Ríkistjórnin leggur þjóðina á bakið og býður ESB að gjöra svo vel að nota að vild.

Ekki leikur neinn vafi á því í mínum huga hvað vakir fyrir Bretum og ESB með þessum nauðungarsamningum sem St. Jóka og skalla-Grímur hafa gengist undir fyrir hönd þjóðarinnar er til þess fallinn koma þjóðinni í algert þrot og ekki verði aðrir kostir eftir en að bjóða auðlindir okkar upp í skuld.

Þannig fær ESB Orkuveituna, fiskistofnana, Drekasvæðið og Landbúnaðinn fyrir lítið auk aðgangs að norðuríshafinu.

Ríkisstjórnin hefur tekið þjóðina í bólinu og boðið ESB að gamna sér að vild.


mbl.is Hækkar um 37 milljarða árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Við skulum hafa eitt á hreinu.  ESB mun aldrei eignast Orkuveituna, Landsvirkjun eða fiskinn í sjónum.  ESB mun bara sjá til þess að réttir auðhringar eignist þetta.  ESB er stjórntæki handa þeim sem ráða bak við tjöldin. 

Auðvitað kann þetta að breytast í framtíðinni og ESB sjálft verður formlegur eigandi að stóru sem smáu innan ríkja sambandsins.  

Björn Heiðdal, 7.6.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ég á bágt með að sjá muninn á k.. og sk..

Ísleifur Gíslason, 7.6.2009 kl. 13:42

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ísleifur, þessi Smánarsamningur er að öllu leyti glæpsamlegur. Til dæmis er algerlega þagað yfir endanlegum kostnaði.

Samningurinn er til 15 ára og vegna annara útgjalda er öruggt að sáralítið af upphæðinni verður greitt fyrir lok þess tíma. Í lok samningstímans verður upphæðin orðin:

  • Í Evrum: 2,456 milljarðar Evra (upphaflega 1,1 milljarðar Evra).
  • Í Pundum: 4,911 milljarðar Punda (upphaflega 2,2 milljarðar Punda).

Á núverandi gengi verða þetta:

  • 2,456 x 174 = 427 milljarðar Króna
  • 4,911 x 197 = 967 milljarðar Króna

Á núverandi gengi verða skuldirnar komnar í: 1394 milljarða Króna !

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.6.2009 kl. 13:45

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er alveg öruggt að ESB sinnar vinna með klækjum. Var það ekki sama með ESS samningin? var hann ekki plataður inn á okkur af okkur sjálfum.

Baráttan verður að vera á hörðu nótunum sem ætti að felast fyrst og fermst í opinberri kæru á Jóhönnu og Össur sem forsprakka vegna Landráðs og eða tilrauna til Landráðs.

Valdimar Samúelsson, 7.6.2009 kl. 14:30

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þetta vinstri lið er Landráðalið..... og hvað er gert við svoleiðis fólk.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 7.6.2009 kl. 17:24

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Uff!!! Hvað er hægt að gera og hvað vill maður gera. Þetta gæti orðið eins og í gangster myndum en það er að myndast svo mikil spenna í þjóðfélaginu bara út af þessu ESB máli. Ég lít á þetta mál eins og landráð og vil taka á málum á þann hátt. Ég meina það.

Valdimar Samúelsson, 7.6.2009 kl. 17:57

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

gegnum alþjóðlega gjaldeyrissjóðinn drottna ESB herrarnir Gordon Brown og félagar yfir íslendingum. Núna fá íslendingar ekki greitt út annan hluta láns AGS, fyrr en þeir gangast við því að undirgangast ICEsave klafann. Völd AGS/ESB eru mikil hérlendis og til að herða þumalskrúfuna enn frekar banna þeir stýrivaxtalækkun.

Hvað ætlum við að láta bjóða okkur þetta lengi? Til að leysa ICEsave deiluna er eina ráðið að bjóða kröfuhöfum eignir Landsbankans erlendis, sem að Jóhanna Sig. heldur fram að dekki 95% af skuldunum, það væri síðan kröfuhafanna að koma eignunum í verð.

Guðrún Sæmundsdóttir, 7.6.2009 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband