Fulltrúi minn á Alþingi Íslendinga, ég vonast til þess að þú greiðir atkvæði á gegn Aðildarumsókn að Evrópusambandinu (mál 38) en til vara að þú samþykkir tillögu um að þjóðin verði spurð álits með þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja beri um aðild að Evrópusambandinu.
Þjóðin er beitt hræðsluáróðri í þessu máli og reynt að telja henni trú um (af leigupennum ESB) að allt muni lagast og ganga betur bara ef við afsölum okkur fullveldinu og göngum ESB á hönd.
Það mun taka að minnsta kosti sjö til tíu ár að fá tekna upp vru hér en örfáar vikur að taka td. upp USD sem gjaldmiðil en skást væri þó að halda krónunni sem hefur þjónað okkur vel alla tíð sökum sveigjanleika hennar.
ESB ásælist fiskimiðin okkar orkuauðlindir og ekki síst aðgang að norðuríshafinu sem væntanlega verður skipgengt frá Kyrrahafinu innan tíðar.
ESB mun ekki leyfa okkur að gera fríverslunarsamninga við önnur lönd eins og við gerum í dag (sbr. Kanada, Kína).
Við gætum hæglega skipað okkur sess utan ESB sem fullvinnslustöð fyrir Asískar og Amerískar vörur til útflutnings á EES svæðið og skapað þannig atvinnu fyrir fjölda manns.
Einnig fer ég fram á það við þig að þú leggist gegn samþykkt á Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar) (136. mál lagafrumvarp 137. löggjafarþingi.) enda er það aðgöngumiði Samfylkingarinnar að Evrópusambandinu og mun að líkindum ríða efnahag þjóðarinnar og landsmanna allra að fullu.
Að síðustu hvet ég þig til að sitja ekki hjá í ofangreinum málum heldur greiða þeim atkvæði með (eða á móti) en mundu að undirritaður telur að þér sé skylt að tjá sannfæringu þína með þínu atkvæði þegar að því kemur.
Það væri aumt að vita til að svo afdrifarík mál sem hér eru standi eða falli vegna hjásetu eða fjarveru fulltrúa míns á þingi.
Með kveðju, Ísleifur Gíslason
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.7.2009 | 02:05 | Facebook
Athugasemdir
.... Heyr....Heyr...
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 14.7.2009 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.