Við hvorki eigum né megum samþykkja nauðarsamninga Icesave

Ríkistjórn sossanna vill samþykkja að taka ábyrgð ábyrgð á Icesave samningi Svavars Gestssonar og félaga þó svo henni að það sé hvorki skylt né heimilt samanber góða grein Lofts Altice Þorsteinssonar í Mogganum á laugardaginn var.

Eva Joly hefur opinberað dugleysi Jóku klóku og skalla-Grímsa þegar henni tekst að koma málstað okkar í 4 stórblöð í jafnmörgum löndum á einum og sama deginum. Reyndar hefur upplýsts að grein hennar í Daily Telegraph var ritskoðuð Bretum í vil og erfitt hefur reynst að fá birtar athugasemdir við greinina á bloggi blaðsins vegna ritskoðunar þar á bæ.

Talandi um dugleysi óheillaparsins í ríkistjórninni, gæti það verið að óheillakrákur þessar vilji fá nauðungasamningana í gegn sem aðgöngumiða að ESB eins og ofbeldi þeirra gagnvart kollegum sínum á þingi bar vott um er ESB þingsályktunartillagan var þvinguð í gegn um þingið og tár margra flokksbræðra og systra tvíeykisins vonda.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Nei, það megim við ekki. Ég fékk sms að á morgun kl. 13:30 eru motmæli fyrir útan alþingi.

Andrés.si, 4.8.2009 kl. 00:03

2 identicon

Heill og sæll; Ísleifur, sem ætíð !

Eins; og ég gat um, á síðu Jóns Vals, fyrir stundu, eru átök Alþýðunnar, við valdastéttina það eina, sem Jóhanna og Steingrímur skilja, spjallvinur kær !

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 00:05

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Ekki veit ég hvað erkiíhaldið Loftice hefur merkilegt til málanna að leggja.  Hefur verið að viðra sig upp við elítuna!

Auðun Gíslason, 4.8.2009 kl. 01:03

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Loftur hefur oft margt gott til málanna að leggja, þó svo að maður sé ekkert endilega alltaf 100% sammála honum í öllu.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2009 kl. 02:45

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég er alfarið  á móti þessari ó-stjórn og ég er á móti inngöngu í ESB og að við borgum Icesave reikningana.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 4.8.2009 kl. 08:33

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að 48,5% landsmanna eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu en 34,7% fylgjandi, 16,9% tóku ekki afstöðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2009 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband