Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
"Rændu elliheimili" stórfrétt á MBL í dag.
Er ríkisstjórnin ekki einmitt að ræna alla aldraða, öryrkja og minni máttar í þjóðfélaginu þessa dagana með lækkun frítekjumarka, minni og lélegri þjónustu, lokun spítaladeilda og stórminnkaðri þjónustu við þá sem myndu eflast við tímabundna dvöl á Grensásdeild LHS.
Þeir segja kannski "Við myrðum þó engan" sér til afsökunar.
En hvað margir í þessum hópum verða ósjálfbjarga og deyja jafnvel drottni sínum af þeirra völdum?
"Við verðum að hafa þetta svona til að geta greitt Icesave og aðgöngumiðann að ESB að við ekki tölum um til að fá lánin frá AGS og Norðmönnum" er viðkvæðið.
Nú hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Borgarahreyfingin ákveðið að gerast meðsek í glæpnum til að firra sig frekara þrefi í Fjárlaganefnd og komast í sumarfrí (auðvitað á fullum launum).
Hvers slags sýndarlýðræði er þetta eiginlega sem við búum við? Þetta minnir óþægilega á 'Animal Farm' eftir George Orwell þar sem allir eiga að vera jafnir en sumir eru samt 'jafnari' en aðrir.
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Rændu elliheimili og myrtu starfsmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | 18.8.2009 | 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)