Ég sé fram á að þurfa að skila auðu í kosningunum í vor.
Mér hugnast ekki VG vegna skattastefnu vinstri manna og treysti því ekki að þeir semji ekki við ESB.
Samfylkingin og Borgaraflokkurinn er of hallir undir ESB
Frjálslyndir hafa ekki rekið af sér rasista stimpilinn.
Sjálfstæðisflokkurinn á sök á efnahagshruninu ásamt Framsókn og Samfylkingu.
Ég vona að þeir sem hafa stutt L -lista fullveldissinna muni gera það áfram því það kemur dagur eftir þennan dag og baráttan heldur áfram, fullveldi þjóðarinnar er enn í hættu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 3.4.2009 | 18:51 | Facebook
Athugasemdir
Ég hefði og hef mikla trú á L-listanum og satt að segja verð ég að hugsa minn gang hvað varðar kosningarnar.Ef maður skilar auðu græðir einhver....og hver verður þessi einhver. ?????
Ég vona að L-listnn komi aftur.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 3.4.2009 kl. 19:19
Sæll Ísleifur.
Það er leitt með L-listann - þar er sterku liði fullveldissinna á að skipa.
Fullveldissinnar í Sjálfstæðisflokknum eru í miklum meiri hluta - Á Landsfundinum var 90 % ( eða fleiri ) sem sögðu NEI við ESB aðild
Sjálfstæðisflokkurinn er mikilvægur valkostur fyrir fullveldissinna í komandi kosningum.
Með kveðju.
Benedikta.
Benedikta E, 3.4.2009 kl. 19:31
Sæll aftur Ísleifur.
Kosningamálið í komandi kosningum er fullveldið og því nei við Evrópusambands - aðild.
Ef fullveldissinnar hefðu ekki komið jafn sterkir fram og þeir gerðu á Landsfundinum - þá hefði ég snúið mér að L-listanum - Því NEI við ESB er málið. Ég var búin að blogga það til Guðrúnar Sæmunds. fyrir Landsfundinn.
Kveðja.
Benedikta.
Benedikta E, 3.4.2009 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.