Færsluflokkur: Evrópumál

Alþingi segi NEI !

Ég skora á alla alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa að segja nei við ‚Tillögu til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu‘

Ég er ekki viss um að menn geri sér fyllilega grein fyrir því hvað er í húfi fyrir þjóðina ef við verðum neydd inn í ESB.
Hvað er í húfi?
·         Umráðin yfir fiskveiðiheimildum í lögsögu Íslands.
·         Rekstur sjálfbærs landbúnaðar á Íslandi.
·         Umráðin yfir orkuauðlindum Íslands í landi og á sjó.
·         Ég tel síðast en ekki síst FULLVELDI þjóðarinnar og er þó margt ótalið.

Af þessum atriðum hefur minnst verið talað um orkuna.
Verið getur að það sé einmitt orkan okkar sem ESB girnist mest. Gefum að nú finnist olía á Drekasvæðinu, ætli vopnfirðingar yrðu ánægðir með að olían væri flutt beint til Amsterdam án viðkomu hér á landi, samkvæmt skipunum frá Brüssel?
Ætli þeir sem þó hafa atvinnu af orkufrekum iðnaði yrðu hrifnir af því að ESB legði sæstreng til landsins svo þeir gætu mjólkað til sín rafmagnið og sett þennan iðnað og þjóðina í orkusvelti vegna síaukinnar orkunotkunar meginlandsins?
Þetta eru raunverulegar hættur sem engum skildi gleymast.

Samtök Fullveldissinna munu ekki samþykkja að sótt verði um aðild að ESB.

Hér er þetta vonda plagg sem aldrei hefði átt að sjá dagsins ljós og engir munu samþykkja utan þeir sem ættu að teljast útlægir landráðamenn: (Ég lita það brúnt af því það er skítalykt af því)

þingskjal 38 (38. mál)Tillaga til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.  (Lögð fyrir Alþingi á 137. löggjafarþingi 2009.)Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.Tillaga um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er lögð fram til þess að íslenska þjóðin fái tækifæri til að hafna eða samþykkja samning um aðild að sambandinu þegar hann liggur fyrir.Umsókn að ESB jafngildir þannig ekki aðild enda er það íslensku þjóðarinnar að komast að endanlegri niðurstöðu hvað hana varðar. Jafnframt verði lagt fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál sem ríkisstjórn eða Alþingi ákveða að leggja fyrir þjóðina.Víðtækt samráð verður haft við hagsmunaaðila um samningsmarkmið fyrir viðræðurnar á ýmsum sviðum, svo sem sjávarútvegs-, landbúnaðar- og byggðamála, á sviði almannaþjónustu, umhverfis- og jafnréttismála og gjaldmiðilsmála, og leitast við að ná sem breiðastri samstöðu um umræðugrundvöll viðræðnanna. Skoðað verður hvort unnt sé að ná fram samstarfi í gjaldmiðilsmálum samhliða viðræðum um hugsanlega aðild til að styðja við gengi krónunnar. Áhersla er lögð á opið og gagnsætt ferli og reglubundna upplýsingagjöf til almennings og hagsmunaaðila.Fagleg viðræðunefnd við ESB verður skipuð af ríkisstjórn Íslands. Henni til fulltingis verður breiður samráðshópur fulltrúa hagsmunaaðila sem nefndin leitar ráðgjafar hjá, og upplýsir jafnóðum um framvindu viðræðna. Ísland sem Evrópuþjóð vill leggja sitt af mörkum við uppbyggingu lýðræðislegrar Evrópu sem grundvallast á félagslegu réttlæti, jafnrétti og virðingu fyrir manngildi og umhverfi. Hlutverk Evrópu er að vera hornsteinn mannréttinda í heiminum og ýta undir stöðugleika, sjálfbæra þróun, réttlæti og velmegun um allan heim.Málsaðilar áskilja sér rétt til að mæla með eða leggjast gegn samningnum þegar hann liggur fyrir enda eru settir margvíslegir fyrirvarar við hugsanlegan stuðning við málið.Meðal grundvallarhagsmuna Íslands eru:

  • Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra.
  • Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.
  • Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis.
  • Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum.
  • Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.
  • Að ná fram hagstæðu og vaxtarhvetjandi samkeppnis- og starfsumhverfi fyrir atvinnulíf á Íslandi um leið og sérstöðu vegna sérstakra aðstæðna er gætt.
Stefnt er að því að Alþingi setji á fót sérstaka Evrópunefnd Alþingis með fulltrúum allra stjórnmálaflokka er fari með samskipti við viðræðunefnd vegna ESB."

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband