Eftir að horfa á viðtalið við Davíð Oddson í kvöld finnst mér að skoða þurfi betur aðgerðaleysi ríkisstjórnar Geirs Haarde í aðdraganda bankahrunsins.
Ég trúi Davíð þegar hann segist hafa marg varað við komandi hruni bankaveldisins.
Hvers vegna var ekkert gert til að sporna við? Ég bara spyr.
Því miður er ég á þeirri skoðun að Davíð Oddson og kompaní í Seðlabankanum verði að víkja. Ekki vegna þess að þeir hafi brugðist þjóðinni, heldur vegna þess að þjóðin hefur snúið við þeim baki eins og glöggt mátti heyra á máli spyrils í Kastljósi.
Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég tek eftir að seðlabankastjóri vill ekkert muna forsætisráðherratíð sína...sem var löng?...stoltur?...hann setti þessar “reglur ” seðlabankans sjálfur (og lagði niður þjóðhagsstofnun).
Er allavega að hugsa um “Sauruman” í Hringadróttinssögu núna og bara veit (18 ára reynsla ) að mjög margir Íslendingar halda að “þetta sé” hálmstráið?
...so help me God!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.2.2009 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.