Á þeim degi sem við íslendingar minnumst þjóðhetju okkar Jóns Sigurðssonar og fyrir framan styttu hans talaði Jóka kerling út um bæði munnvikin og sagði sitt með hvoru.
Um sjálfstæðisbaráttuna sagði Jóka kerling "Sú barátta heldur áfram og segja má að í dag." út um hitt munnvikið hvatti hún íslendinga til að samþykkja afsal sjálfstæðisins til Brüssel og ESB ásamt því að þjóðin samþykkti IceSlave samningana og yrði þar með á valdi ESB um ókomin ár!
Áfram Ísland-Ekkert ESB-Nei við samninum um IceSlave.
Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | 17.6.2009 | 13:01 | Facebook
Athugasemdir
Menn fullyrða að samstaða stjórnarandstöðunnar sé órofin gegn Icesave-samningnum. Ábyrgðin liggur því hjá kjósendum VG. Það er þeirra að tryggja að þingmenn þeirra kjósi einnig gegn Icesave og felli Jókuna.
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.6.2009 kl. 13:18
Það verður með tregablandinni ánægju sem ég geng niður Laugaveginn með fjölskyldunni og hugsa til þess að þetta gæti verið eitt af síðustu skiptunum sem ég geng frjáls maður.
Ísleifur Gíslason, 17.6.2009 kl. 13:29
Heill og sæll; Ísleifur - sem aðrir hér, á síðu !
Hraksmánarleg framkoma; þeirra Jóhönnu og Steingríms, í garð lands og lýðs og fénaðar alls, mun aðeins safna glóðum elds, að höfðum þeirra sjálfra.
Megi þeim; hefnast ærlega, fyrir unnin illvirki sín - sem óunnin. Það er þeim verðugast, til farar eyris sinna skaðræða, sem landráða.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 14:47
Hegðun ,, mömmu og pabba," samkvæmt því sem Steingrímur sagði.Er fyrir neðan allar hellur.
Þarf virkilega að hugsa fyrir Íslendinga.Það mætti halda það miðað við það sem Steingrímur sagði.
Þetta par er ömurlegt .....mér verður flökurt þegar ég ´sé þau.
Alls ekki ESB, hvað sem þessir svikarar segja.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 17.6.2009 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.