Kannski þjóðin eigi það bara skilið að vera leidd í ánauð vegna leti og sofandaháttar

Í dag  var nýtt frumvarp um Icesave skuldbindingarnar lagt fyrir Alþingi og hafa fyrirvarar þingsins frá í sumar verið hafðir að engu af sitjandi ríkisóstjórn Íslands. Allt útlit er fyrir að Ögmundur Jónasson svíki lit aftur og styðji þennann ósóma ásamt hinum óþekku í VG.

Ríkisóstjórn Jóku og Steinskalla hefur nú bitið höfuðið af skömminni og skrifað undir nýtt samkomulag við þjóðirnar tvær sem eru í forsvari fyrir því að kúga þjóðina í ánauð skuldasúpu þeirra óreiðumanna sem enn leika hér lausum hala. Þetta gerir téð ríkisóstjórn í trássi við vilja Alþingis og þjóðarinnar allrar.

Það sem ætti að gera núna STRAX er að setja á Debt Moratorium = frystingu skulda. Þannig borgum við þær skuldir sem við teljum okkur skylt að borga, þegar og ef við getum.

Ég mætti áðan á Austurvöll með minn lúður og varð fyrir vonbrigðum yfir hvað það er illa mætt í mótmælin. Kannski þjóðin eigi það bara skilið að vera leidd í ánauð vegna leti og sofandaháttar Angry Hvar eru atvinnuleysingjarnir og aðrir sem eiga um sárt að binda vegna hrunsins? Hvar er unga fólkið sem kemur til með að borga skuldirnar og vextina af Icesave fjárkúguninni?

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Minnstu ekki á þessa hörmung ógrátandi.  Þetta er vægt til orða tekið hræðilegt.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.10.2009 kl. 18:30

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég held að yngri kynslóðin skilji ekki alvöruna, við gamlingjarnir höfum sennilega ofverndað hana. 

Þá er ekkert annað fyrir okkur gömlu en að  yppa öxlum, viðurkenna uppeldismistökin og eftirláta þeim svo að spjara sig.  Ég er viss um að þau verða fljót að læra þegar hungrið bankar.

Kolbrún Hilmars, 19.10.2009 kl. 18:55

3 Smámynd: Valan

Held að Kolbrún hafi lög að mæla. Þó að kreppan hafi varað í ár þá er það samt svo lítill hluti af lífi þeirra yngri - þeir sem ekki muna óðaverðbólguna og haftastefnuna osfrv. eiga skiljanlega erfitt með að gera sér í hugarlund nákvæmlega hvað þetta allt þýðir í raun og veru, fyrir þeim hlýtur þetta að vera tímabundið ástand þar sem hlutirnir hafi yfirleitt verið betri.

Það þyrfti líklega um 110 ára aldur (s.s. að hafa lifað kreppuna 1929 sem fullorðinn einstaklingur) til að skilja fyllilega alvöru málsins eins og það stendur í dag. Þessvegna skilja þeir sem eldri eru ástandið mun betur (og bera skyldu til þess að mennta þá yngri í efnahagskúgun). Já eða þá að vera flóttamaður frá Afríku...

Valan, 19.10.2009 kl. 19:17

4 Smámynd: Andrés.si

Ýngri kynslóður skilji ekki alvöru málsins að því alþingi biður ekki fyrir þá tölvu kaup eða flottan gsm.  En þegar spurt er þetta kynslóð, þá vita þeir ekki nákvæmlega hvar ætla þeir að búa. Margir segja bara erlendis.

 Ung fólk sem ég veit að kröftugir eru, eru www.oskra.org  oskra@oskra.org

Var sjálfur að mæta í dag á Austurvöll. Hreint hörmung að sjá altaf sama fólk þar. Ekki að því þeir væru ekkert virði. Einmit öfugt. Það er fólk sem legur til en hinum er gjörsamlega sama.  

Einhverjar myndir frá deginu í dag eru hér.

http://photos-a.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc1/hs203.snc1/7023_179824034883_643834883_3780293_8210395_n.jpg

 http://photos-h.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc1/hs223.snc1/7023_179824009883_643834883_3780289_2092881_n.jpg

 http://photos-e.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc1/hs203.snc1/7023_179824024883_643834883_3780291_19726_n.jpg

Andrés.si, 19.10.2009 kl. 19:50

5 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Já Andrés maður sá öryrkja og gamla stafkarla mæta til mótmælanna og kannski fimm aðra að meðtöldum þér og Jóni Val.

Flest erum við sem mættum orðin það gömul að við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af Icesave en mætum samt barna okkar vegna og barnabarna.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 19.10.2009 kl. 20:20

6 Smámynd: Andrés.si

Ég tel að mæting eldra kynslóð heldur ég sjálfur er í, stafar aðalega vegna eðli Íslendinga frá í árum þegar þíð hafa verið ungir. Kynslóður í dag er bara alt öðruvissi. Þeim var gefið alt og ekki eru margir sem hugsa rökrétt það sem varðar penninga hvað þá fjármála aðferðir ríkisins.

Andrés.si, 19.10.2009 kl. 20:31

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Andrés, mig langar mikið til að skoða myndirnar þínar en slóðirnar eru dálítið flóknar ef maður þarf að fingra inn hverja og eina. Gætirðu tengt þær beint?

Svo tek ég undir með þér, Ísleifur, á okkar aldri höfum við meiri áhyggjur af velferð barnabarnanna en okkar sjálfra :)

Að auki er ég stolt af því að enginn minna afkomenda "öskrar" á kostnað skattgreiðenda...

Kolbrún Hilmars, 19.10.2009 kl. 21:33

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessu hjá ykkur,það ber að mótmæla þessu,en Halli gamli er ekki maður i það i bili að standa úti þessa vakt,en er með ykkur i  huganum/auðvitað er þetta landráð og ekkert annað,kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.10.2009 kl. 21:33

9 identicon

Heill og sæll; Ísleifur - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Ætli; þyngri vopn, en pottar og pönnur, yrðu ekki áhrifaríkari, í þeirri baráttu, hver fram undan kann að verða, gott fólk ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 21:36

10 Smámynd: Andrés.si

Kolbrún. Ég bæti mér aðeins í linka málum. Vonandi getur þú séð núna. 

Óskar Helgi. Það er einmitt það sem vinur mínn segir altaf. Það þarf biltingu en ekki potta hljóð. Skritið að bilting kom ekki en, fyrst alt bendir til eignaleysi á mörgu leyti..

http://photos-a.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc1/hs203.snc1/7023_179824034883_643834883_3780293_8210395_n.jpg

 http://photos-h.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc1/hs223.snc1/7023_179824009883_643834883_3780289_2092881_n.jpg

 http://photos-e.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc1/hs203.snc1/7023_179824024883_643834883_3780291_19726_n.jpg

Andrés.si, 19.10.2009 kl. 23:00

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Góður pístill Íslefur. En er nema von að maður sé stórhugsi þegar maður
eins og Bjarni Harðarson kolruglast og skipar sig í sveit Vinstri grænna,
kommúnistanna, og ákallar ícesave lof og dýrð! ?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.10.2009 kl. 00:28

12 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Bjarni vinur minn virðist vera að falla í þá gryfju sem er við tær okkar allra- að leita að sökudólgum í fortíðinni í stað þess að benda á þær lausnir sem gætu hjálpað okkur.

Það sem ætti að gera er að setja á Debt Moratorium = frystingu skulda. Þannig borgum við þær skuldir sem við teljum okkur skylt að borga, þegar og ef við getum.

Áfram Ísland 

NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 20.10.2009 kl. 00:56

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bjarni kaus kommanna í síðustu kosningum, og í því ljósi kemur þetta ekki
á óvart. Að sjálfsögðu eiga allir rétt á sínum skoðunum, og finna þeim
farveg. - Pólitísk sýn okkar Bjarna hefur skarast mjög, og gerir enn, 
og á eftir að gera ef fram heldur sem horfir. Hef algdrei gert greinarmun á
krötum og kommúnistum, enda dæmin æpandi í dag, ESB-umsóknin og
icesave-þjóðsvikín, sem enginn sannur fullveldissinni getur samþykkt!  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.10.2009 kl. 10:12

14 identicon

Það er sem betur fer til fólk eins og þú sem er ekki sama um framtíð Íslands.Takk fyrir alla þína baráttu fyrir börnum Landsins.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 17:52

15 identicon

"Men fight for liberty and win it with hard knocks. Their children, brought up easy, let it slip away again, poor fools. And their grand-children are once more slaves."
~ D H. Lawrence ~

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband