IceSave aðgöngumiði í ESB

Mig langar til að spyrja Steingrím og félaga hans í VG hvort þau séu of vitlaus til að sjá að staðfesting IcesSlave samningsins er aðgöngumiðinn sem Samspillingin ætlar sér að nota til inngöngu í ESB.

Samspillingunni er nokkuð sama sýnist mér þó að þjóðfélag okkar sem á í miklum þrengingum og hún á nú að sjá um hagsmunagæslu fyrir fari endanlega yfir-um við að borga þennan aðgöngumiða.

Er Steingrími og þeim í VG kannski bara svo annt um stólana sem þjóðin lánaði þeim að þeir setja leppinn fyrir bæði augun og þykjast ekki sjá.

Fussum svei!

Hér á eftir birti ég yfirlýsingu Samtaka Fullveldissinna vegna Icesave málsins:

Yfirlýsing stjórnar Samtaka Fullveldissinna um Icesave-samninga

Samtök Fullveldissinna lýsa yfir andstöðu við fyrirliggjandi Icesave-samninga og lýsa undrun sinni á tilraunum ríkisstjórnarinnar til að hræða almenning og Alþingi með áróðri um einangrun þjóðarinnar frá alþjóðasamfélaginu verði samningarnir ekki samþykktir.

Samtök Fullveldissinna minna á skyldur ríkisstjórnar og Alþingis við æsku landsins og hvetur þingmenn til að minnast loforða sinna um að standa með þjóðinni í endurreisn landsins. Það er ekki gert með auknum skuldbindingum sem geta vegið að afkomu allra þegna hennar til frambúðar.

Alþingi ber skylda til að standa á rétti Íslands í Icesave-málinu og láta fara fram ítarlega úttekt á þeim þjóðréttarlegu atriðum sem það varðar. Í núverandi gerð stenst samningurinn ekki lög og milliríkjasamninga. Ákvæði EES samningsins og lög um Tryggingarsjóð Innstæðueigenda undanskilja ábyrgð ríkisins, sbr álit Ríkisendurskoðunar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Ísleifur, æfinlega !

Án nokkurs vafa; hafa allmargir þingseta kratanna, verið keyptir, undir handleiðslu Össurar - Ingibjargar Sólrúnar og Jóhönnu, til að ganga erinda ESB skrifræðisins, all lengi, auk fjölda annarra viðvika, sem; .... sum hver, þola vart dagsljósið, yrði eftir grennslazt. 

Með beztu kveðjum; sem oftar og áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 01:34

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ætli stjórnmálaflokkur hafi nokkurntíma í Íslandssögunni lent í hliðstæðri klemmu og Vinstri Grænir eru núna í ? Ef þeir fella Icesave, þá hrökklast stjórnin frá völdum. Ef þeir samþykkja verður landinu nauðgað inn í ESB. Við fyrstu sýn virðist þetta vera staða sem VG hljóta að tapa, hvaða ákvarðanir sem þeir taka. Svo er þó ekki !!!

Ef VG fella Icesave, hljóta þeir að launum aukið kjörfylgi og að auki heiðursstöðu í sögu þjóðarinnar. Þeir verða hins vegar dæmdir svikarar, ef þeir hleypa Icesave í gegn.

Ef VG fella Icesave, eiga þeir möguleika á stjórnarsetu með öllum flokkum nema Samfylkingunni. Frá því fyrir kosningar hef ég hvatt til stuðnings Sjálfstæðisflokks við minnihlutastjórn VG og Framsóknar. Nú er komið í ljós að slíkur stuðningur getur skipt sköpum. Væri ekki nær fyrir VG að halla sér að þjóðlegum flokki eins og Framsókn, heldur en Landráða-fylkingunni ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.7.2009 kl. 11:50

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Loftur, síðan hvenær hefur Framsókn verið þjóðlegur flokkur?

María Kristjánsdóttir, 3.7.2009 kl. 10:11

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég met það svo María, að Framsókn sé þjóðlegur flokkur og ef gerð væri könnun í landinu um hvaða stjórnmálflokkur sé þjóðlegastur, yrði ég ekki hissa þótt Framsókn fengi flest atkvæði. Svona könnun og skoðun byggir auðvitað á huglægu mati og mér sýnist að þú hafir aðra skoðun. Það er í góðu lagi og kemur ekkert við mig. Ég hef ekki kosið Framsókn fram að þessu, en hver veit hvað skeður síðar ?

Er Framsóknarflokkurinn sérstakt áhugaefni þitt, María ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.7.2009 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband