Alþingi segi NEI !

Ég skora á alla alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa að segja nei við ‚Tillögu til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu‘

Ég er ekki viss um að menn geri sér fyllilega grein fyrir því hvað er í húfi fyrir þjóðina ef við verðum neydd inn í ESB.
Hvað er í húfi?
·         Umráðin yfir fiskveiðiheimildum í lögsögu Íslands.
·         Rekstur sjálfbærs landbúnaðar á Íslandi.
·         Umráðin yfir orkuauðlindum Íslands í landi og á sjó.
·         Ég tel síðast en ekki síst FULLVELDI þjóðarinnar og er þó margt ótalið.

Af þessum atriðum hefur minnst verið talað um orkuna.
Verið getur að það sé einmitt orkan okkar sem ESB girnist mest. Gefum að nú finnist olía á Drekasvæðinu, ætli vopnfirðingar yrðu ánægðir með að olían væri flutt beint til Amsterdam án viðkomu hér á landi, samkvæmt skipunum frá Brüssel?
Ætli þeir sem þó hafa atvinnu af orkufrekum iðnaði yrðu hrifnir af því að ESB legði sæstreng til landsins svo þeir gætu mjólkað til sín rafmagnið og sett þennan iðnað og þjóðina í orkusvelti vegna síaukinnar orkunotkunar meginlandsins?
Þetta eru raunverulegar hættur sem engum skildi gleymast.

Samtök Fullveldissinna munu ekki samþykkja að sótt verði um aðild að ESB.

Hér er þetta vonda plagg sem aldrei hefði átt að sjá dagsins ljós og engir munu samþykkja utan þeir sem ættu að teljast útlægir landráðamenn: (Ég lita það brúnt af því það er skítalykt af því)

þingskjal 38 (38. mál)Tillaga til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.  (Lögð fyrir Alþingi á 137. löggjafarþingi 2009.)Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.Tillaga um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er lögð fram til þess að íslenska þjóðin fái tækifæri til að hafna eða samþykkja samning um aðild að sambandinu þegar hann liggur fyrir.Umsókn að ESB jafngildir þannig ekki aðild enda er það íslensku þjóðarinnar að komast að endanlegri niðurstöðu hvað hana varðar. Jafnframt verði lagt fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál sem ríkisstjórn eða Alþingi ákveða að leggja fyrir þjóðina.Víðtækt samráð verður haft við hagsmunaaðila um samningsmarkmið fyrir viðræðurnar á ýmsum sviðum, svo sem sjávarútvegs-, landbúnaðar- og byggðamála, á sviði almannaþjónustu, umhverfis- og jafnréttismála og gjaldmiðilsmála, og leitast við að ná sem breiðastri samstöðu um umræðugrundvöll viðræðnanna. Skoðað verður hvort unnt sé að ná fram samstarfi í gjaldmiðilsmálum samhliða viðræðum um hugsanlega aðild til að styðja við gengi krónunnar. Áhersla er lögð á opið og gagnsætt ferli og reglubundna upplýsingagjöf til almennings og hagsmunaaðila.Fagleg viðræðunefnd við ESB verður skipuð af ríkisstjórn Íslands. Henni til fulltingis verður breiður samráðshópur fulltrúa hagsmunaaðila sem nefndin leitar ráðgjafar hjá, og upplýsir jafnóðum um framvindu viðræðna. Ísland sem Evrópuþjóð vill leggja sitt af mörkum við uppbyggingu lýðræðislegrar Evrópu sem grundvallast á félagslegu réttlæti, jafnrétti og virðingu fyrir manngildi og umhverfi. Hlutverk Evrópu er að vera hornsteinn mannréttinda í heiminum og ýta undir stöðugleika, sjálfbæra þróun, réttlæti og velmegun um allan heim.Málsaðilar áskilja sér rétt til að mæla með eða leggjast gegn samningnum þegar hann liggur fyrir enda eru settir margvíslegir fyrirvarar við hugsanlegan stuðning við málið.Meðal grundvallarhagsmuna Íslands eru:

  • Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra.
  • Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.
  • Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis.
  • Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum.
  • Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.
  • Að ná fram hagstæðu og vaxtarhvetjandi samkeppnis- og starfsumhverfi fyrir atvinnulíf á Íslandi um leið og sérstöðu vegna sérstakra aðstæðna er gætt.
Stefnt er að því að Alþingi setji á fót sérstaka Evrópunefnd Alþingis með fulltrúum allra stjórnmálaflokka er fari með samskipti við viðræðunefnd vegna ESB."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

 Algjörlega sammála.

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 01:42

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála ykkur, bræður í baráttunni.

Nú má enginn skorast úr leik að gefa tíma sinn, orku og hvaðeina sem nauðsynlegt er til varnar gegn þessari sviksamlegu þingsályktunartillögu.

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 26.5.2009 kl. 01:53

3 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Eitthvað hefur skolast til uppsetningin á þessu bloggi mínu.

Þakka innlitið Jón Valur og Þórarinn

Ísleifur Gíslason, 26.5.2009 kl. 02:19

4 identicon

                          ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB- RUGL !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 08:50

5 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Allur stuðningur við Samtök Fullveldissinna er vel þeginn.

NB. Mér tókst að laga uppsetninguna. Skárra núna

Ísleifur Gíslason, 26.5.2009 kl. 10:43

6 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Eitt er þó nokkuð ljóst, ESB gengur aldrei í Ísland.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 27.5.2009 kl. 08:51

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef ESB myndi sækja um aðild að Íslandi yrði umsókninni umsvifalaust hafnað!

Klárum frekar fríverslunarsamning við Kína og stofnum svo Norræna EfnahagsSambandið (NES), með þáttöku Noregs, Færeyja og Grænlands (eina þjóðin sem hefur sagt sig úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu). Stofnun slíks efnahagssvæðis (ekki ríkjasambands!) myndi svo aftur kynda undir sjálfstæðisbaráttu Skota (ca. 40% stuðningur við sjálfstæðisyfirlýsingu síðast þegar það var kannað) sem hefði vafalaust dómínóáhrif á N-Írlandi líka. Eftir það væri svo hægt að bjóða Kandamönnum aðild, en breska konungsveldið á fátt meira skilið en slíkan silfurtein í hjartastað!

Ég bendi sérstaklega á að miðað við mannfjölda, náttúruauðlindir og hlýnandi heimskautasvæði verða áðurnefnd lönd í framtíðinni einhver þau ríkustu í heimi.

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, áfram Ísland!

Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2009 kl. 21:39

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og fiskveiðilögsaga Íslands er örlítið minni en samanlagt land Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Svo halda sumir í einsyni sinni, að Ísland sé EKKI feitur biti fyrir EB!

Jón Valur Jensson, 27.5.2009 kl. 23:07

9 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Andrés þú ættir að skoða: http://www.openeurope.org.uk/research/energybriefing.pdf  (1) New powers over energy introduced by the Lisbon TreatyIf the Treaty comes into force the EU will acquire new energy powers. These relateprimarily to extending EU control over national energy resources, as opposed tostrengthening the Union’s role in enforcing the internal market and extendingcompetition, as the British Government claims.Article 194 [176a] introduces qualified majority voting over measures proposed to ensuresecurity of energy supply. There is also new text in this article (which was not in theConstitution) affirming the objective of “a spirit of solidarity between Member States” –inserted at the request of Poland. Article 100 of the existing treaties1 is also enhanced bythe Lisbon Treaty to allow significant energy measures. The underlined sections of thefollowing show what has been added to the existing text of Article 100:“Without prejudice to any other procedures provided for in the Treaties, the Council, on aproposal from the Commission, may decide, in a spirit of solidarity between MemberStates, upon the measures appropriate to the economic situation, in particular if severedifficulties arise in the supply of certain products, notably in the area of energy.”Under the new Treaty, measures currently in the legislative pipeline – which are beingblocked by the current system of national vetoes – would stand a much better chance ofgetting through and becoming law. The EU Oil Stocks Directive was blocked in 2002under the conditions of unanimous voting. Under the new Treaty, the surrender ofnational vetoes changes this situation. The Oil Stocks Directive would effectively allowthe EU to control member states’ emergency oil reserves and would increase the size ofthose statutory reserves by a third.The UK has blocked this proposal in the past - but it would be almost certain to passunder the Lisbon Treaty. Not only would the UK not have a veto, but the UK is the EU’sonly significant oil exporter, and the accession of new EU Member States, with a highlevel of dependence on Russian oil, creates a voting bloc within the EU Council muchmore strongly in favour of the proposal.As well as the UK losing control of its reserves policy to the Commission, the UKtaxpayer would be landed with a bill of nearly £6 billion to implement the plans and anongoing cost of nearly £600 million a year. 21 Becoming Article 122 [100] in the new Treaty2 assuming oil prices of $80 – higher oil prices would mean even higher costs 

Ísleifur Gíslason, 29.5.2009 kl. 02:19

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru mjög merkilegar upplýsingar í þessu innleggi þínu, Ísleifur, og ég ætla með þínu leyfi að fá að taka upp þennan texta í nyrri færslu hjá mér, sem einnig mun vísa til þessarar ábendingar frá Heimssýn: "Þó íslenskir Evrópusambandssinnar þvertaki fyrir það er það engu að síður staðreynd að sameiginleg orkustefna fyrir Evrópusambandið er í burðarliðunum og að henni hefur verið unnið a.m.k. sl. þrjú ár. Nú síðast kom það fram í máli sendiherra sambandsins gagnvart Bandaríkjunum: http://euobserver.com/9/28200.

Innilegar þakkir. Með baráttukveðju,

Jón Valur Jensson, 29.5.2009 kl. 09:36

11 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Góðan dag Jón Valur, bróðir í baráttunni.

Ég tel að okkur beri skylda til að nota allar aðgengilegar upplýsingar til að kynna fólki sannleikan varðandi ESB.

Hvenær sem þú sérð eitthvað nýtilegt á mínu bloggi skaltu grípa 'gæsina'.

Ísleifur Gíslason, 29.5.2009 kl. 10:27

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábær skrif hjá þér ísleifur,

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.5.2009 kl. 12:22

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, og kærar þakkir fyrir þetta leyfi þitt, Ísleifur, – það er gagnkvæmt!

Jón Valur Jensson, 29.5.2009 kl. 14:45

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er nú meira grínið að verða. 

Þarf varla að taka fram að allt tal um "esb yfirtaka orku etc" er auðvitað rangt og margbúið að fara yfir það.  Ótrúlegt að þetta skuli koma upp aftur og aftur.

Einnig er allt tal um að ESB yfirtaki fiskauðlindina" líka rangt.  Alrangt.

Það eina sem skeður þegar ísland gerist aðili að esb og nb. þá miðað við að engin sérstök undanþága eða sérlausn fengist er að formlega væri kvótanum úthlutað frá brössel í staðinn fyrir sjávarútvegsráðuneytinu hér.  Að undanfara og málatilbúnaði úthlutunar kvótans kæmu íslendingar fyrst og fremst þar sem málið varðaði ekki svo mikið aðra vegna þess að esb á ekki hér veiðireynslu og reglunar um hlutallslegan stöðugleika.  Í rauninni sáralítil breyting.  Örlítil formbreyting.  Allt og sumt.

Að mínu mati er bara ótrúlegt hve búið er að gefa íslendingum skipulega ruglaðar og hreinlega rangar upplýsingar varðandi sameiginlega sjávarútvegsstefnu esb.  Þetta er nauðaómerkilegt fyrirbrigði.  Í grunninn sameiginleg stjórnun úr sameiginlegum stofnum.  Afskaplega skynsamlegt.  Hafa samræmdar reglur til að meðhöndla fiskistofna sem sameiginlegir eru mörgum þjóðum.  Allt og sumt. 

Fólk verður bara að fara að kynna sér þetta af alvöru.  Afskaplega þreytandi þessi villuráfandi umræða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.5.2009 kl. 23:05

15 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Hætturnar varðandi aðild að ESB eru raunverulegar og þær ber að varast.

Samtök Fullveldissinna vinna að því að þjóðin haldi fullveldi sínu og sjálfstæði.

Ísleifur Gíslason, 30.5.2009 kl. 13:09

16 Smámynd: Ísleifur Gíslason

EES ógnar ekki fullveldi þjóðarinnar. Væri ekki mikilvægara fyrir okkur að semja við NAFTA, Kína og aðrar þjóðir sem standa utan ESB.

Heimurinn stendur okkur opinn á meðan við erum frjáls þjóð.

Ísleifur Gíslason, 31.5.2009 kl. 13:37

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tala ekki fyrir samtökin, er ekki orðinn félagi þar, en margir hygg ég að séu ókostir EES-samningsns. Fyrsta hálfa áratuginn a.m.k. mun hann ekki hafa orðið okkur í heildina talið til hagsbóta (skv. dr. Hannesi Jónssyni, Sendiherra á sagnabekk, II (2001), í 8. og lokakaflanum, og Ragnari Arnalds, Sjálfstæðið er sístæð auðlind, 1998, sjá atriðisorðaskrá), og ég á enn eftir að sjá einhverja skýra útreikninga til sönnunar meintum gróða þjóðarinnar af samningnum. Þeim gróða til frádráttar kemur svo skellurinn af Edge og Icesave!

Það er leitt að sjá hér eitt af hinum hrikalega rugluðu, villandi innleggjum Ómars Bjarka Kristjánssonar, sem hann dreifir víða um internetið. Við hvað starfar maðurinn?

Jón Valur Jensson, 31.5.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband