Vegna búsetu minnar í Bryggjuhverfinu í Reykjavík hef ég áhyggjur af sóðaskap fyrirtækja umhverfis þetta annars ágæta hverfi.
Það fyrirtæki sem ætti kannski að vera til fyrirmyndar í snyrtimennsku er Þjónustumiðstöðin Stórhöfða 9 sem er á vegum Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar. En því er nú aldeilis ekki þannig varið, á meðan önnur fyrirtæki á hlíðarbrúninni ofan hverfis og jafnvel Björgun ehf. hafa sýnt einhverja tilburði við að laga til í kring um sig hefur sóðaskapurinn frá Framkvæmda- og eignasviði borgarinnar aukist ef eitthvað er. Drasli, sem síðan fellur eða fýkur niður hlíðina, er staflað á hlíðarbrúnina og ekki hirt um að hirða það upp aftur. Þetta er illþolanlegt fyrir okkur sem þurfum að hafa sóðaskapinn fyrir augunum.
Reykjavíkurborg hefur ekki haft manndóm til að gera þarna nokkrar umbætur þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar af hálfu Bryggjuráðsins og meðlima þess (sjá: http://www.bryggjuhverfi.net og http://www.bryggjuhverfi.net/hryllingsmyndir/ )
Í dag tók ég meðfylgjandi mynd út af stofusvölunum hjá mér þar sem má ef vel er að gáð markastafla á hlíðarbrúninni, eitt mark ofan í brekkunni, umferðarkeilur og annað rusl, ættað beint frá Framkvæmda- og eignasviði borgarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.4.2009 | 14:09 | Facebook
Athugasemdir
Það er leitt að svona sé gengið um.
Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.