Hveragerði er afskekkt byggð og afskift.
Nú kemur Fréttablaðið og Fréttatíminn ekki til okkar lengur svo að mín ætlaði að panta áskrift að Mogganum, en mbl.is segir að ekki sé borið út í okkar heimilisfang.
Ætli sjallarnir í Hveragerði séu sáttir við að fá ekki málgagnið inn um lúguna?
Við erum nýflutt í þessa afskekktu byggð sem Hveragerði virðist vera og líst svosem vel á plássið.
Mér hefur verið tjáð að hér sé eitt höfuðvígi Sjallanna á suðurlandi, þó víðar verði leitað.
Það ætti að vera töluvert léttara fyrir okkur sem er umhugað um jöfnuð og bræðralag að finna glufur í virkinu fyrst Sjallarnir fá ekki línuna inn um lúguna hjá sér, það hefur nefnilega sýnt sig oft og einatt að þeir geta ekki hugsað sjálfstætt, þó þeir kenni sig við orðið.
Flokkur: Fjölmiðlar | 7.4.2017 | 00:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.