Var á mótmælavaktinni á Austurvelli með lúðurinn minn, í alltof fámennum hóp, frá rúmlega eitt til sjö í kvöld. Íslendingum virðist vera sama hvernig þeim er nauðgað í ánauð til Brüssel.
Hvernig væri að þjóðin reyndi að vakna af sínum dásvefni og léti í sér heyra.
NB. það fara engin mótmæli í gang ef allir bíða bara og gá hvort eitthvað fari í gang
Nei við ESB - Nei við Icesave. Áfran Ísland !!!
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | 15.7.2009 | 21:16 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Ísleifur, æfinlega !
Þeim; Jóhönnu og Steingrími, hefir tekist, að sundra fjölskylduböndum all margra samlanda okkar, þar á meðal, innan minnar eigin, og sýnist mér, að okkur beri skylda til, að gera þetta illræðis fólk óskaðlegt; með öllum þeim ráðum, sem tiltæk eru.
Við höfum; allt að vinna- engu að tapa, úr þessu, Ísleifur minn !
Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 21:30
Tek undir með þér, Ísleifur. Ég hef einnig komið dag hvern á Austurvöll, meðan þing hefur staðið síðustu 10 daga eða svo, eftir því sem starf mitt leyfir, og hrópað þar mín hvatningarorð. En mikill meirihluti svikararanna á þingi hlustar ekki einu sinni á ræður gegn þessari innlimun í erlent stórveldi. Og þjóðin er blekkt af villandi fréttaflutningi fjölmiðla, ómeðvituð eða hrelld og passíf. En þetta er að gerast NÚNA! Svikin verða e.t.v. samþykkt í hádeginu á morgun. Naumur meirihluti þingmanna væri þá að samþykkja höfuðglæp gegn okkar eigin löggjafarsamkundu: að framselja langmest löggjafarvald þess til Brussel og Strassborgar. Þetta er glæpur gegn minningu Jóns Sigurðssonar, og rétt væri að taka mynd hans úr þingsalnum, ef þetta stendur í alvöru til á morgun.
Jón Valur Jensson, 15.7.2009 kl. 21:30
Ég held að svik Vinstri-Grænna sitji feikilega þungt í fólki. Ekki bara því sem kaus VG heldur öllum. Menn tala um að ekkert þýði að berjast gegn stjórnkerfinu, það sé of sterkt fyrir almenning.
Líklega eru flestir að bíða eftir þjóðaratkvæði, til að tjá skoðun sína. Því miður, tel ég litlar líkur til að almenningur verði spurður um eitt eða neitt. Ef Samfylkingin ræður för verður bæði Icesave og ESB laumað í gegn um Alþingi og þjóðaratkvæði, án þess að skoðun almennings ráði úrslitum.
Sossarnir eru tilbúnir að brjóta gegn Stjórnarskránni og þeir eru tilbúnir að ganga gegn úrslitum þjóðaratkvæðis. Þeir eru tilbúnir að skapa aðstæður fyrir borgarastyrjöld, án þess að blikka auga.
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.7.2009 kl. 23:09
Aðeins voru bundnar vonir við Borgarahreyfinguna í dag en þær virðast ætla að bregðast samanber viðtal við Þór Saari í tíufréttum sjónvarpsins.
Borgarahreyfingin snýst eins og vindhani á priki, nema Þráinn Bertelsson greyið sem virðist ekki hafa vit til að pissa undan vindi og ætti aldrei að hafa farið á þing.
Nú ríður á að standa vaktina í fyrramálið.
Nei við ESB - Nei við Icesave. Áfran Ísland !!!
Ísleifur Gíslason, 16.7.2009 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.