L vill lausnir fyrir alla

Á fundi stuðningshóps L -listans á Súfistanum í kvöld var góður andi og sammælst um að koma jákvætt að hlutunum, finna lausnir og vinna þeim fylgi.

Ekki stóðst undirritaður þó mátið að tala um þvílík firra það væri hjá sumu fólki sem héldi því fram að ESB gæti einhverju bjargað um ástandið hér á landi.

1. Það tæki trúlega 3 til 4 ár að umsókn yrði samþykkt.
2. Eftir inngöngu í sambandið mætti líklega bíða annan eins tíma eftir að komast á Evru-spenann.
Sem sagt ESB bjargar engu enda Evran trúlega líka á leið í vaskinn.

Við L -listafólk munum leita lausna fyrir alla í nýju lýðræði sátta og samstöðu.

 listinn vill lausnir fyrir alla!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Líst vel á L-ið hef trú á þessu framtaki.

Á hvaða Súfista voruð þið?

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 10.3.2009 kl. 08:18

2 identicon

Núna er ég ekki sammála þér Ísleifur. Ef Evran er á leið æi  vaskinn hvar er þá krónan.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 08:55

3 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Sæll Þórður, þetta er nú bara mín tilfinning því sífellt berast fréttir af því að aðildarríki ESB séu að lenda í vandræðum, Spánn, Írland, Bretland, nýfrjálsu ríkin við Eystrasalt og austan gamla járntjaldsins. Hvað geta þjóðverjar og frakkar haldið þessu lengi uppi? Einhvertíma verður brunnurinn þurrausinn og verðgildi Evrunnar fellur, eins og gengi krónunnar hefur þegar gert.

Ísleifur Gíslason, 10.3.2009 kl. 11:34

4 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Fundir L -listans hafa verið haldnir í Súfistanum Lækjargötu 2, Reykjavík (í Iðuhúsinu)

Ísleifur Gíslason, 10.3.2009 kl. 11:35

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Bakland evrunnar hefur alla tíð verið á brauðfótum. Hagkerfin sem það mynda eiga enga samleið og hafa aldrei átt. Bakland krónunnar, íslenzka hagkerfið, er hins vegra traust með öllum þeim auðlindum sem það hefur aðgang að þrátt fyrir að yfirbyggingin hafi að stóru leyti hrunið. En það er tímabundið ástand sem mætti líkja við dvöl á gjörgæzlu, innganga í Evrópusambandið væri varanlegt fyrirkomulag og má líkja við innlögn á stofnun til frambúðar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.3.2009 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband