Erlendu lánin og líeyrissjóðirnir

Ríkisstjórnin virðist hafa gleypt við væli stjórnenda lífeyrssjóðanna og annarra lánastofnana um að ekki megi skerða kjör þeirra. En sama ríkistjórn daufheyrist við neyðarkalli þeirra sem sjá lán sin vaxa sér og eignum sínum yfir höfuð, þeir tala um að leigja okkur eignir okkar aftur þegar þeir hafa hjálpað þessum stofnunum sem eru NB. í eigu okkar, almennings i landinu, við að taka þær af okkur.

Það verður fróðlegt að sjá upplitið á þessum lánastofnunum þegar þær eignast verðlausar húseignir og við sem áður héldum okkur eiga þær förum af landi brott en sættum okkur ekki við að þurfa að leigja hjá lánadrottnum sem engu vægja.

Ætli það væri ekki nær fyrir stjórnvöld sem hafa með aðgerðaleysi sínu skuldsett alla þjóðina að verja einhverju af betlifénu frá IMF og svokölluðum vinaþjóðum til að frysta eða afnema með öllu verðtryggingu lána frá 1. september eða fyrr og gefa 'aumingja' lánastofnununum eitthvað af fyrrnefndu betlifé til að bæta þeim skaðann þannig að þær geti haldið áfram að lána hinum ýmsu eignarhaldsfélögum aura til að kaupa fyrirtæki sem hafa náð að fá sínar skuldir afskrifaðar af sömu lánastofnunum.


mbl.is Verðtryggingin verði fryst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband