Í dag keypti ég bakka af stafafuru til að setja niður við Höfðabakka. Það mun vonandi smám saman hjálpa til við að fanga svifryk og minnka umferðarnið.
Ég er orðinn stein hissa á sinnuleysi borgaryfirvalda gagnvart hverfinu mínu. Uppivaðandi sóðaskapur hjá fyrirtækjum á höfðanum ofan við hverfið þar sem framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar og Vaka eru mestu sóðarnir, draslið fýkur frá framkvæmdasviði þegar vind hreyfir að einhverju ráði og þeir hjá Vöku hafa einhver tíma hent ónýtum vélapörtum yfir forljóta girðinguna þar sem draslið virðis eiga að liggja til eilífðarnóns.
Björgun er enn fyrir vestan hverfið með sína drullumengun og hávaða. Í fyrra byrjaði Björgun á að ýta upp hárri mön sem á hugsanlega að bjarga einhverju fyrir hverfið ef þeir sjá þá einhvern tíma sóma sinn í að klára fyrirbærið og rækta þar upp gras og trjágróður. Þangað til hún er kláruð er mön þessi bara enn eitt augnasárið sem feykir sandi og drullu yfir hverfið.
Flokkur: Umhverfismál | 20.5.2009 | 17:01 | Facebook
Athugasemdir
Það er nóg að gera í þínu hverfi....hverskonar sóðar búa í nágrenninu.????? Hvernig væri að setja upp skilti með auglýsingu um sóðaskapinn....þá er von til að sumir skammist sín.
En takk fyrir innlitið. Jóhanna Guðrún stóð sig frábærlega vel og ef einhver á skilið þessar medalíu forsetans þá á hún það inni og Selma Björnsdóttir lika. Hún var einu sinni númer tvö. Og þar með vonast ég til að forsetinn sé uppiskroppa með medalíur.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.5.2009 kl. 20:26
Gott hjá þér að gróðursetja tré fyrir borgina. Þetta gerðum við Þórir líka þegar við bjuggum í Traðarlandinu gróðursettum aspir sem nú eru orðnar margara metra háar ef borgin er ekki búin að fella þær.
Knús heim í húsið þitt Ísleifur minn.
Ía Jóhannsdóttir, 21.5.2009 kl. 07:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.