Færsluflokkur: Umhverfismál
NEI við ESB - NEI við Icesave - NEI við AGS
http://www.fullvalda.is
Nítján kindur heimtar af Tálkna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 28.10.2009 | 18:03 (breytt kl. 20:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú er ég búinn að stinga niður 40 skógarplöntum við Höfðabakka, líklega hafa einhverjir litið undrandi á kallinn vera að skakklappast þarna við veginn.
Nú er bara að vona að Alvaldur leyfi þessu að lifa en það verður varla að fullu ljóst fyrr en næsta vor.
Já, nú er bara að bíða og vona það besta
Umhverfismál | 21.5.2009 | 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag keypti ég bakka af stafafuru til að setja niður við Höfðabakka. Það mun vonandi smám saman hjálpa til við að fanga svifryk og minnka umferðarnið.
Ég er orðinn stein hissa á sinnuleysi borgaryfirvalda gagnvart hverfinu mínu. Uppivaðandi sóðaskapur hjá fyrirtækjum á höfðanum ofan við hverfið þar sem framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar og Vaka eru mestu sóðarnir, draslið fýkur frá framkvæmdasviði þegar vind hreyfir að einhverju ráði og þeir hjá Vöku hafa einhver tíma hent ónýtum vélapörtum yfir forljóta girðinguna þar sem draslið virðis eiga að liggja til eilífðarnóns.
Björgun er enn fyrir vestan hverfið með sína drullumengun og hávaða. Í fyrra byrjaði Björgun á að ýta upp hárri mön sem á hugsanlega að bjarga einhverju fyrir hverfið ef þeir sjá þá einhvern tíma sóma sinn í að klára fyrirbærið og rækta þar upp gras og trjágróður. Þangað til hún er kláruð er mön þessi bara enn eitt augnasárið sem feykir sandi og drullu yfir hverfið.
Umhverfismál | 20.5.2009 | 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)