Norræna húsið og heynaskertir

Ég fó í Norræna húsið á menningarnótt til að heyra um 'Torg í borg' þar sem dóttir mín var ein af panel gestum. Því miður fór það svo að umræðan fór að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá mér þar sem ég er alvarlega heyrnarskertur og ekki virðist vera gert ráð fyrir svoleiðis gestum í ráðstefnusal.

Mér finnst þetta frekar lélegt í svo merkilegu húsi sem Norræna húsið ku vera og þetta á að vera vandræðalaust að lagfæra með því að tengja hljóðnema í kerfi sem skilar svokallaðri T bylgju út í hátalarana þar sem þeir sem eru með heyrnartæki geta stillt þau til að taka við þessari útsendingu og breyta í heyranleg hljóð fyrir viðkomandi. Svona kerfi er t.d. í flestum kirkjum hér á höfuðborgarsvæðinu og öðrum samkomustöðum.

Ég fékk þó staðfest það álit mitt að ekki eru nein torg í Reykjavík nema ef vera skildi Austurvöllur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband