Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
L -listi fullveldissinna er alfarið á móti ESB aðild eins og áður hefur komið fram í málflutningi okkar sem styðjum L -listann.
Hitt er svo annað mál að við erum ekki á móti lýðræðinu, þannig ef svo illa kynni að fara að farið verði út í aðildarviðræður viljum við að kosið sé um málið og að aukinn meirihluta atkvæða þurfi til að kasta sjálfræði þjóðarinnar fyrir róða. það þarf að búa svo um hnútana að 2/3 atkvæða eða helst 3/4 samþykki aðild til að fullveldinu verði fleygt til Brüssel.
Það hefur sýnt sig hjá öðrum þjóðum að ESB sinnar heimta að kosið sé aftur og aftur þar til þeir hafa náð sínum markmiðum fram.
X-L á móti ESB aðild
Stjórnmál og samfélag | 30.3.2009 | 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)