Í helgarpistli sínum 18-20 mars líkir Jónas Haraldsson ástandinu hér við hamfarirnar við Japan, Haíti og New Orleans.
Ástandið hér er þó af mannavöldum og óvíst hve margir hafa látið líf sitt vegna þess. það er þó nokkuð víst að einhver líf hafa glatast undir aurskriðu atvinnuleysis, verðbólgu og stökkbreyttra lána.
Stærsti munurinn á þessum manngerðu hamförum hér á landi og þeim sem hafa orðið af völdum náttúrunnar úti í heimi er að stjórnvöld þar gera það sem í þeirra valdi stendur til að bæta ástand þegna sinna og fá jafnvel til þess aðstoð annarra þjóða þar með talið okkar ágætu þjóð.
En gagnvart hinum manngerðu hamförunum hér sem sífellt kaffæra fleiri fyrirtæki, fjölskyldur og einstaklinga ríkir algjört sinnuleysi stjórnvalda sem virðast ekki sjá neinn vanda nema hjá góðvinum sínum bönkunum og öðrum fjármagnseigendum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.3.2011 | 17:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.