Eru Ögmundur og félagar hans um andstöðu við Icesave að guggna?

Eftir þessari frétt að dæma eru andstæðingar þess í VG að Icesave samningurinn verði samþykktur í óbreyttri mynd að guggna fyrir ofríki Jóku og Grímsa.

"Þó náðst hefði sátt meðal ríkisstjórnarflokkanna um fyrirvarana sagði Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, " segir í frétt MBL

Það virðis sem sagt að nú eigi að selja okkur og komandi kynslóðir í ánauð til þess að eiga greiðari aðgang á þrælastokk Evrópubandalagsins.

Hvað ætli Ögmundur og kó hafi fengið í staðinn fyrir að lúffa í þessu stórmáli sem IceSlave samningurinn er?
Veit þetta fólk ekki að það er að fótumtroða mannréttindi barnanna okkar og skrumskæla lýðræðið.

Eftir kvöldfréttum RÚV að dæma eru þeir fyrirvarar sem nú á að samþykkja máttlausir og einskis nýtir til varnar þjóðinni, enda staðfesti Jóka það í viðtali við fréttamann RÚV.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://l-listinn.blog.is/blog/l-listinn/


mbl.is Ekki breið samstaða um fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég trúi ekki orði af því sem Sossarnir segja. Leið þeirra er vörðuð lygum og óvarlegt að trúa því sem varðhundurinn Guðbjartur Hannesson segir.

Ögmundur Jónasson hefur haldið á málstað okkar í Norvegi og það er á Norðurlöndunum sem við eigum að beita þunga okkar. Ef við náum að þurrka út skilyrði Norðurlandanna fyrir lánum, erum við búnin að einangra Bretland og Holland. Þá er sigur réttlætisins vís.

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.8.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Vonandi hefur þú rétt fyrir þér Loftur.

Hverjum er hægt að treysta í þessu máli, mér er spurn?

Ísleifur Gíslason, 14.8.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband