Skattlagning lífeyris.

það þarf að breyta skattlagningu vegna lífeyrisgreiðslna þannig að innlegg í lífeyrissjóði sé skattlagt (þe. ekki frádráttarbært á skattframtali) en að greiðslur úr sjóðunum til aldraðra og öryrkja sé skattfrjálst.

Þetta væri sennilega besta kjarabótin sem hægt væri að gera fyrir þessa hópa og ætti ekki að kosta ríkissjóð neitt.

Þetta væri líklega óvinsælt meðal hraustra á atvinnumarkaði en kæmi vissulega sama hóp til góða þegar að því kemur að þurfa að reiða sig á þennan skyldusparnað.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þessu er maður mikið sammála og hefði átt að ver fyrir margt löngu/svo og þarf að taka lífeyrissjóðina i gegn ,og fá atvinnurekendur þar út úr stjórnum/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.10.2009 kl. 17:41

2 Smámynd: Elle_

Tek undir það, Ísleifur.

Elle_, 3.10.2009 kl. 17:42

3 Smámynd: Ísleifur Gíslason

já Halli gamli, atvinnurekendur eiga ekkert með að vasast með mín fjármál.

Ísleifur Gíslason, 3.10.2009 kl. 17:45

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessari hugmynd er ég ekki sammála Ísleifur. Skattlagning lífeyris-iðgjalda myndi minnka lánagetu lífeyrissjóðanna, en þeir lána flestir til sjóðfélaga og innlendra fyrirtækja.

Hagur sjóðfélaganna og fyrirtækjanna myndi því versna, en ríkis-báknið fengi aukið fjármagn að leika sér með. Fjármagn til arðsamra afnota myndi því minnka, þótt eitthvað myndi leka til almennings.

Einnig má benda á að sjóðfélagar yrðu að greiða skatt af iðgjöldunum, sem minnkaði möguleika þeirra til eigin sparnaðar. Almenningur þyrfti að leita til bankanna og þar fengist bara dýrara fjármagn.

Að auki má hafa í huga að ekki ná allir háum aldri. Þeir sem falla frá án þess að njóta lífeyris, hafa ekki haft neitt gagn af lífeyriskerfinu. Þeir hafa bara borgað og borgað, allt til dauðadags. Að mínu mati væri þetta ósanngjarnt kerfi.

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.10.2009 kl. 18:06

5 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Dæmið í dag Loftur, ef þú hraustur og hress maður hefur hundrað þúsund í laun þá greiðir þú tíu þúsund í lífeyrissjóð, eftir áttu níutíu þúsund sem eru skattlögð að fullu.
Nú ert þú orðinn gamall og hrumur, kominn á eftirlaun og færð hundrað þúsund brúttó útborgað úr lífeyrissjóði, en (fja. sjálfur) er ekki skattmann búinn að taka helminginn til sín og og þú átt aðeins 50,000 eftir til að lifa af.

Eins og ég vil hafa dæmið: þú ert hraustur og hress maður með hundrað þúsund í laun sem eru skattlögð að fullu, af afganginum greiðir þú tíu þúsund í lífeyrissjóð.
Nú ert þú orðinn gamall og hrumur ellilaunaþegi eða kannski öryrki á besta aldri og færð þínar hundrað þúsund brúttó útborgað úr lífeyrissjóði, skattmann lætur þessa aura þína í friði og þú átt stöku sinnum á ári fyrir því að splæsa á sjálfan þig kippu af bjór úr ríkinu eða kannski leikhúsferð.

Ísleifur Gíslason, 3.10.2009 kl. 21:01

6 Smámynd: Elle_

Heldur Loftur að hann geti bara verið ósammála okkur?

Elle_, 3.10.2009 kl. 22:01

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Fyrirgefðu ElleE, að ég gleymdi að biðja leyfis !

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.10.2009 kl. 22:30

8 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ekki fara að rífast

Ísleifur Gíslason, 3.10.2009 kl. 23:12

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil hafa ein beinflæðissjóð fyrir alla landsmenn 10% af launatekjum mánaðarins eftir skatta. 65% af meðaltekjum starfsæfi þegar starfsæfi lýkur og heimilið hefur löngu verið greitt upp. Til stillingar er hægt að ákveða starfslok 65-80 ára. Ríkið á að forgangsraða sínum starfsmönnum í þjónustugeirum sínum með tillit til aldurs og fötlunar.

Íbúðalánssjóðir launþega samtaka eiga líka að vera sjálfbærir þannig að heildarafborgnar eldri lána fari í nýlán.

Fyrirtæki geta fjármagnið sig á frjálsum markaði með tekjum úr eigin rekstri. 

Annað getur verið algjörlega frjálst.

Laun núna þar sem lífeyrissjóðs greiðslur eru meira en 10% og hluti þeirra sem kemur ekki fram á launseðli verði borgaður út til að auka neyslumátt og fasteignarmátt.

Persónuafslætti verið útrýmt samfara kauphækkunum. Eðlilegur rekstur í samkeppni getur borgað mannsæmandi laun. Sum fyrirtæki gætu þurft þyrfti að hækka verðskrá þess vegna en það myndi koma betur út fyrir þann hóp sem getur ekki lifað nú nema einmitt vegna þessa persónuafsláttar.

Efla allan iðnað og minnka innflutning samfara.    

Júlíus Björnsson, 4.10.2009 kl. 03:02

10 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Takk fyrir innlitið öll. Ég geri mér fulla grein fyrir því að dæmi mitt hér að ofan er mikil einföldun, flestir lífeyrissjóðir eru að skerða greiðslur til sjóðfélaga af ástæðum sem má rekja alla leið aftur til óðaverðbólgunnar á áttunda áratugnum og síðan núna vegna hrunsins.

Þetta og aðgerðaleysi núverandi stjórnar í þágu aldraðra og öryrkja gerir það að verkum að enn mikilvægara er að breyta þeim aðferðum sem notaðar eru við skattlagningu lífeyrisgreiðslna.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 4.10.2009 kl. 13:25

11 identicon

Heill og sæll Ísleifur; sem og þið önnur, hér á síðu !

Fyrir það fyrsta; ætti að borga landsmönnum út, allar inneignir, í þessu sukk kerfi, hvar Stjórar sjóðanna, spila frítt, með eigin laun - sem og almennt skrifstofuhald.

Gætu þar með; grynnkað umtalsvert, á pesónulegum skuldbindingum sjóðafélaganna sjálfra, svo sem, með uppgreiðslu lána, sem kæmi Landskassanum (Ríkissjóði) einungis til góða, þá frá liði.

Yfrið nóg; komið af þessu kerfi, og hugmyndir Lofts vinar okkar, sem margra annarra, um framhaldslíf þessarra sjóða skratta, eiga að sópast út af borði, hið fyrsta, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 14:45

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú ættu lífeyrissjóðirnir að koma fram og bjóða sjóðsfélögum lán á skikkanlegum kjörum. Það væri meira gagn að því, en að ætla að binda fé í gæluverkefnum eins og Vaðlaheiðargöngum.

Ég er algjörlega ósammála vini mínum Óskari, um að leggja beri lífeyrissjóðina niður. Þvert á móti er nauðsynlegt að menn taki almennt upp sparnaðarstefnu lífeyrissjóðanna. Banna þarf ríki og sveitarfélögum að lifa á skuldum. Allur almenningur ætti líka að hafa lært sína lexíu af skuldabólunni og þess hruns sem hún hefur leitt yfir okkur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.10.2009 kl. 16:23

13 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Við getum jú verið sammála um ýmislegt Loftur, auðvitað þarf áfram að spara til elliáranna með greiðslum í lífeyrissjóði, það er fyrirkomulag skattlagningarinnar sem stendur í mér.

Ég álít að ungt og hraust fólk geti frekar borgað þennan skatt af launum sínum en öryrkjar og eldra fólk sem hangir á horriminni vegna sinnuleysis stjórnvalda. Og ætli téðum stjórnvöldum veit nokkuð af að fá aurana sem fyrst í sína vasa til að standa straum af því velferðarkerfi sem vonandi verður eitthvað eftir af eftir boðaðan niðurskurð.

Vegna hinnar hörmulegu niðurstöðu sem varð í kosningum Íra um Lissabonsáttmálann vil ég benda áhugasömum lesendum á þá fyrirstöðu sem enn er á því að sáttmálinn taki gildi:
 Support Vaclav Klaus! Stop the Lisbon Treaty! á Facebook.
og Sign the petition in support of Vaclav Klaus!

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 4.10.2009 kl. 16:38

14 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ísleifur skrifaði>það þarf að breyta skattlagningu vegna lífeyrisgreiðslna þannig að innlegg í lífeyrissjóði sé skattlagt (þe. ekki frádráttarbært á skattframtali) en að greiðslur úr sjóðunum til aldraðra og öryrkja sé skattfrjálst.

Nokkuð sammála og væri þetta útfærslu atriði. Hinsvegar finnst mér alveg sjálfsagt að fólk ætti að geta leyst út pínu sparnað ef eitthvað kemur uppá. Tildæmis eins og veikindakosnaður, sjúkrahúskosnaður eða tannlæknakosnaður. Þegar naumt er eftir af launum er svo lítið sem má bera út af til að fólk lendi í erfiðleikum með fjármál sín. 

Loftur Alice skrifaði>Að auki má hafa í huga að ekki ná allir háum aldri. Þeir sem falla frá án þess að njóta lífeyris, hafa ekki haft neitt gagn af lífeyriskerfinu. Þeir hafa bara borgað og borgað, allt til dauðadags. Að mínu mati væri þetta ósanngjarnt kerfi.

Ég hef verið að skrifa um það að það mætti borga út úr lífeyrirssjóðum smávegis til kjarabóta fyrir þá sem eiga í mestum erfiðleikum. Að við fengjum smá brot endurgreitt. Einmitt vegna þess að þessir peningar tapast fólki ef það fellur frá án þess að ná háum aldri. Ég hef talað um að það sé ekki sanngjarnt að fólk borgi og borgi í lífeyrissjóð og fá síðan ekki til baka sem það hefur sparað.

Ég er hinsvegar sammála nokkuð sammál Óskari Helga um að leggja eigi þessa sjóði niður, en vil bæta við eins og þeir eru svona. Við skulum ekki gleyma að þetta er okkar sparnaður og okkar peningar! Mér finnst því algjört glapræði að þessir sjóðir fjárfesti peninga okkar án þess einu sinni að spyrja okkur um leyfi.

Ef það ætti að skilda okkur áfram að borga í þessa sjóði þá þarf að tryggja okkur ýmis atriði:

1. að við fáum alla okkar peninga til baka úr sjóðnum og búa til nýtt kerfi sem til þess tekur með að falla frá án þess að ná háum aldri. Hugsa mætti sér að afgangurin væri arfur inn í fjölskyldu viðkomandi.

2. það mætti líka hugsa sér að almenningur (þ.e. sjóðsfélagi) hefði ráð á í hvað peningar hans inna lífeyrissjóðsins væri notað. Þannig fengi sjóðsfélagi val um ef hann vilji fjárfesta hluta af lífeyrisfé sínu og hefði aljgör ráð þar á hvernig það væri gert. Síðan fengi sjóðfélagi auðvitað tekjur af fjárfestingu sjóðsins eða tap (hans ákvörðun). En sjóðurinn kannski 1% og umsýslugjald.

Eingöngu yrði þannig fjárfest fyrir þá peninga hefði leyfi til að fjárfesta fyrir. Enda á sjóðsfélagi peningana og ætti að hafa nokkur tök á að velja hvernig þeirra fé er varið. Ef hinsvegar hann hefur ekki áhuga á slíkri fjárfestingu þá einfaldlega gæti sjóðurinn ekki gert kröfur til þess.

En fyrst að við erum að spara í svona sjóði samkvæmt þessu kerfi þá ætti að vera einn lífeyrirssjóður fyrir alla landsmenn sem einöngu væri umsýslu sjóður og hefði ekki leyfi til að fjárfesta með peninga sjóðsfélaga nema að hann gefði leyfi fyrir því.

Guðni Karl Harðarson, 7.10.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband