólk skuli halda að ryk geti villt um fyrr okkur lýðnum. ICE-SLAVE í Jöhönnu stíl verður ekkert að lögum nema Alþingi kjósi það, hvað sem einveldisflokkurinn nú heldur. Fara þau ekki að skilja að fólk er ekki fífl?
Elle_, 19.9.2009 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.