Íslendingar eru líklega ekki í lagi

Það er alveg stórmerkilegt að við íslendingar aukum stuðning við ríkisstjórn sem vinnur leynt og ljóst í því að auka álögur á hinn almenna borgara með því meðal annars að hækka verð á vísitöluvörum og þjónustu.

Svo vinnur þessi sama stjórn hörðum höndum við að selja sjálfstæði þjóðarinnar til þriðja ríkis €vrópubandalagssins.

Fussum-svei.


mbl.is Stuðningur við stjórnina eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Íslendingar flestir hverjir skilja að vandinn sem hún fékk í arf er af þeirri stærðargráðu að ekki verður á honum unnið án þrenginga og fórna. Ekkert stórmerkilegt við það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.6.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Já einmitt, bankarnir og aðrar lánastofnanir þurfa auðvitað að fá sitt, þó lítið sem ekkert komi í ríkiskassann út á þessar nýju álögur á heimili landsins.

Svo verðum við líklega að vona að ESB og AGS komi og hjálpi okkur aumingjunum út á það að hafa komandi kynslóðir í nauðungarvinnu.

Já enn og aftur fussum-svei

Ísleifur Gíslason, 1.6.2009 kl. 21:06

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek undir það að svikin við börnin okkar eru sárust í þessu framferði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.6.2009 kl. 21:35

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ísleifur, ég er ekki tilbúinn að viðurkenna þetta sem rétta stöðu. Hvað merkir Netkönnun ?

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.6.2009 kl. 21:54

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þetta er allt saman þyngra en tárum taki.  Ekki veit ég hvernig á að taka á þessu .... en ég er samt ákveðin í því að gefast ekki upp. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 1.6.2009 kl. 22:12

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

landráðamenn í alltof mörgum áhrifastöðum Skelfilegt að ljúga að fólki því að ESB sé lausn á kreppunni.

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.6.2009 kl. 22:28

7 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Loftur þú segir nokkuð kannski er þetta bara 'sossar' og borgarafélagar sem eru á svarlista hjá Capacent.

Áfram Fullveldissinnar !

Ísleifur Gíslason, 1.6.2009 kl. 23:26

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ísleifur. Mér finnst ekki traustvekjandi það sem Capacent hefur um Netkannanir að segja:

Margar rannsóknir er hægt að framkvæma með góðum árangri í gegnum internetið eins og starfsmannarannsóknir, þjónusturannsóknir og auglýsingamælingar. Þetta eru allt rannsóknir þar sem hópurinn er fyrirfram skilgreindur og netföng liggja fyrir.

Capacent Gallup hefur í nokkurn tíma notað hugbúnað frá Confirmit við framkvæmd rannsókna á internetinu með góðum árangri. Confirmit er leiðandi hugbúnaður fyrir rannsóknir á internetinu og er notaður af flestum stærstu markaðsrannsóknarfyrirtækjum heims. Allar nánari upplýsingar veita ráðgjafar okkar í síma 540 1000 eða í tölvupósti rannsoknir@capacent.is

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.6.2009 kl. 00:18

9 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Einmitt, skilgreindur hvernig? Á hvaða forsendum?

Ísleifur Gíslason, 2.6.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband