Icesave verður tekið fyrir á Alþingi í fyrramálið, fimmtudag, klukkan níu.
Mætum öll sem eigum heimangengt og Mótmælum þrælasamningunum!
Komið á Austurvöll á morgun, þegar þið getið og mótmælið meðan þrekið endist!
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Kjaramál, Utanríkismál/alþjóðamál | 19.8.2009 | 14:07 (breytt kl. 14:09) | Facebook
Athugasemdir
Ha? Er ekki komin sátt í málið?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:22
Segi sama hvað er að ske á Alþingi svo heyrir maður að þeir séu að spyrja bretan hvort þetta sé í lagi.
Valdimar Samúelsson, 19.8.2009 kl. 14:56
Það verður aldrei nein sátt um það að íslenskir skattgreiðendur verði látnir greiða fyrir fjársvik af hálfu einkafyrirtækis, jafnvel þó að settir verið einhverskonar fyrirvarar um "greiðsludreifingu" í lánasamningana.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2009 kl. 14:58
Nei það getur enginn heilvita maður verið sáttur við þessa þrælasamninga og lygar Jóku Sig og skalla-Grímsa varðandi þetta mál.
Jón Valur Jensson
"Icesave-málið er af þvílíkri stærðargráðu, að það getur steypt ekki aðeins forystumönnum flokka, heldur heilum ríkisstjórnum. Hvað gerist í næstu viku, þegar foringjar stjórnarinnar ætla sér að vera búnir að koma ríkisábyrgðinni í gegn, með fylgiskjali um einhliða fyrirvara sem Icesave-samningurinn bannar þó beinlínis? (sjá neðar). Fellur stjórnin, þegar í ljós kemur, að brezk og hollenzk stjórnvöld hafna fyrirvörunum?Ætli Steingrímur og Jóhanna sýni þá döngun, þá ábyrgð að segja af sér? Ætla þau að viðurkenna, að röng stefna þeirra leiddi til viðurkenningar á greiðsluskyldu okkar og fullrar ríkisábyrgðar á skuldum einkabanka? (sem við áttum aldrei að samþykkja, enda gegn tilskipun Evrópubandalagsins!). Ætla þau jafnvel að játa, að þau vissu það allan tímann, að fyrirvararnir – sem þau kærðu sig raunar ekkert um – myndu ekkert gildi hafa, en að þau hafi valið þessa leið, af því að hún gæti narrað þingið til þeirrar ríkisábyrgðar sem allt útlit var fyrir að Alþingi hafnaði? (Icesave-samningurinn sem slíkur naut ekki lengur meirihlutafylgis á þingi.) Var þingið teymt á asnaeyrunum til að taka þátt í mesta glæfraverki Íslandssögunnar?
Lítið á skilmála sjálfs svavarssamningsins:
Skriflegt samkomulag samningsaðila þarf til. Einhliða fyrirvarar verða einskis virtir. Samt hefur fjármálaráðherrann beitt sér eindregið gegnþví, að fyrirvararnir fáist settir inn í Icesave-samninginn sjálfan! Öll upphaflega krafan verður því innheimt af samningsaðilunum frá og með 2017, jafnvel gjaldfelld þá í heild, samkvæmt ákvæðum svavarssamningsins um vanefndir hans, og þá er það brezkur, ekki alþjóðlegur dómstóll, sem fær það álitamál til úrskurðar, og síðan getur brezka ríkisstjórnin gert kröfu um alla gjaldföllnu upphæðina, m.a. fyrir rétti í Washington, þar sem gjaldeyrisforði okkar er geymdur!
Ég hef lýst því hér í fyrri greinum, hvílík hörmungaráhrif það hafi að tryggja okkur ekki gegn hörðustu innheimtuaðgerðum Breta í þessu máli. "
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Ísleifur Gíslason, 19.8.2009 kl. 15:01
Auðvita segjum við nei við þessu öllu en hvernig í ósköpunum getur þessi stjórn komið öllu í gegn. Er einhver svaka hrossakaupmenska í gangi. Þetta bara skeður ekki öðruvísi.
Valdimar Samúelsson, 19.8.2009 kl. 15:40
Ég reyni bara með bestu getu að koma fyrir hádegi..
Andrés.si, 19.8.2009 kl. 21:47
Spurningin er ekki klukkan hvað fólk geti komið heldur að það komi til að mótmæla og staldri við eins lengi og það getur
Ísleifur Gíslason, 19.8.2009 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.