Einu valkostirnir í vorkosningunum

Það virðist enginn geta tekið ábyrgð á hugsanlegri mútuþægni Sjálfstæðisflokksins og annarra af stærri flokkunum, nema sá sem hefur engu að tapa.
Geir Haarde hefur breitt bak, þrátt fyrir veikindin, gangi honum allt í haginn.

Hinir stóru flokkarnir B og S eru í sömu súpunni og D listinn og fá ekki mitt atkvæði.
VG er ekki treystandi gagnvart ESB og fá ekki mitt atkvæði
Ég skora á alla að landsmenn að sniðganga B, D, S, og V lista í komandi kosningum.

Stóru flokkarnir eru líka þeir sem hafa búið svo um hnútana að L -listi fullveldissinna hafði ekki tök á að bjóða fram í komandi kosningum vegna ólýðræðislegra laga og reglna í kosningalögum.

Kjósið Frjálslynda eða skilið auðu, þetta eru einu valkostirnir í vorkosningunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

af hverju er VG ekki treystandi í ESB málinu?

VG er á móti aðild...er það ekki á hreinu hjá þér kallinn minn?

Hilmar Dúi Björgvinsson, 10.4.2009 kl. 19:12

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Yfirlýst stefna VG um stjórnarsamstarf með samspillingu landráðamanna nægir til að sýna hvernig landið liggur á þeim bæ.

Ísleifur Gíslason, 10.4.2009 kl. 19:47

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gleðilega páskahelgi og knús í hús.

Ía Jóhannsdóttir, 11.4.2009 kl. 08:24

4 identicon

Afhverju ekki Borgarahreyfinguna

Þórður Möller (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 08:36

5 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Þórður bró, sástu ekki þegar Þráinn Bertelsson lýsti því yfir í Silfri Egils um daginn að hann hefði ekkert á móti því að sækja um aðild að ESB.

Ísleifur Gíslason, 13.4.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband