Fullveldissinnar allra flokka sameinist!

Augljóst er eftir úrslit kosninganna í gær að ESB sinnar eru ráðandi afl á alþingi Íslendinga.

Allir sem eru uggandi um fullveldi þjóðarinnar þurfa nú að sameina krafta sína til að vinna gegn því að farið verð í aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Fari svo að þjóðinni verði boðið að sækja um aðild verður að vera klárt að aukinn meirihluta þurfi til að hægt verði að afsala sjálfstæði þjóðarinnar til Brüssel. Þetta myndi þýða að amk. 2/3 greiddra atkvæða yrðu að vera fylgjandi aðild til að af því geti orðið.

Ég skora á alla fullveldissinna, hvar í flokki sem þeir standa, til að sameinast í baráttunni fyrir áframhaldandi sjálfstæði þjóðarinnar og gegn því að vera sett undir skrifræði Brüsselveldissins.


mbl.is Þarf skýrar línur um ESB aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er fullveldissinni og tel að fullveldi Íslands verði best varið með aðild að ESB.

Pétur (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 14:03

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er alls ekki sammála þeirri forsendu þinni Ísleifur, að "ESB sinnar eru ráðandi afl á alþingi Íslendinga". Fyrir kosningar voru allir sammála því, að Samfylkingin væri einangruð í afstöðu sinni til ESB-aðildar. Allir aðrir flokkar höfðu eindregna afstöðu gegn aðild, eða voru tvístígandi. Hins vegar keyrði Samfylkingin á ESB-aðild sem lausn á öllum okkar vanda.

Nú kemur í ljós, að Samfylkingin eykur fylgi sitt einungis um 3,0% frá síðustu kosningum. Jafnframt ber að hafa í huga að fylgi Sossanna núna er minna en fylgið 2003 ! Fullveldissinnar eru því sigurvegarar kosninganna, en ekki Sossarnir !

Er ekki ástæða fyrir þig Ísleifur, að endurskoða blogg þitt ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.4.2009 kl. 14:03

3 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ef samspillingin nær ekki samningum við VG er ég hræddur um að úr verði stjórn S+O+B og þá er fjandinn laus.

Því miður á ég ekki von á því Loftur að það stjórnarmynstur sem þú bendir á í bloggi þínu http://altice.blog.is/blog/altice/entry/864181/ fái að koma til álita vegna yfirgangs Jóhönnu og félaga.

Ísleifur Gíslason, 26.4.2009 kl. 14:18

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Í kosningunum 2003 var Samfylkingin með 31,0% atkvæða. Nú fá Sossarnir 29,8% og það er nefnt "stórsigur" af frétta-mafíunni !

Svona fréttamennska ætti að varða við lög.

Þegar menn átta sig á stöðunni, mun engum detta í hug stjórn S+O+B. Helmingur þingmanna Framsóknar eru algjörlega andvígur ESB-undirgefni og engin veit neitt um afstöðu Borgarafylkingar. Þessi stjórn er hin mesta firra.

Ögmundur Jónasson stóð vel í lappirnar hjá Agli fífli Helgasyni. Fráleitt er að halda að VG muni gefa eftir fullveldið. Núverandi stjórn springur innan 12 mánaða og þá mun Fullveldisstjórn D+B+VG taka við.

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.4.2009 kl. 15:43

5 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Tek undir þetta með þér Loftur, 'Sossa' stjórn verður varla langlíf

Ísleifur Gíslason, 26.4.2009 kl. 15:56

6 Smámynd: Benedikta E

Fullveldissinnar verða að halda vöku sinni...........

Það verður fróðlegt að sjá hvað málsgögn utanríkismálanefndar Alþingis - frá fundi þar 24. apríl - inni halda.......

Það þarf að halda því til streitu að Jóhanna OPINBERI þau gögn STRAX ......

sjá hvort búið er að "selja" land og þjóð fyrir 30 silfurpeninga.............

Benedikta E, 26.4.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband