Heitir þetta ekki mannvonska og níðingsháttur?

Dýralæknir heimtar að við útrýmum villtum fjárstofni af mannúðarástæðum, rekum skepnurnar fyrir björg ef ekki er hægt að drepa þær með öðru móti. Sér er nú hver mannúðin eða hvað?
Eigum við þá ekki að útrýma hreindýrastofninum líka enda kemur fyrir að stöku dýr horfellur eða slasar sig úti í náttúrunni.
Þessi villti fjárstofn á Tálkna gæti orðið vísir að veiðistofni sem hægt væri að selja í leyfi til veiða, enda hefur það oft heyrst af máli erlendra veiðimanna sem hingað hafa komið að þeir væru tilbúnir að borga háar summur fyrir að fá að veiða hér vel hyrndan hrút.
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

mbl.is Nítján kindur heimtar af Tálkna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er sammála þér Ísleifur, nema hvað hjörðina ætti að friða. Þessi útrýmingarherferð er búin að naga mig frá því að ég frétti af henni.

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.10.2009 kl. 20:56

2 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Einkennileg aðför að skepnunum. Það á auðvitað að koma höndum yfir féð og koma því í hús, en ekki fella það á ómannúðlegan hátt. Það er samt mikið atriði að hindra að þetta villifé fjölgi sér.

mbk

Halldóra Hjaltadóttir, 28.10.2009 kl. 21:52

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er fjandans kindarasismi

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2009 kl. 22:33

4 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Hópur á FaceBook Frelsum féð fyrir vestan.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 28.10.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband