Þjóðníðingar vinna fyrstu orrustu stríðsins um ESB-aðild

Þjóðníðingar fimm flokka á alþingi ákváðu í dag að eyða miljörðum í aðildarumsókn að ESB!

Þeim milljörðum hefði verið betur varið í aðstoð við heimilin og fyrirtækin í landinu því að við sem höfum fullveldi þjóðarinnar að leiðarljósi vinnum þetta stríð.

Það er engum blöðum um það að fletta að Rómarsáttmálinn gefur engin grið eða undanþágur við stefnu sína og reglugerðir.

Þegar að þjóðaratkvæðagreiðslu kemur munu allir þjóðhollir íslendingar segja nei við ESB enda ekki eftir neinu að sækjast öðru en að verða fátækur útnárahreppur sambandsins án neinnar stjórnar á sínum málum.

Geymið nöfn þjóðníðinganna á vísum stað og strikið þau út í næstu kosningum ásamt þeim tveim sem ekki gátu staðið við sannfæringu sína frammi fyrir þjóðinni og sátu hjá.

NEI við ESB - NEI við Icesave. ÁFRAM ÍSLAND


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þær sem sátu hjá í dag í þessu stærsta máli Íslendinga.....verður ekki gleymt.

Þessu máli er ekki lokið....svo að enn er von. En samt líður mér svona.

Þráinn Bretelsson fékk kaldar kveðjur fráfólki sem var statt á Austurvelli..... hann var kallaður föðurlandssvikari.... mella.... og öllum þeim ónefnum sem um getur.

En það voru Grána gamla og skalli sem snéru uppá hendur liðsins..... og við þau er að sakast hvernig komið er. En höldum í vonina.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.7.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Fullveldissinnar þekkja ekki uppgjöf.

Skorum á forsetann að vísa ákvörðun Alþingis í þjóðaratkvæði !

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.7.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli ég geti sótt um milljarðafjárveitingu til að undirbúa aðildarumsókn að kattavinafélaginu? Nei, þessum peningum væri betur varið í þágu íslenskra fjölskyldna sem eiga það margar á hættu að verða heimilislausar ef ekki verður gripið í taumana.

Takk fyrir í dag Ísleifur!

Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2009 kl. 17:12

4 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Takk sömuleiðis Guðmundur og allir mínir samherjar, en nú er ég lúinn og marinn á vörunum eftir lúðrablásturinn á Austurvelli og ætla að hvíla mig smá.

Ísleifur Gíslason, 16.7.2009 kl. 17:20

5 Smámynd: Andrés Rúnar Ingason

Ég er á móti aðild að Evrópusambandinu og ég er á móti því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. En, ef á annað borð er samþykkt að sækja um aðild, þá vil ég að það sé gert, samningar kláraðir og bornir fullbúnir undir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þjóðin gengur greinilega ekki einhuga til þessa verks, en hún mun heldur ekki gera það af aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja skuli um aðild. Með tvöfaldri atkvæðagreiðslu næst því ekki aukin þjóðarsátt heldur langvinnari átök.

Þegar aðildarsamningurinn að Evrópusambandinu hefur verið felldur, hætta menn vonandi að tilbiðja þennan hjáguð.

Andrés Rúnar Ingason, 16.7.2009 kl. 19:50

6 identicon

Heill og sæll; Ísleifur - sem þið önnur hér, á síðu hans !

Nú fyrst; fer baráttan, gagnvart krata Quislingunum harðnandi, af okkar hálfu, gott fólk.

Þau Jóhanna; skulu fá að finna til tevatnsins, helvítis liðleskjurnar, hamlandi öllum brýnum aðgerðum, til hjálpar fólki og fyrirtækjum !!!

Með beztu kveðjum - sem öðrum fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 20:45

7 Smámynd: Páll Blöndal

Ofdekraðir ESB andstæðingar á moggablogginu
http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/918743/

Páll Blöndal, 23.7.2009 kl. 01:02

8 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Það eru gleðitíðindi Páll, fyrir okkur sem viljum ekki að fullveldi þjóðarinnar sé afsalað til Brüssel.

Ísleifur Gíslason, 23.7.2009 kl. 20:31

9 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Mæti á morgun..... örugglega.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.7.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband