Ramakvein! Mæður munu gráta börnin sín, landlaus og hungruð.

Eftirfarandi kom fram í fréttum RÚV varðandi IceSlave samningana við Holland og reikna mætti með því að svipað væri upp á teningnum varðandi samskonar samning við Breta:

"að í samningnum sé ákvæði um að rísi ágreiningur um samninginn eða túlkun hans skuli úr honum leyst fyrir enskum dómsstólum. Þó geti Hollendingar farið fram á að málsókn verði höfðuð fyrir öðrum dómstólum.

Þá sé ákvæði um það, að standi Íslendingar ekki við samninginn geti Hollendingar gengið að eigum ríkissins, þó að því marki sem stjórnarskrá leyfir."

Ég hef áður bloggað um að IceSlave samningarnir myndu gefa ESB með BRETA í forystu tækifæri til að taka auðlyndir okkar eignarnámi og er það nú staðfest.

Ekkert mun verða heilagt þegar Evrópa leggur land vort undir sig og tekur brauðið úr munni komandi kynslóða. Hér liggur allt undir, orkan, fiskimiðin, landbúnaðurinn og sjálft ræktarlandið sem ásamt orkunni verður sífellt dýrmætara í hungruðum og orkufrekum heimi.

Ég á svo sem ekki von á að börnin okkar verði höggvin eins og Heródes ku hafa látið gera í Gyðingalandi forðum en mér kemur í hug setning sem ég las fyrir stuttu í góðri bók.

Matt: 2,18
Rödd heyrðist í Rama, harmakvein, beiskur grátur.
 

Mæður munu gráta börnin sín, landlaus og hungruð.


mbl.is Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þett er þyngra en tárum taki.  Og Jóhanna ESB var valinn ásamt svikaranum Steingrími J. til að koma okkur í verri ógöngur en fyrir voru.

Þetta er hrein hrollvekja. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 17.6.2009 kl. 22:50

2 identicon

Heill og sæll; á ný, Ísleifur - sem þið önnur, hér á síðu hans !

Vil bæta við; í auðlindalista okkar, vatninu (köldu og heitu), auk ólíu- og jargass linda, einnig, Ísleifur.

Nú hljóta; allir hollir Íslendingar, að taka til, við varnir allar, úr þessu.

Annað; er ekki verjandi.

Með beztu kveðjum; sem, þeim hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 01:18

3 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Það er sorglegt að sjá hvernig komið er fyrir okkur íslendingum. Ekki veit ég hvað stjórnvöld voru að hugsa með því að undirrita þennan ógæfu samning. Ég hugsa með hryllingi til framtíðar. Börnin okkar, barnabörnin og barnabarnabörnin, hvað bíður þeirra ? Óskar Helgi hvernig getum við varið okkur ? Hvaða leið eigum við að fara, við getum ALDREI staðið við þennan samning sem stjórnvöld eru búin að samþykkja. Þessi flokkapolítík er búin að rústa okkur gjörsamlega. Tilgangurinn var sá hjá þeim að þóknast alþjóðasamfélaginu og sýna sig út á við, þeim er skítsama um heimilin og fjölskyldurnar í landinu, sem mörg þeirra eiga ekki fyrir mat ofan í börnin sín,við þurfum ekki að tala um öruggt þak yfir höfuðið hjá þessum fjölskyldum, þau eru mörg þeirra brunnin upp.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 18.6.2009 kl. 09:17

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir eru eflaust margir nú sem sjá eftir því að hafa stutt VG í síðustu kosningum!

Guðmundur Ásgeirsson, 18.6.2009 kl. 09:33

5 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Guðbjörg þú spyrð hvað við getum gert okkur til varnar.

Við sem hrópum okkur hás á Austurvelli erum hundsuð af þingheimi, enda kanni ekki margir sem geta staðið þar dag eftir dag.

Reynandi væri að sem flestir sendu mótmæli til þingmanna/kvenna til að lýsa andstöðu sinni. Hér eru Emlar flestra sem á þingi sitja. Noti hver sem vill:
'atlig@althingi.is'; 'alfheiduri@althingi.is'; 'arnipall@althingi.is'; 'arnij@althingi.is'; 'arnithor@althingi.is'; 'asbjorno@althingi.is'; 'asmundurd@althingi.is'; 'arj@althingi.is'; 'birgir@althingi.is'; 'birgittaj@althingi.is'; 'birkir@althingi.is'; 'bjarniben@althingi.is'; 'bgs@althingi.is'; 'bvg@althingi.is'; 'ossur@althingi.is'; 'ogmundur@althingi.is'; 'thback@althingi.is'; 'thrainnb@althingi.is'; 'tsv@althingi.is'; 'thorsaari@althingi.is'; 'thkg@althingi.is'; 'vigdish@althingi.is'; 'vbj@althingi.is'; 'ubk@althingi.is'; 'tryggvih@althingi.is'; 'svandiss@althingi.is'; 'svo@althingi.is'; 'sjs@althingi.is'; 'skulih@althingi.is'; 'siv@althingi.is'; 'sij@althingi.is'; 'sii@althingi.is'; 'ser@althingi.is'; 'sdg@althingi.is'; 'marshall@althingi.is'; 'ragnheidurr@althingi.is'; 'rea@althingi.is'; 'ragna.arnadottir@dkm.stjr.is'; 'petur@althingi.is'; 'olofn@althingi.is'; 'olinath@althingi.is'; 'oddnyh@althingi.is'; 'margrett@althingi.is'; 'magnusorri@althingi.is'; 'liljam@althingi.is'; 'lrm@althingi.is'; 'klm@althingi.is'; 'kristjanj@althingi.is'; 'katrinj@althingi.is'; 'katrinja@althingi.is'; 'jrg@althingi.is'; 'jong@althingi.is'; 'jb@althingi.is'; 'johanna@althingi.is'; 'illugig@althingi.is'; 'hoskuldurth@althingi.is'; 'helgih@althingi.is'; 'gunnarbragi@althingi.is'; 'gudmundurst@althingi.is'; 'gudlaugurthor@althingi.is'; 'glg@althingi.is'; 'gudbjarturh@althingi.is'; 'eygloha@althingi.is'; 'einarg@althingi.is'

Ísleifur Gíslason, 18.6.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband