ÁFRAM ÍSLAND EKKERT Icesave, við segjum NEI !

"Á kjörseðli skal borin upp eftirfarandi spurning:

„Eiga lög nr. 1/2010, um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf., sem Alþingi samþykkti en forseti synjaði staðfestingar, að halda gildi?“


Á kjörseðli skulu gefnir tveir möguleikar á svari: „Já, þau eiga að halda gildi“ eða „Nei, þau eiga að falla úr gildi"

Spurningin er fáranlega löng og flókin en ég hef náð að skilja hana og segi NEI !

Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu


mbl.is Fundur hafinn á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já Sammála og ekkert múður við viljum kosningar og lög um lýðræði og engar undantekningar s.s. eins og í Danmörku. Fullan lýðræðislegan rétt ef okkur ofbýður vinnubrögð alþingis.

Valdimar Samúelsson, 8.1.2010 kl. 15:41

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ekkert Icesave og ekkert ESB.....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 8.1.2010 kl. 17:02

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Það sem gerir seðilinn þvælinn er að lög nr. 96/2009 heita fullu nafni:

Lög um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.

Þetta er bara nafnið á lögunum ... og ég segi NEI.

Haraldur Hansson, 8.1.2010 kl. 17:37

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

NEI, NEI og aftur NEI!!!

Axel Þór Kolbeinsson, 8.1.2010 kl. 22:20

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Rifjum um að ákveðið var að svara efnahagshryðjuverkahótun UK með hrossakaupum á eyrinn eða leyndo eftir stjórnmálalegum leiðum. Það fylgir samkvæmt venju Tilgangur [sem almengi er gefið upp] sem helgar meðalið [aðferðina], Aðferðina sem er beitt til að ná fram aðal tilganginum. Aðferðin samkvæmt heima síðu IMF var bólga [lækkar ráðstöfunartekjur allra launþega, hækkar höfuðstóla íbúðarlána, og vaxtatekjur á Íslandi. Aukaverkanir vegna bólgutengingu: fall á fasteignamarkaði] síðan áttu að koma tvær skattaþrengingar [ neyðir fyrirtæki til að sameinast og segja upp fólki og endurráða: aukaverkanir atvinnuleysi sem var flæmt úr landi].

Þetta sagði IMF alþjóðasamfélaginu að myndu verða varnalegar þrengingar, ástæðan var ákvörðun meintra fulltrúa þjóðarinnar að endurreisa hlutfalllegasta stærsta fjármálgeira í heimi. Kostnaðaraukning Seðlabanka vegna regluverks frá 1995 og tilraun til rekstrar kauphallarútibús EU kerfisins, ásamt gervi einkavæðingu ríkisbanka til að geta haldið krónu fljótandi með uppboðum í Seðlabanka í hádeginu á hverjum degi.  Þá keyptu gervieinkabankarnir 3 tilboð vegna pantanna frá gervieinkabönkum EU aðallega. Seðlabanki seldi krónur og græddi, skattar á fjármálabraski lækkaðir í kjölfarið m.a. Evrurnar fór svo aftur út til fjárfestinga í EU aðallega UK að eigendum sömu þjónustu einkabanka aðallega.

Þegar tíma var kominn til að þrengja að vegna væntanlegrar inngöngu í EU, auðvelt loka lánalínum 80% minnst frá Seðlabankakerfi EU, gerðist Lehmann óvart, lítið um hættu fyrir bankanna, umsvif að mestu í austurátt.

Einkabankarnir svöruðu með því að leita eftir fjármagni á neytendamarkaði EU. Toppuðu meðal annars innlánsvexti í UK buðu um  7% nánast það sama og útlandsvextir voru þar. Nokkrir aðrir bankar á Breska markaðinum buðu jafn háa vexti. Málið var að þeir voru ekki fastir. Hjá Íslensku útibúum voru þeir fastir í 30 ár. Ef allir bankar í Bretlandi hefðu boðið fasta vexti í 30 ár þá hefðu útlánvextir þurft að hækka almennt og Bretland misst evruhæfi, stöðugleika fljótt.  

Allir vita almennt lækkaðar kröfur til veða voru lækkaðar almennt í heiminum um 1992. Það þýðir að engin þolir lokun lánalína lengi án þess að fara áhausinn og gjaldþrot í kjölfarið eru svo réttlætt með að lítið sem ekkert hafi fengist upp í kröfur.

Frá um 1995 hafði hernaðarmáttur mældur í GDP Breta lækkað um 5% svipað og hjá Íslandi njótandi lánafyrirgreiðslna  opinnar inngöngu þegar uppbyggingu þroskaðs fjármálgeira væri lokið. Bretar á tauginni.

Samkvæmt flestum ráðmönnum Breta í dag kemur skýrt fram vilji Íslands að hafa aðgang eða gangi í  Seðlabankakerfi EU og Englandbanka þurfi þeir að borga Icesave.

En þá þurfa þeir líka halda meinta þroskaða fjármálgeiranum sem lánafyrirgreiðslurnar borguðu upp.

Bretar hafa allt að vinna eignast Ísland tæknilega skuldsett.

Ráðgjafar ríkistjórnar Íslands eru allir vanhæfar afætur hins meinta þroskaða fjármálgeira sem  samið var um að endurreisa.

Vita aðilar almennt að við inngöngu hætta lánafyrirgreiðslur á aðildarsamningstímabilum nágranaríkja Yfirdráttur er lögbrot hjá Seðlabankakerfi EU og Seðlabankakerfi EU. Harðar refsingar samanber Letta og nú Grikki fyrir framúr akstur.  Enginn hagnast á kostnað heildarinnar [EU] má lesa. Við innlimun tekur við einangrun og þroskuður stöðugleiki um að hald óbreyttum þjóðartekjum. Það merkir ekki hægt að losna úr skuldunum nema með að herða sultarólina.  

Kostnaður við endurreisn fjármálgeira er eitt en kostnaður við að fjármagna hann er annað og það hlýtur að kosta niðurskurð um 50 til 60% minnst hjá ríkinu og gervieinkafyrirtækjum þess. Kostnaðar millifærslur.

EU þarf ekki að stunda neinar lánafyrirgreiðslur meir og græðir ekkert á því. 

Ég segi Nei, því ég vill leggja niður fjármálgeira frá 1995 sleppa að borga skuldir óreiðumanna.

Hér hefði ríkið átti að taka fram að allar eðlilegar innstæður væru tryggðar.

Bretar áttu að einskorða efnahaghryðjuverka löggjöf við höfunda ógnarinnar sem þeir geta sannað, en ekki að beita henni á þjóðernislegum forsendum eða gegn almenning í samræmi við EU stjórnarskrá.

Þjóðaratkvæða greiðslur eða dómstólar eiga alltaf að koma í stað þess að leysa málinn eftir stjórnmálaleiðum.

Ég segi Nei við siðspillingu. Vil ekki verða þegn í Sameiningu Evópskra sósíal Ríkja um miðstýrt fjármagnskerfi. SESR. Eða borga í þeirra hernaðarútgjöldum.   

Júlíus Björnsson, 8.1.2010 kl. 22:39

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Var ekki hægt að þvæla textanum meira en þetta ? Sjáfur hefði ég nefnilega talið að þjkóðin ætti að fá lögin nr. 1/2010 til staðfestingar eða höfnunar. Við erum æðsta stjórnsýslustigið núna, ekki stjórnin, ekki þingið, ekki forsetinn...nú er þetta frumvarp á okakr borði.

Haraldur Baldursson, 8.1.2010 kl. 23:14

7 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Þakka ykkur innlitið kæru bloggvinir

ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !

Ísleifur Gíslason, 9.1.2010 kl. 01:46

8 Smámynd: Andrés.si

þetta er villandi spurning.

Andrés.si, 9.1.2010 kl. 02:31

9 identicon

Áfram Ísland, ekkert Icesave - nú þarf bara að vinna áróðursstríðið við rúv og fjölmiðlarisana sem telja það sitt hlutverk að hafa vit fyrir fólki.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 10:20

10 identicon

Heill og sæll Ísleifur - sem og, þið önnur, hér á síðu hans !

Að sjálfsögðu; svörum við spurningunni neitandi.

Nú reynir á; raunverulegt þroska- og siðferðisstig Íslendinga, á komandi útmánuðum, svo sannarlega.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband