Kvennafrídagur 24 október 1975 var haldin til að leggja áherslu á kröfur kvenna um almennt jafnrétti kynjanna.
Nú er verið að brjóta á öllum íslendingum, með örfáum undantekningum, með því að ráðast að heimilum þeirra og henda fólkinu á götuna.
Ef kvennaverkfallið var nauðsynlegt 1975 er eitthvað minni þörf á baráttu í dag þegar peningavaldið með verkalýðsforkólfa lífeyrisjóðanna okkar í broddi fylkingar sækir að heimilunum í landinu konum körlum og börnum og tekur af þeim lifibrauðið með því að heimta endurgreiðslu okurlána?
Síðan þegar síðasta krónan er horfinn í lánahítina, svarthol lánastofnana sem soga allar eigur fólksins inn í sig, er gengið að heimilinu með valdi og fólk borið út niðurbrotið á sál og líkama.
Áðurnefndar undantekningar virðast vera sá hópur fólks sem kom hruni efanahags okkar af stað og vinnur nú að því að sölsa undir sig þær eigur og fyrirtæki sem bankarnir hafa í skjóli ríkistjórnarinnar tekið til varðveislu.
Það er komið nóg segi ég og legg til að gert verði allsherjarverkfall td. þann fyrsta maí næstkomandi. Verkfall þetta verði látið standa þar til ríkisstjórn Íslands setur þau lög sem duga til að knýja fjármálastofnanir landsins til að afnema verðtryggingu lána frá og með 1. janúar 2008 og til að breyta öllum gjaldeyristryggðum lánum í lán í íslenskum krónum miðað við sömu dagsetningu.
Að lokum skal bæta þeim skaðann sem þegar hafa verið settir á vergang og færa þeim heimili sín aftur ásamt miskabótum.
Hvað skyldi maður vera lengi að vinna upp vinnutap vegna verkfalls þegar kröfur okkar vinnast???
Meginflokkur: Kjaramál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | 10.2.2010 | 23:11 | Facebook
Athugasemdir
Ekki má gleyma þessu>
ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !
Ísleifur Gíslason, 10.2.2010 kl. 23:18
Já, óstjórnin í landinu nær ekki lengur nokkurri átt, Ísleifur, liggur við maður bara gráti. Fyrst fóru bankarnir/fjármálafyrirtækin gegn fólkinu, næst FME, þá ríkisvaldið, svo héraðsdómur og nú síðast Neytendastofa. Og nú kastar stjórnin seka börnum, foreldrum og gamalmennum á götuna. Já, stjórnin segi ég, banka-stjórnin, Icesave-stjórnin.
Elle_, 10.2.2010 kl. 23:40
Mér finnst allt of seint að fara í alsherjarverkfall þann 1. maí. Það þarf að gerast miklu fyrr, til dæmis þann 1. mars.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.2.2010 kl. 00:26
Því fyrr því betra !
Ísleifur Gíslason, 11.2.2010 kl. 00:36
Þeir sem bera ábyrgð á almennu réttlæti eru þeir sem taka þátt í störfum Alþings á hverjum tíma.
Ég geri þau öll persónulega ábyrgð fyrir óréttlætinu, líka því sem þau fela öðrum að fremja.
2004-2005 voru húsbréfa sjóðir almennings misnotaðir til að fjármagna fasteignaveðbréfa útgáfu allra fasteigna veðbréfasala á alþjóða höfuðstólsmörkuðum. Áhættuna sem því fylgdi ber lánastofnum að útskýra fyrir lántakendum. Í þjóðarskýrslu stafsmanna AGS er þetta allt rakið, og sér ílagi gallarnir á Íslenska kerfinu, sem bauð upp á að aðilar á alþjóða mörkuðum séu sér hag í því að fella gengið.
Neysluverðsvísitala mælir hér mælir nýbygginga kostnað að einum þriðja og má því sem að hún mæli hlutfallslega hækkun á verði heildar innflutnings.
Óeðlilegt að nota hana á fasteignir í stað fasteignaverðvístölu eins og aðrar þjóðir gera um stóran hluta fasteignalána með með í 30 ár.
Þær bland heldur ekki nýbygginga kostnaði inn í neysluverðsvísitölu. Eru að bjóða 2-3% raunvexti á íbúðalán.
Ef verðbólga fasteigna er 4% erlendis þá eru heildar híbýlaslánavextir um 6 %.
Verðbólga fasteigna er aldrei látin fara upp fyrir neyslubólgu hemjulaust ein og var gert hér.
50% hærra fasteignamat en nýbyggingarkostnaður.
30 millu fasteign 2006 kostaði um 15 millur í byggingu, síðan hækki neysla hana með gengisfalli um 40& eða upp í 42 millur.
Í þjóðarsamhengi eða heimmarkaðar má segja að 15 millur hafi breyst í 42 millur á einu ári.
Efniskostnaður í nýbyggingum er plast og gler ódýri skilvegir .....
Þjófsnauta ríkistjórnin hefur dæmt sig sjálf í gerðum sínum.
Svo þurfa launþegar að fara og stofna sín eig sérhagsmuna samtök. Þríhliða aðilarnir í anda EU er farnir að kosta laun fólk sitt.
Júlíus Björnsson, 11.2.2010 kl. 04:22
Þar sem 1 maí ber upp á laugardag er hann varla góður verkfallsdagur, 23 apríl er föstudagur næst á eftir sumardeginum fyrsta og því betri upp á þátttöku.
Mæli sjálfur með þriðjudeginum 30 mars en það er einn af þrem vinnudögum fyrir páska og klippir þá þrjá í sundur sem þýðir að atvinnulíf samfélagsins er nánast lamað í samfellt 10 daga.
Svo er það spurningin um hvað það gagnast launafólki sem reiðist stjórnvöldum að lama atvinnulífið?
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.2.2010 kl. 10:01
Alsherjarverkfall eða Bylting? Eða bara bæði saman?
Veltur allt á hvað gerist á næstunni með Icesave málið og hvort eigi að bjarga fleiri fjárglæframönnum og ef ekki á að gera neitt til að bjarga fólki frá nauðungaruppboði á eignum.
Fljótlega. Fyrr en 1. mars segi ég en það veltur allt á því hvað gerist!
Guðni Karl Harðarson, 11.2.2010 kl. 10:08
Það virðist gæta misskilnings hér, á þann veg að ég sé að mæla fyrir eins dags verfalli. Svo er ekki ég tel að slíkt allsherjarverfall eigi að vera ótímabundið og vara þar til fallist verð á kröfur okkar.
Þorsteinn Valur Baldvinsson Það atvinnulíf sem enn er virkt myndi vissulega lamast um stund. Ég er samt nokkuð viss um að slíkt verfall þyrfti ekki að vara lengi og ANDSTÆÐINGAR almennings sem eru stjórnvöld og eigendur skuldabréfa myndu sjá sitt óvænna og ganga að kröfum okkar.
Launþegar og hið skuldsetta atvinnulíf fengju þar með bætt vinnutapið nánast á sama degi og kröfur okkar væru samþykktar.
ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !
Ísleifur Gíslason, 11.2.2010 kl. 11:32
Ísleifur allt gott mál. En veistu hvað getur svo gerst í slíku alsherjarverkfalli? Þegar að allt er stopp og stjórnvöld munu ætla sér að neita fólki um jafnvel viðræður um málin?
Og ef það fari í gang einhverjar viðræður þá mun fólk verða svo reitt að allt saman getur sprungið.
Guðni Karl Harðarson, 11.2.2010 kl. 12:18
Guðni Karl Harðarson það þyrfti engar viðræður Guðni, einungis ganga að réttmætum og skýrym kröfum* okkar og þá myndi fólk mæta aftur til vinnu.
*að afnema verðtryggingu lána frá og með 1. janúar 2008 og til að breyta öllum gjaldeyristryggðum lánum í lán í íslenskum krónum miðað við sömu dagsetningu.
Að lokum skal bæta þeim skaðann sem þegar hafa verið settir á vergang og færa þeim heimili sín aftur ásamt miskabótum.
ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !
Ísleifur Gíslason, 11.2.2010 kl. 13:09
Ísleifur við þurfum að koma saman og leggja fram kröfunar. Bjóða þeim upp á viðræður (í miðju verkfalli?) en ef þau þenkjast þær ekki þá verður málið enn stærra!
Þú nefnir góð atriði en það eru fleiri atriði sem þarf svo sannarlega að leiðrétta og laga! Það þarf að setja fram OFURVOGUNAR KRÖFUR sem þau geta ekki annað en hlustað á.
Guðni Karl Harðarson, 11.2.2010 kl. 13:25
Mín skoðun á skipulagi allsherjarverkfalls er að 'Hagsmunasamtök heimilanna' ættu að taka það að sér. Samtök þessi hafa starfandi stjórn og innra skipulag.
Þau hafa gert mikið gagn með útifundum sínum á Austurvelli, en ég er hræddur um að þeim fari að fækka sem nenna að sækja þá fundi ef ekki gerist eitthvað róttækt fljótlega.
ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !
Ísleifur Gíslason, 11.2.2010 kl. 15:13
Ég held að það þarf verkaliðsfélag fólksins, banka fólksins, alþingi fólksins, eða alt sem varðar almenning á að vera í eigu fólksins.
Þetta er í raun ekki lang frá hugmyndinni hlutabréf ríkisins, þar sem allir landsmenn eru eigindir ríkisins og geta fengið arð út frá því. Sem þýðir. Allir hefðu krefjast nótur, rannsóknir, og það spilla muni fljót hverfa.
Andrés.si, 18.2.2010 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.