Gamall afdankaður stjórnmálakommi sem hefur verið árum saman í hagabeit hjá utanríkisþjónustunni hefur vit fyrir þjóðinni eins og komma er siður. Þessi maður segir okkur í útvarpi að við sem rekum áróður gegn IceSlave samningnum séum með óþarfa hræðsluáróður.
Þessi sami afdankaði stjórnmálakommi hafði samt ekki vit á því að fá sér til sérfróða menn til fulltingis við samningagerðina og hefur jafnvel komið þjóðinni í meiri vanda með klúðri sínu og var þó nóg fyrir.
Einkennilegt samt að sjá svona umsögn eftir virta erlenda sérfræðinga:
Sjá http://www.dv.is/frettir/2009/6/19/michael-hudson-thetta-er-otrulegt-afsal-fullveldi/
"Hudson er Íslendingum að góðu kunnur en hann kom fram í Silfri Egils í apríl þar sem hann hvatti landsmenn til að borga ekki þær erlendu skuldir sem útrásarvíkingarnir komu landinu í. Það kemur því kannski ekki á óvart að honum mislíki Icesave-samkomulagið." Höfundur: (erla@dv.is)
Um Dr. Hudson:
Dr. Hudson is President of The Institute for the Study of Long-Term Economic Trends (ISLET), a Wall Street Financial Analyst, Distinguished Research Professor of Economics at the University of Missouri, Kansas City and author of Super-Imperialism: The Economic Strategy of American Empire (1968 and 2003) and of The Myth of Aid (1971). http://www.michael-hudson.com/
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | 19.6.2009 | 16:52 (breytt kl. 17:16) | Facebook
Athugasemdir
Ég fór á góðan fund hjá Michael Hudson og Gunnari Tómassyni 06. apríl 2009. Þetta var fundur á vegum Framsóknar, en ekki verri fyrir það.
Í megin atriðum var ég sammála þeim félögum og algjörlega sammála um, að við eigum ekki að greiða skuldir fyrirtækja eins og Landsbankans. Þann söng, að við eigum að greiða það sem sendur í EES-samningum, gef ég ekkert fyrir.
Að mínu mati er ekki hægt að beita sjálfstæða þjóð þvingunum til að axla ábyrgðir af þessu tagi. Raunar gildir sama um einstaklinga. Allar ábyrgðir sem menn undirgangast verða að koma til við eðlilegar aðstæður. Það sem er þvingað eða lætt inn í samninga án vitundar fólks er einfaldlega ógilt.
Hvað ætli margir Íslendingar hafi heyrt af þessum ábyrgðum fyrr en eftir bankahrunið ? Auðvitað áttum við að segja upp EES-samningnum, á sömu stundu sem þessar kröfur Breta og Hollendinga komu fram. Við eigum ekkert erindi í neins konar samstarf við þessar þjóðir. Það gildir um NATO líka.
Er ríkisstjórnin samsett af geðlausum rottum ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 19.6.2009 kl. 20:35
Þegar ég heyrði að Svavar sendiherra,hrokagikkur og faðir eins ráherrans .....þess sem datt á hjólinu.....væri formaður nefndarinnar (Iceslave) sem sá um samninginn og fannst sjálfum og glotti við tönn.....að nú væri hann að gera þjóðinni gagn.....þá sá ég rautt. Var einhver að tala um einkavinavæðingu.?????
Ég mæti örugglega á morgun .....nú er virkilega ástæða til að mótmæla.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.6.2009 kl. 21:16
Heill og sæll; Ísleifur - sem aðrir, hér á síðu hans !
Mikhaíl Hudson; marg aðvaraði Íslendinga í vetur leið, að taka ekki við hvaða krásum; sem Bretar og Hollendingar, já,....... og raunar margir aðrir, kynnu að bjóða upp á, í ''samningaumleitunum'', við okkur Íslendinga, eins og flestir muna.
Svavar Gestsson; hinn gamli Lenín græðlingur, hefir sjálfsagt, ýmislegt til að byggja á, sinnar starfsreynslu - sem refsskapar; fyrri tíðar, en, að gera hann, að forvígismanni nefndar ræfilsins, var full mikið, í lagt.
Með beztu kveðjum - sem öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 21:22
Frábær þessi texti frá Michael Hudson. Leyfðu mér að taka upp úr þessu, Ísleifur, og minna á þína síðu um Með kærri kveðju og þakklæti,
Jón Valur Jensson, 20.6.2009 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.